Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Síða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Síða 47
Blessuð börnin og lömbin í brennidepli. þrengstan kost og áfram verði haldið úrbótum á ýmsan veg til að létta þeim lífsbaráttuna, hvar sem því verður við komið. Þar er nauðsynin brýnust, ef við viljum mæra okkur af velferð allra okkar þegna. Og enn að tryggingamálum. Allar ríkisstjórnir undangenginna ára hafa haft það á stefnuskrá sinni að endurskoða almannatryggingakerfið. Lengst komst þessi endurskoðun í ráðherratíð Guðmundar Bjarnasonar fv. heilbrigðisráðherra, en þá lá fyrir fullbúið frumvarp, sem fékkst svo ekki afgreitt. Vissulega var þar engin meginuppstokkun á ferð, en tilfærslan innan kerfisins var þó öll til þeirra sem meira þurftu á að halda. Sum nýmæli þessa frumvarps voru mörgum tryggingaþeganum til verulegra og afgerandi bóta, en helztu bótaliðum trygginganna haldið og það þá um leið helzti ókosturinn. Vitanlega er það vandaverk að endurskoða þennan viðkvæma mála- flokk svo vel fari á flestan veg. Vitanlega er einföldun augljóslega til mikilla bóta, en ýmsa þætti þarf þó vel að skoða áður en þeir bótaflokkar eru sameinaðir í einn sem nú hafa í dag hver sína sjálfstæðu tekjuviðmið- un til skerðingar. En svo erfitt er ýmsum orðið að rata um völundarhús þessa villugjama kerfis, að einföldun ein gæti orðið til mikilla bóta. Það er hins vegar nauðsyn mest að nýta tækifærið um leið og endur- skoðun og uppstokkun fer fram að færa til þeirra helzt sem þurfa mest á að halda. Það er líka unnt að hagræða og spara á vissum liðum um leið svo ekki verði af sá útgjaldaauki, sem menn óttast. Misnotkun í tryggingakerfinu er án efa einhver og uppræting hennar mikil nauðsyn. Sú sem mest hætta er á að þrifist fái snýr að sambúð fólks og um leið kemur að þeirri megin- spurningu hver áhrif tekjur maka eigi að hafa á bætur tryggingaþegans. Mín sannfæring nú er sú að þau áhrifeigi sem allra minnstað vera, einfaldlega vegna þess að þetta er spurning um grundvallarmannrétt- indi. Það að hver megi lifa við þá reisn að hafa sjálfstæðan efnahag, óháðan makatekjum og enn frekar það að hver einstaklingur á rétt til þess að samfélagið komi eðlilega og refjalaust til móts við hann eftir að vinnuþrek hefur þorrið, tekjumöguleikar minnk- að. En vissulega þarf einnig að gæta þess, að hver sá sem aleinn stendur uppi í erfiðri lífsbaráttu án alls stuðn- ings og hagræðis af sambúð við annan einstakling gjaldi einskis við gjörðir af því tagi, að makatekjur hafi ekki þau áhrif sem þær hafa í dag. Það atriði frumvarpsins sem full- búið var á sinni tíð sem merkilegast var að mörgu leyti varðaði umönnun- arbætur, ekki þær sem nú gilda í dag til foreldra fatlaðra bama, heldur bein- línis til þeirra sem annast kynnu að vilja fatlaða fullorðna eða aldraða heima. Hagurinn miðað við dvöl þessara einstaklinga á opinberu heimili eða stofnun er alveg ótvíræður fyrir alla aðila máls, ekki sízt hið opin- bera. Vissa mín er sú að af þessari skip- an mætti innleiða allnokkurn spamað til lengri tíma litið og augljóst ætti að vera að fyrir viðkomandi einstakling er hagurinn og heillin yfir efa hafin. En eitt verður að vera alveg ljóst þeim sem endurskoða ætla svo vandasöm útfærsluatriði, breyta þar og bæta, að án fulls samráðs og samstarfs við sam- tök fatlaðra er slíkt óhugsandi. Breyt- ingar í tilskipanadúr, utan og ofan frá eiga ekki að fyrirfinnast. Öryrkja- bandalag Islands er ævinlega albúið til að koma hér vel að verki og vinna að sem bezt. Almannatryggingakerfi einfaldara og skilvirkara með enn meiri jöfnuði innbyggðum er allra nauðsyn. Ibrennidepli bandalagsins, hvað innra starf varðar, er sú stefnu- mótun sem nú er verið að vinna að undir styrkri stjóm Emils Thoroddsen framkvæmdastjóra Gigtarfélagsins. Ætlunin er að vinna upp markvissa og mótandi stefnuskrá fyrir banda- lagið, þar sem tekið verður á öllum þeim helztu atriðum er þennan mála- flokk varða og bandalagið beitir sér fyrir, jafnt inn á við sem út á við. Hér er um mikið vandaverk að ræða, svo allir megi una sem bezt, því málaflokkurinn er víðfeðmur og taka þarf tillit til jafnt heildar sem einstakra hópa sem hafa sínar ólíku þarfir sem þrár. Að verkinu koma fulltrúar allra félaga bandalagsins sem næga breidd í viðhorfum og áformum öllum ætti að tryggja, enda þarf um slíka stefnu- skrá góða sátt, jafnt um markmið sem orðalag allt. Við lifum á tímum umróts og ær- inna breytinga og einnig það á við um málefni fatlaðra. Engu að síð- ur má ætla með allnokkurri vissu að meginmál s.s. kjara- og réttindamál hvers konar verði áfram á þann veg, að vökullar baráttu og árvekni góðrar til varnar og sóknar verði alltaf þörf. Stefnuskrá bandalagsins mun vonandi verða framsækin og raunsæ í senn, því það tvennt þarf í hendur að haldast ef árangur á af að verða. Hún verður vonandi einnig upp- spretta baráttutækifæra, vopn gott í framtíðarbaráttu bandalagsins fyrir bættum hag fatlaðra á landi hér. Þá verður af henni það gagn helzt sem allir vænta, sem að vinna. Á haustdögum mun uppskeran í hús borin og við horfum til þess með vonglaðri tilhlökkun að öllum þyki sem ávöxtur iðjunnar hafi orðið sem allra beztur. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.