Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 31
Ásta B. Þorsteinsdóttir flytur ávarp á útifundi á Austurvelli.
viðurkenna að hún leiddi baráttuna á
þessum árum og mótaði mjög störf og
stefnu beggja samtakanna. Hún var
vel máli farin, skelegg og lét ekki
undan fyrr en full rök höfðu verið
færð fyrir því að öðruvísi skyldi vinna
en hún taldi vænlegast.
Þegar ákveðið var að endurskoða
lög um málefni fatlaðra í lok 9. áratug-
arins var samtökum fatlaðra einungis
gefinn kostur á að skipa einn fulltrúa
í endurskoðunarnefndina. Undirritað-
ur fékk því Framsóknarflokkinn til
þess að skipa sig í nefndina og
Alþýðubandalagið skipaði Helga
Seljan.
Hins vegar þótti sjálfgefið að sam-
eiginlegur fulltrúi Þroskahjálpar og
Öryrkjabandalagsins yrði Ásta B.
Þorsteinsdóttir. Og enn var það svo
að hún leiddi þá hugmyndafræði sem
mótuð var innan nefndarinnar með
rökfestu sinni og víðtækri þekkingu.
Eftir að ég hætti afskiptum af
málefnum fatlaðra í árslok 1993 lágu
leiðir okkar Ástu saman í bæjarmálum
á Seltjarnarnesi, en hún var vara-
maður Bæjarmálafélags Seltjarnar-
ness í félagsmálaráði bæjarins. Þegar
hún gekk opinberlega til fylgis við
Alþýðuflokkinn brá ýmsum í brún, en
sennilega hefur þessi ákvörðun henn-
ar verið rétt. Henni hefði vafalaust
tekist að sveigja flokkinn enn frekar
til fylgis við málstað fatlaðra og hún
var óumdeildur málsvari þeirra á
Alþingi á meðan hún sat þar. Stundum
kastaðist í kekki með henni og
ósvífnum ráðherrum núverandi ríkis-
stjórnar, en Ásta efaðist mjög um heil-
indi þeirra í málefnum fatlaðra.
Nú þegar Ásta er kvödd hljóta
menn að hugsa til þess jafnaðar og
mannréttinda sem hún barðist fyrir.
Hvernig skyldi henni hafa orðið við
að heyra þau orð formanns Framsókn-
arflokksins, sem féllu á Alþingi fyrir
skömmu, að alltaf væru einhverjir á
íslandi sem ættu bágt. Ásta trúði því
ekki að öryrkjar ættu bágt öðrum
fremur. Hún vissi að með réttum við-
horfum og góðri aðstöðu er hægt að
bægja burt ýmsum bágindum. Bág-
indin þurfa ekki að stafa af fötlun eða
örorku. Hins vegar búa þeir stjórn-
málamenn við andleg bágindi sem
treysta samborgurum sínum ekki bet-
ur en svo að þeir varpa því fram í
umræðum um hagsmunamál fatlaðra,
að alltaf séu einhverjir, sem eigi bágt.
Það væri í anda Ástu B. Þorsteins-
dóttur að menn tækju höndum saman
og brytu á bak aftur þetta bágindatal
stjórnmálamanna og þau viðhorf sem
felast í þeim. Hafi stjórnmálamenn
áhuga á að bæta kjör og aðstöðu sam-
borgaranna þarf það að gerast á öðrum
forsendum en þeim að líkna þeim sem
bágt eiga. Til þess þarf hugrekki og
víðsýni. Þessa eðlisþætti hafði Ásta í
ríkum mæli. Henni var hins vegar
skammtaður of naumur tími til starfa
hér ájörð.
Arnþór Helgason
fyrrum formaður
Öryrkjabandalags Islands
Frjálst val
Ég get ekki hitað heilann,
svo hugurinn fari af stað,
eitthvað útí bláinn,
að elta ég veit ekki hvað.
Sem hægt er að hafa til
smíða,
í háfleyg og göfug Ijóð,
sem af virtum og vísum
mönnum,
verða metin góð.
Svo ég ætla að leggjast í
leti,
og láta allt fara sinn veg,
því hvíldin er þeim óþreyttu,
þörf og dásamleg.
Jón Þorleifsson.
Kærur
og kvartanir
Afar víða er fróðleik að finna sem
á einhvern veg varða okkar mál.
Eitt þeirra mála sem mjög hafa í
umræðu verið eru kvartanir og kærur
til landlæknisembættisins vegna
“meintra mistaka” eða samskipta-
örðugleika.
í nýju riti landlæknisembættisins
er um þessi mál fjallað: Fylgirit við
heilbrigðisskýrslur nefnist það. Sam-
an hafa tekið Ólafur Ólafsson land-
læknir og Matthías Halldórsson
aðstoðarlandlæknir.
Samtals hafa slíkar kærur og kvart-
anirverið 1546áárunum 1991-1997
að báðum meðtöldum, flestar á árun-
um 1994 og 1995 eða 271 og 268.
Flest málin varða “meint mistök” eða
samtals 750 á þessum árum.
Kvartana- og kærumál sjúklinga
eru staðfest í 20-35% tilfella og það
virðist svipað og í nágrannalönd-
unum. Eitt vekur athygli umfram ann-
að en það er að hlutfall lækna er sviptir
hafa verið leyfi í kjölfar kvartana er
hærra á íslandi en í nágrannalöndum.
Annars eru engin tök hér að gjöra
skil þeim gagnlega fróðleik sem fylgi-
rit þetta geymir, en þetta látið nægja.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
31