Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 31
Af stjórnarvettvangi Fulltrúar Styrktarfélags vangefinna á aðalfundi. Sjá ferðasögu frækna á bls. 6. Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands þriðju- daginn 11. apríl sl. og að þessu sinni í Hátúni 12, sal þeim sem Dagvist Sjálfsbjargar var áður, en nú er það Reykjavíkurdeild Sjálfsbjargar sem hefur þennan sal. Fundurinn hófst kl. 16.45. Formaður, Ólöf Ríkarðsdóttir, setti fund og stjórnaði honum og bað fólk fyrst að kynna sig. Nýliðar tveir voru á stjórnarfundi: Björn Her- mannsson frá Félagi heyrnarlausra og Helgi Hjörvar frá Blindrafélaginu. Skýrsla formanns var fyrst á dagskrá. Formaður greindi fyrst frá fallegum borðfána Öryrkjabanda- lagsins sem prýddi borð og er hinn álitlegasti ásýndum. Næst sagði Ólöf að þyrfti að vinna veglegan útifána fyrir bandalagið. Hún fór svo yfir helztu mál sem að hefði borið frá síðasta stjórnarfundi. Fyrst greindi hún frá tilraunum til að koma fram breytingum á frumvarpi til stjórnskipunarlaga í þá veru að tryggja betur áherzlur á jafn- rétti fatlaðra. Ekki tókst þessi sam- eiginlega tilraun bandalagsins og Þroskahjálpar, þrátt fyrir stranga fundi þeirra Asgerðar og Astu B. með þing- nefndarmönnum. Ólöf kvað staðfest- ingu komna utan að um aðild Öryrkja- bandalagsins að svonefndu Helios II- verkefni, en þar yrði Helgi Hróðmars- son okkar ágæti fulltrúi. Þá ræddi hún allnokkuð um funda- röð þá í marzbyrjun úti í Kaup- mannahöfn sem þær Ásgerður sóttu, svo og Haukur Þórðarson einnig að hluta. Frá þessu öllu munu þær Ásgerður skýra í þessu blaði svo óþarft er að rekja frekar hér. Ólöf sagði einnig frá ágætri ferð þríeykisins á vettvang Styrktarfélags vangefínna, sem af er saga nokkur hér í blaðinu. Hún minnti félögin á að taka virk- an þátt í þeirri stefnuskrárvinnu sem framundan væri, því nauðsyn bæri til að öllu yrði vel til skila haldið í áherzluatriðum og öll sjónarmið yrði að viðra og virða. Að lokum benti hún fundarfólki á bók um skilmælin skýru um aðgengis- mál, sem nýútkomin væri. Bókin heitir á íslenzku: Norræn nálgun. Á borðum lá einnig nótnablað með lagi Áma Bjömssonar tónskálds við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk: Mitt faðirvor. Lag og ljóð tileinkuð fötluðu fólki á Islandi og er gjöf til Öryrkjabandalags Islands. Framkvæmdasjóður fatlaðra var svo næst á dagskrá. HelgiSeljan fjallaði fyrst um hin lögskipuðu hlutverk sjóðsins svo og þau sem “bandormurinn” -tímabundin lög frá Alþingi, hefðu lagt á sjóðinn. Hann fór nokkuð yfir þá sögu sem sjóðurinn ætti sér -16 ár til baka og fullyrti að fjárfestingar þessa sjóðs hefðu farsælli reynzt en margar aðrar í samfélaginu á sama tíma. Spurn- ingin nú sem fyrr um fjárfestinga- áherzlur sjóðsins og eðlilegt að spurt væri um hlut fötlunarhópa í því sam- hengi. Hann fór svo yfir úthlutun þessa árs sem er óvenjumikil að umfangi, sér í lagi vegna þess hversu erfðafjár- sjóður hefði skilað miklu inn f sjóð- inn. Helztu verkefni eru vegna út- skriftar af Sólborg á Akureyri, út- skrifta af Kópavogshæli, nýrra sam- býla og skammtímavistana í Reykja- vík og Reykjanesi að ógleymdu framlagi til hins nýja húsnæðis Starfs- þjálfunar fatlaðra, sem taka á í notkun í haust. Frekari liðveizla fær sinn drjúga skerf svo og viðhaldsframkvæmdir auk margra ótalinna liða. Nokkrar umræður urðu um sjóðinn og stöðu hans að loknu spjalli Helga. Þá var komið að gjaldkera banda- lagsins, Hafliða Hjartarsyni, að gera grein fyrir tillögum fram- kvæmdastjórnar um styrkveitingar til félaga bandalagsins og annarra, sem grein er gerð fyrir annars staðar í blað- inu. Að loknum góðum skýringum Hafliða var tillaga framkvæmda- stjórnar um styrkupphæðir samþykkt samhljóða. Undir liðnum: Önnur mál las Ólöf og kynnti mótmælaályktun Sjálfs- bjargar á Akureyri vegna reglugerðar heilbrigðisráðherra um hversu kjara- samningarnir síðustu væru reiknaðir inn í bætur almannatrygginga, en þar munar mjög umtalsverðu eftir út- reikningum Sjálfsbjargarmanna. Framkvæmdastjóm var falið að ganga í þetta mál. Að lokum var svo sýning á mynd- bandi sem fengið var að láni hjá finnsku öryrkjasamtökunum. Syst- kinin (Sister and her brother) heitir myndin og er heit ádeila á viðhorf til ýmissa fatlana og fatlaðra yfirleitt, en færð í hinn hárfína skopbúning, sem hvetur til umhugsunar um leið og áhorfið verður líflegra. Fundi var slitið um kl. 18.30. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.