Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Síða 3
• • / Haukur Þórðarson form. OBI: SKREFIN FRAMUNDAN Með ákvörðun aðalfundar Öryrkjabandalags ís- lands árið 1997 um að koma á fót fimm málefnanefndum mótaði bandalagið verkefna- og framkvæmdaáætl- un varðandi fimm tiltekna mála- flokka sem lengst af hafa verið í brennidepli og með því á vissan hátt skipað þeim í forgang. Ekkert óeðlilegt við það en hinu má ekki gleyma að aðrir knýjandi málaflokkar, og þeir ófáir, koma ekki síður til sögunnar þegar fjallað er um tilveru og lífsbaráttu öryrkja, og vík ég að því síðar. Þessir fimm málaflokkar lúta að búsetu fatlaðra, atvinnu þeirra, menntun, félagslegri þátttöku og trygginga- kjörum. Á nýafstöðnum aðalfundi ÖBÍ skiluðu málefnanefndirnar yfirliti um stöðuna í málaflokkunum, greindu aðalatriði, komu með ábendingar og skiluðu tillögum. Allt í takt við það sem tíðkast um vinnulag félags- samtaka á borð við ÖBÍ og ekkert nema gott um það að segja. Hitt vitum við mætavel að erfiðasti kafli leiðarinnar er sá að koma hlutunum í framkvæmd, að feta slóðann frá hug- mynd að veruleika. Við Islendingar metum mikils hugmyndasmiði og höfum þá í hávegum. Ekki síður mikilvægir eru smiðir veruleikans. Við dáum hugsjónamenn en athafna- manna þörfnumst við ekki síður. • • Oryrkjabandalaginu er skylt samkvæmt lögum þess “að koma fram fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum aðilum í hvers- kyns hagsmunamálum svo sem varð- andi löggjöf og framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt fatl- aðra”. Áðurnefndir fimm málaflokk- ar eru á meðal brýnustu hagsmuna- málanna og mun stjórn bandalagsins og framkvæmdastjórn vinna kapp- samlega að framgangi þeirra í sam- vinnu við málefnanefndirnar. Aðildarfélög ÖBÍ setja sér mark- mið varðandi hagsmuni félaga sinna og stefna þau án efa í sömu eða svip- aða átt og markmið bandalagsins. Megintilgangurinn með stofnun ÖBI á sínum tíma var sá að sameina kraft- ana sem er enn í fullu gildi. Tala meðlima aðildarfélaganna er misjöfn og hið sama á við um efnahaginn. Þar fyrir utan er ekki óhugsandi að aðildarfélög taki í “fóstur” ákveðna málaflokka, vinni að tilteknum mál- efnum í samvinnu við ÖBI. Þannig verklag er vissulega ekki óþekkt innan bandalagsins. Auk títtnefndra fimm málefna- flokka er fjöldi annarra sem skipta fatlaða miklu máli. Með því að gangsetja málefnaflokkana fimm er ÖBI síður en svo að ýta öðrum málefnum til hliðar. Má þar t.d. nefna umferðar- og aðgengismál í víðum skilningi en að þeim hafa ýmis aðildarfélög unnið með góðum árangri. Það má nefna málefni hæf- ingar og endurhæfingar í samvinnu við ýmsa aðila. Þá vil ég einnig minna á verkefni sem sérlega eru tiltekin í lögum bandalagsins fólgin í því “að starfrækja upplýsingaskrif- stofu fyrir öryrkja” og “að annast samstarf og tengsl við félagasamtök erlendis er vinna á líkum grundvelli og hagnýta reynslu þeirra í þágu bandalagsins”. Loks vil ég kasta fram þeirri skoðun minni að full ástæða sé til að kanna og kortleggja það ferli sem á sér stað þegar öryrki eldist. Gerist öldrun öryrkja með öðrum hætti en hjá þeim sem komast til efri ára án tiltakanlegra heilsufarsáfalla? Eg tel svo vera og hef sjálfur margoft fylgst með áhrifum öldrunar meðal þeirra sem hafa lengi búið við t.d. skerta ADL færni, þar með talda hreyfi- færni, og skerta andlega burði. Að lokum: Bestu kveðjur frá stjórn ÖBÍ til aðildarfélaganna og allra meðlima þeirra með ósk um farsælt starf framundan. Haukur Þórðarson formaður ÖBI. Haukur Þórðarson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.