Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Page 40
Síminn frá Nokia skoðaður grannt.
MANNRÉTTINDI
HEYRNARLAUSRA
Laugardaginn 3. okt. sl. var
haldið hið myndarlegasta
málþing um mannréttindi
heyrnarlausra. Þingið var haldið í
Háskólabíói, var vel sótt og tókst
hið besta, en málþingsboðandi var
Félag heyrnarlausra. Formaður
félagsins, Berglind Stefánsdóttir,
sem vel að merkja er einnig skóla-
stjóri Vesturhlíðarskólans, setti
þingið og bauð fólk velkomið. I
ávarpi sínu minnti Berglind á hin
brýnu baráttumál félagsins, mann-
réttindamálið mesta þó að fá tákn-
málið viðurkennt sem móðurmál
eða fyrsta mál heyrnarlausra. For-
maður Heimssamtaka heyrnar-
lausra, Liisa Kauppinen, forfallað-
ist á síðustu stundu, en erindi
hennar var flutt af Berglindi. Hún
lagði áherslu á hin ýmsu réttindi
sem mannréttindasáttmálar fælu í
sér og ættu að tryggja möguleika
heymarlausra til eðlilegrar þátttöku
í samfélaginu s.s á félagslega
sviðinu, í atvinnumálum, menntun
og menningu ekki hvað síst. Þekk-
ingaröflun sem greiðust treystir
þroskann og gerir alla betur færa
um aðlögun alla að samfélaginu,
ekki síst heyrnarlausa.
Þetta var í raun hinn rauði þráður
í máli manna og Ragnar Aðalsteins-
son hrl. og formaður stjórnar
Mannréttindaskrifstofu íslands
flutti erindi og spurði svo áleitinnar
spurnar sem þeirrar: “Njóta heyrn-
arlausir á Islandi mannréttinda?”
Erindi hans verður hér birt.
Sigríður Anna Þórðardóttir
alþm. og formaður starfshóps ríkis-
stjórnar um mál heyrnarlusra flutti
erindi: “Málefni heyrnarlausra og
daufblindra.”
Hún ræddi hin ýmsu réttinda-
mál heyrnarlausra sem
fyllsta skilnings nytu en fram-
kvæmd fylgdi oft ekki í kjölfarið.
Hún vildi festa sem flest þeirra
rækilega inn í almenna réttinda-
löggjöf, en lýsti efasemdum um
réttmæti þess að lögleiða táknmálið
sem slíkt. Mestu máli skipti að
framkvæmd væri sem allra best og
hennar ættu heyrnarlausir að njóta.
Camilla Mirja Björnsdóttir,
nemandi í MH. kynnti sína: “Fram-
tíðarsýn”. Menntun og víðtæka
þekkingu setti hún á oddinn, gera
þátttöku fatlaðra hvarvetna eðlilega
og sjálfsagða.
Hún bar saman aðstöðu og
aðstæður heyrnarlausra hér og í
þeirn tveim þjóðlöndum sem hún
hafði búið í og kvað okkur langt á
eftir í alltof mörgu.
I pallborði á eftir sátu frummæl-
endur, aðrir en Camilla og bar
margt á góma.
Lögleiðing táknmáls einkum
rædd, ágæt þátttaka var úr salnum,
mest heyrnarlausra, en einnig
heyrnardaufra sern heyrandi. Túlk-
un í sjónvarpi eðlilega rædd, einnig
nauðsyn þess að heyrnarlausum
verði gert kleift að fylgjast með
tækninni sem best m.a. hvað varð-
aði samskipti í síma. Spurningin
um hvort heyrnarlausir væru fatl-
aðir eða málminnihlutahópur einn-
ig rædd og Ragnar sagði að heyrn-
arlausir væru hiklaust fatlaðir með-
an táknmálið gilti ekki betur en
þetta í samfélaginu og öll túlkun af
alltof skornum skammti. Undirrit-
aður stýrði þessu málþingi sem
honum þótti til fyrirmyndar í
mörgu.
I anddyri biðu manna góðar veit-
ingar, þar fór fram kynning á félag-
inu, Samskiptamiðstöð og Hátækni
kynnti símann — Nokia 9000.
Megi sjálfsögð mannréttindi
heyrnarlausra verða virt með þeirri
nauðsynlegu forsendu að táknmálið
verði viðurkennt með lögum.
H.S.
40