Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 26
Molar til meltingar
ýðing sem beztra
hjálpartækja fyrir fatl-
aða er óumdeilanlega af-
ar mikilvæg. Nær alls stað-
ar er um virka og jákvæða
þróun að ræða í gerð hjálp-
artækja og þau verða æ
betri og fullkomnari og
aðlagast enn betur hinum
margleitu þörfum sem fyrir
hendi eru.
Tryggingastofnun ríkis-
ins kemur eðlilega mest að
þessum málum öllum hvað
aðstoð við fatlaða varðar,
en Heyrnar- og talmeina-
stöðin og Sjónstöð íslands
koma að þörfum þeirra sem
þæreigaaðþjóna. Enauð-
vitað er og verður vonandi
Tryggingastofnunin sá
aðili, sem mikilvirkasturer
í þessum efnum og
greiðsluhlutdeild stofnun-
arinnar í hjálpartækjum
skiptir mjög marga öryrkja
afarmiklu. Þegar fjárveit-
ingareru skertartil stofnun-
arinnar eða henni gert að
spara á þessu sviði, þá fara
menn þar í forsvari eðlilega
að huga að ákveðnum
þrengingum á heimildum
þeim sem fyrir hendi eru
eða þá að dregið er úr
greiðsluhlutfalli stofnunar-
innar. Jafnan fylgir þessu
sú hætta að flatur niður-
skurður fjárhæða til þessa
þáttar þýði það að um of sé
þrengt að þar sem í engu má
skerða.
Yfirleitt reyna menn þó
þar á bæ að haga breyting-
um þannig að þeir gjaldi
sízt sem mest þurfa á að
halda. Fyrir allnokkru var
bæði gerð nokkur breyting
á hjálpartækjalista og í
kjölfarið einnig um sumt
breytt um vinnureglur.
Þetta vakti hörð viðbrögð
víða og ekki síður þótti
mörgum, sem einnig hefði
vinnureglum um viðhald
og viðgerðir hjálpartækja
verið breytt um of á verri
veg. Það fer ekki á milli
mála að þennan þátt má í
engu skerða, enda vitað að
hjálpartæki fær enginn sér
til gamans, heldur vegna
brýnnaþarfa. Þvertámóti
þarf hjálpartækjalisti
Tryggingastofnunar ríkis-
ins á stöðugri endurskoðun
og endurnýjun að halda og
sem bezt samvinna við
samtök fatlaðra hlýtur þar
að vera höfuðnauðsyn.
Hinn meginþátturinn snýr
að verði hjálpartækja sem
er afar hátt og að því er
margir segja óeðlilega hátt.
Þar veit ég að vel hefur
verið unnið af ýmsum að fá
fram eðlilega verðlækkun
ýmissa hjálpartækja m.a. af
Tryggingastofnun ríkisins
en heldur hægt hefur þó
miðað.
Auðvitað gera menn sér
ljóst, að mikil þróun-
arvinna og kostnaður henni
samfara liggur oft að baki
og hlýtur að koma fram í
verði hjálpartækja, en engu
að síður segja það fróðir
menn í þessum málum að
mjög algengt sé, að hjálp-
artæki séu óeðlilega dýr.
Hvar sem við Asgerður
og Ólöf komum inn á stofn-
anir og heimili Styrktar-
félags vangefinna á liðnum
vetri var kvartað yfir ofur-
háu verði hjálpartækja og
að þeirra sögn sem þar
greindu frá, óútskýrðu
okurverði á stundum. An
þess að neinn allsherjar-
dómur sé upp kveðinn yfir
verðlagningu og álagningu
þá er ljóst, að hér þarf að
hyggja vel að og leita allra
leiða til lækkunar sem eðli-
leg getur talizt.
En auðvitað er það ótví-
ræð samfélagsleg skylda að
tryggja fötluðum nauðsyn-
leg hjálpartæki á þann veg
að auðvelt sé við að ráða.
Skyldi því þá ekki gleymt í
leiðinni, að svo tekjulágur
er þessi hópur almennt að
öll viðbótarútgjöld í þess-
um efnum eru þessu fólki
illviðráðanleg eða jafnvel
oftar óviðráðanleg. En
jafnhliða því sem samtök
fatlaðra eiga á eitt að leggj-
ast um að þarna tryggi hið
opinbera sem allra mest
réttlæti þurfa þau einnig að
knýja á um það að hjálpar-
tæki séu á eðlilegu og
sanngjörnu verði, því eng-
inn ætti að hljóta óeðlilegan
hagnað af slíku.
****
Annars staðar hér í blað-
inu er greint frá úthlut-
un úr Framkvæmdasjóði
fatlaðra nú á þessu ári og
skal ekki fjölyrt um hana
semslíka. Vissulegaerþað
mikið vandaverk að velja
og hafna hverju sinni, því
ævinlega verða einhver þau
verk útundan sem allir
stjórnarmenn eða einstakir
vildu gjaman sjá vel veitt
til. Aherzlumunur er svo
ævinlega til staðar, en sem
betur fer hefur það gilt frá
upphafi sjóðsins, að allt
hefur verið gert sem unnt er
til að ná sameiginlegri lend-
ingu, niðurstöðu sem allir
gætu unað við, þó margt
hefðu þeir viljað sjá á annan
vegvera. En í allri umræð-
unni um ákvarðanir Stjóm-
arnefndar um málefni fatl-
aðra, sem úthlutar fé Fram-
kvæmdasjóðs, gleymist
nær alltaf hverjar skorður
henni eru settar, hver skil-
yrði eru sett fyrir úthlutun
hverju sinni. Nú ætla ég
ekki sem beinn þátttakandi
þarna að fara að firra mig
neinni ábyrgð. En ég tek
| þá bara beint dæmi. Agæt-
ur forystumaður eins félags
okkar hafði við mig sam-
band og kvartaði eðlilega
yfir því að sambýli fyrir
tiltekinn hóp einstaklinga
hefði verið hafnað af
Stjórnarnefnd og þar með
mér að sjálfsögðu. Þessu
var haldið fram af ábyrgum
aðilum. An þess ég fari
frekar út í þetta einstaka
mál, sem væri verðugt við-
fangsefni út af fyrir sig, þá
var það einfaldlega svo að
til þessa tiltekna sambýlis
var engan rekstur að finna
á fjárlögum og því kom
verkefnið ekki til greina af
okkar hálfu, okkur var ein-
faldlega ekki heimilt að
ráðstafa fé til þessa.
Og af hverju í ósköp-
unum munu ýmsir
spyrja og það vitanlega að
vonum. Aður fyrr og
lengstum raunar var það
svo að fé var veitt úr Fram-
kvæmdasjóði til stofnfram-
kvæmda og síðan kom
fjárveitingavaldið með
nauðsynlegan rekstur í
kjölfarið. En nú um hríð
hefur öldin verið önnur og
Stjórnarnefnd fengið þau
fyrirmæli félagsmála-
ráðuneytis að veita einung-
is til þeirra verkefna sem
annað tveggja hefðu ekki
nýjan rekstur í för með sér
eða þá að fjárlög hvers yfir-
standandi árs fælu í sér
rekstrarheimild.
A þetta létum við einu
sinni reyna við ráðherra fé-
lagsmála og úthlutuðum til
tveggja afar knýjandi verk-
efna, en fengum afsvar um
hæl, því enginn fyrirfyndist
reksturinn. Síðan hefur
þessi regla gilt og við orðið
að lúta henni við litla hrifn-
ingu.
Og enn var svo við út-
hlutun þessa árs, þó að vísu
26