Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Side 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Side 45
Meira úr fórum Guðmundar Guðmundurfræðslustjóri Magnússon á Reyðarfirði sendi mér syrpu nokkra s.s. seinasta blað bar með sér. Hér bætir hann við vísum frá hagyrðinga- móti á Hallormsstað: Einn við höfum góðan gest greindan flestir telj’ann. Eg hugsað gæti mér hann sem prest Helga vin rninn Seljan. Ymsir héma orðum raða er oftast vel í stuðla falla. Heiðra vil ég Hallormsstaða- hagyrðinga marga og snjalla. Og svo fylgir ein gömul og góð frá landsfundi Alþýðuflokksins, þegar Vilmundur heitinn Gylfason sagði að flokkurinn væri eins og vagn sem nokkrir asnar drægju án þess að vita hvað í honum væri. Þá varð Guð- mundi að orði, en hann sat landsfund- inn: Frá Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur A þessu vori verður í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur og verður fyrir því gerð grein í næsta blaði. Styrkir verða veittir við hátíðlega athöfn í Hátúni 10, 11. júní, sem er fæðingardagur hinnar látnu heiðurskonu. Þarna munu ýmsir öryrkjar fá frekari aðstoð til náms síns, svo og það fólk sem hyggst sérnrennta sig í þágu þroskaheftra. Margar umsóknir bárust stjórn sjóðsins og eflaust vandi úr að velja. Það er vissulega fagnaðarefni að geta létt ýmsum námsgöngu sína, ekki sízt þeim öryrkjum sem eðli máls samkvæmt hafa ekki mikið handa á milli. Stjórn sjóðsins skipa fulltrúar Öryrkjabandalags Islands: Hafliði Hjartarson og undirritaður og einn fulltrúi frá félagmálaráðuneyti, sem er Margrét Margeirsdóttir. Formaður er Hafliði Hjartarson. Helgi Seljan. Eflaust vill hann gera gagn gleðja, bæta og laga. Og Alþýðuflokksins auma vagn með ösnunum gömlu draga. Og svo er hér lítið ljóð þegar góðir vinir fögnuðu vori: Björt er vornæturvakan þegar vinir hér mætast. Fögur minningin merlar reyndu maður að kætast. Vínið glitrar í glasi sérhver gleðjist nú sála. Sértu velkominn vinur fyrir vorinu að skála. Kemur sumar að sunnan fuglar syngja út í móa, selur liggur í leyni skína ljós úti á flóa. Nú er fagurt á fjöllum þar sem frelsið á heima. Upp til sálnanna sólar fljúgðu sál mín um geima. Og vorið er Guðmundi hugstætt að vonum og hér vísur tvær að lokum heimanfráReyðarfirði: VoríGræna- felli: Vonartími vorið er vakna tekur jörðin. Blíðalognið breiðir hér blæju yfir fjörðinn. Víða bærist vorsins þrá, vætan mýkir svörðinn. Yndislegt er út um blá yfir að líta fjörðinn. Með þessari hugljúfu vorstemmingu lýkur þessari syrpu Guðmundar að sinni. Björn G. Eiríksson sérkennari: Óður um vor Gyllir sól fjöll sindrar mjöll. Um heiðið skjótast ský. Bráðnar fönn bærist hlýr blær um kalda kinn. Lifna grös græn á jör^. Vaxa blóm í brekkum. Kveða létt kátir lækir vori í lofti lof. B.G.E. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.