Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 32
LOFSVERT FRAMTAK
LÖGREGLUMANNS
Formáli ritstjóra:
Ifyrsta tölublaði Lögreglumannsins á þessu ári
rákumst við á afar forvitnilegt viðtal við Sigurð R.
Þórarinsson lögreglumann urn samskipti lögreglu við
heyrnarlausa og einkar lofsverðu framtaki hans í
framhaldi ákveðins atburðar, sem hann mun greina
okkur frá. Við fórum þess á leit við
Sigurð að fá frásögn hans af þessu
öllu svo fleiri mættu njóta, hver
kveikjan að þessu öllu saman hefði
verið, táknmálsnám hans og hversu
það gekk svo og um framhaldið m.a.
tilsjónarmannsstarf hans með
ungum heyrnarlausum manni. Frá-
sögn Sigurðar fer hér á eftir og er
honum vel þakkað liðsinnið, svo og
ekki síður framtak hans sem fágætt
er, því miður.
Við spyrjum fyrst að því hvaða
atburður þetta var sem hafði þessi
áhrif að hann fór að nema táknmál?
Gefum nú Sigurði orðið:
Kveikjan að því að ég fór að læra táknmál var, að
morgun einn fyrir mörgum árum, vorum við þrír
lögreglumenn í eftirliti, er við rákumst á mann, lítils-
háttar ölvaðan. Er við ætluðum að greiða götu
mannsins kom í ljós að hann talaði annað tungumál
en við, var auðsjáanlega heyrnarlaus. Er við komum
með manninn á lögreglustöðina tók við það sama.
Enginn talaði hans tungumál og ákvað varðstjórinn
að láta manninn gista í fangageymslu þar sem hann
gat ekki gefið neinar upplýsingar um hver hann væri.
Datt mér þá í hug að láta manninn hafa blað og blýant
og varð það til þess að maðurinn komst í hús hjá sínu
fólki, enda ástæðulaust að loka hann inni þar sem hann
hafði ekkert brotið af sér. Við athugun á ferðum
mannsins kom í ljós að hann hafði lengi nætur reynt
að fá leigubifreið, en án árangurs þar sem hann gat
ekki tjáð sig eins og heyrandi gerir. Eg skammaðist
mín dálítið, bæði fyrir hönd lögreglunnar og annarra
og er ég sá í blaði nokkru seinna auglýst tákn-
málsnámskeið ákvað ég að gera eitthvað í málinu og
lét skrá mig. Það hefur verið alveg sérstaklega
ánægjulegt og uppbyggjandi nám á allan hátt. Mér
hefur tekist að ljúka átta námskeiðum hjá
Samskiptamiðstöðinni, fór reyndar á tvö námskeiðin
tvisvar.
etta hefur gert mér kleift að skyggnast dálítið inn
í heim hins heymarlausa og er sá heirnur ekki
síður athyglisverður en heimur hins heyrandi. Á
meðan á þessum námskeiðum stóð kom til mín
Sigurlaug Hauksdóttir félags-
ráðgjafi, en við höfum fylgst að á
námskeiðunum. Bað Sigurlaug
mig um að gerast liðsmaður fyrir
heyrnarlausan mann, er stundaði
nám í Hótel- og veitingaskóla
Islands. Tók ég það að mér, en með
hálfurn huga þó, þar sem
sjálfstraustið var ekki upp á marga
fiska. Svo þegar Sigurlaug kom
með þennan unga mann heim til
mín vorum við báðir jafn stressaðir
í fyrstu. Þarna hitti ég fyrst einn af
mínum beztu vinum í dag, Rúnar
Þ. Ingólfsson. Hefur Rúnar gert
mér fært að ná betri tökum á
táknmálinu og á hann miklar
þakkir skyldar. Eftir því sem ég bezt veit er Rúnar
eini heymarlausi kokkurinn á Islandi í dag. I framhaldi
af reynslu minni og kynnum af heyrnarleysi, jókst
áhugi minn á að auka við þekkingu mína.
egar ég svo sá auglýst að hefja ætti kennslu í
táknmáli og táknmálstúlkun við Háskóla Islands,
sá ég mér leik á borði og sótti um. Var mér hafnað þar
sem ég hef ekki stúdentspróf. Urðu það mér mikil
vonbrigði, þar sem ég geri mér Ijóst hversu mikilvægt
það er fyrir heyrnarlausa að eiga málsvara innan
lögreglunnar, á þeirra eigin tungumáli. Það er því álit
mitt að kenna ætti táknmálsgrunn í öllum grunn- og
framhaldsskólum, svo og Lögregluskólaríkisins. Það
er stórkostlegt til þess að vita hvað er að gerast í
málum fatlaðra í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Það sem einna helzt vantar er að við Islendingar
viðurkennum, í orði og á borði, táknmálið sem
móðurmál þess heyrnarlausa. Táknmálið er bæði
blæbrigðaríkt og þokkafullt.
Sigurður H. Þórarinsson
Sigurður H. Þórarinsson
32