Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Síða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Síða 29
lokagreiðslu til Sjálfsbjargar - lands- sambands - vegna viðhalds 12 millj. kr. Eins og þessi upptalning hér á undan felur í sér, þá er þar sam- tals um að ræða upphæðina 511 millj. kr. rúmar. Eftir var óráðstafað við fyrstu úthlutun sem fór til staðfest- ingar ráðherra upphæð sem nam rúm- um 7 millj. kr. en áætlað var að taka síðar upp þráðinn og ná þá að úthluta til ýmissa smærri verkefna sem áður voru skilin útundan eða þá til viðbótar því sem þegar hefur verið sett á ein- staka liði. Ritstjóri gerir sér m.a. vonir um það að Vinnustaðir ÖBI sem hafa aukið vel við sig, en fengið afar litla utanaðkomandi aðstoð til þess fái hvatningarframlag gott. Máske verður unnt að gera fyrir því grein hér í beinu framhaldi og væri það vel . Ritað í marz. H.S. HLERAÐ í HORNUM Skoti nokkur spurði Astrala að því, hvort ekki væru margir Skotar í Ástralíu og fékk þá þetta svar: “Jú, það er sko meira en nóg af Skotum, en okkar aðalplága eru nú kanínurnar”. Skólastjóri einn sem kenndi guðfræði fór í heimsókn til landsins helga og fór í ferð út á Galíleuvatnið og gjaldið fyrir ferðina varalltof hátt að hans áliti. Þeg- ar hann hafði borgað sagði hann eins og upphátt við sjálfan sig: “Ja, ekki er ég hissa, þó Jesús hafi gengið á vatninu”. Tveir Irar voru í byggingavinnu. Ann- ar þeirra, Pat, hrópaði til félaga síns: “Varaðu þig Mick, múrsteinninn er að detta”. En of seint, og múrsteinninn hitti Mick og sneið af honum eyrað. Mick féll við og blæddi óskaplega, en Pat kallaði: “Taktu því rólega Mick, ég skal finna eyrað og svo fer ég með þig á sjúkrahús og læknarnir sauma það á aftur”. Hann finnur svo eyrað og kemur sigrihrósandi með það til Micks sem liggur í blóði sínu. Mick horfir á eyrað og segir svo: “Þetta er ekki eyrað af mér, asninn þinn. Það var sígaretta á bak við eyrað á mér”. Frá síðustu sýningu Hala-hópsins. Allra meina bót Hala- leikhópurinn fékk verðuga umfjöllun í síðasta Fréttabréfi og frá því greint þá, að á döfinni væri uppfærsla á leikritinu Allra meina bót eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Ámasyni. Ritstjóri þykist eftir þá umfjöllun skulda Hala - hópnum örlitla umsögn, þó síðbúin sé. Fyrst af öllu vil ég segja þeim, sem að Hala - hópnum standa að ótrauð eiga þau áfram að halda, þau eflast og styrkjast við hverja raun og Allra meina bót var enn ein staðfestingin á því, hvern tilverurétt hópurinn á og þó oft hafi vel verið leikið verð ég að segja, að sýning þessi var þó sú jafnbezta hjá hópnum og er þá bara talsvert sagt. Allra meina bót er vitanlega þannig verk, að það beinlínis kallar á áhuga og leikgleði og krefur um góða túlkun og er auðvitað fyrst og síðast svo ofurskemmtilegt, að hver sem að kemur nýtur þess að mega leggja þar að lið. Það þekki ég mætavel af eigin raun. En að sjálfsögðu þarf meira en áhugann og ánægjuna, leikhæfileikamir hljóta rfkulega að koma inn í myndina líka og það var einmitt það sem gerðist hjá Hala - leikhópnum í marz sl. Við hjónin höfðum kvöldið áður farið í leikhús og séð atvinnuleikara fara á kostum og því kviðum við nokkuð samanburðinum. Sá kvíði var með öllu ástæðulaus, svo ágæt og heilsteypt var frammistaðan, leiksigur heildar sem einstakra leikara. Leikdómur á þetta samt ekki að vera, aðeins frásögn, yljuð hlýrri þökk fyrir ágæta skemmtan ásamt með einlægri hvatningu um að halda fram ótrauð til nýrra áfangasigra. Aðalhlutverk voru í öruggri túlkun þeirra Jóns Eiríkssonar, Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur, Árna Salómonssonar, BaldvinsJóns Sig- urðssonar og Kristins Guðmundssonar og að öðrum alls ólöstuðum þá fóru þau á sérstökum kostum Kolbrún Dögg og Jón Eiríksson, jafnvíg í leik sem söng. Hlutur leikstjóra í sýningu sem þannig líður svo Ijúflega fram og með listfengum sprettum er auðvitað afar góður og Edda V. Guðmundsdóttir greinilega vandað vel til verka og sinnt öllum af sérlegri alúð, næmt auga fyrir öllum smáatriðum sem heildaráferð fer ekki framhjá neinum. Steindór Hjörleifsson leikari hefur verið gerður að heiðursfélaga í Hala - leikhópnum, enda að vonum svo ötull velgjörðamaður hópsins sem hann hefur verið; m.a. safnað fyrir Ijósaborði og búnaði fyrir hópinn sem ómetanlegt er. Það mun næsta öruggt að Hala - hópurinn mun ekki láta hér við sitja, heldur halda hiklaus áfram við metnaðarfull verkefni. Megi þeirn félögum famast vel í framtíðinni sem hingað til. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.