Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Qupperneq 41
Stefnumotun 1
málefnum geðsjúkra
Ageðheilbrigðisdaginn 10.
okt. sl. var kynnt skýrsla
starfshóps sem vann að
stefnumótun í geðheilbrigðismálum.
Starfshópurinn var skipaður af Ingi-
björgu Pálmadóttur heilbrigðis- og
tryggingaráðherra í febrúar 1997.
Formaður starfshópsins var Tómas
Zoega yfirlæknir en aðrir voru skv.
tilnefningum hinna ýmsu aðila: Eydís
Sveinbjarnardóttir, Guðný Anna Arn-
þórsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir,
Hrefna Ólafsdóttir, Margrét Margeirs-
dóttir, Oddi Erlingsson, Ólafur Ó.
Guðmundsson, Pétur Hauksson, Sig-
mundur Sigfússon og Vilmar Peder-
sen. Starfsmaður hópsins var Jón
Sæm. Sigurjónsson.
Skýrslan er hvorki meira né minna
en yfir 280 bls. í A4 og firna mikinn
fróðleik þar að finna um hinar ýmsu
hliðar þessara mála. Samstaða var
innan hópsins um að leggja sérstaka
áherslu á málefni barna og unglinga
sem eiga við geðsjúkdóma að stríða.
Nauðsynlegt er og að sinna sérstak-
lega fullorðnum einstaklingum sem
eiga við langvinna geðsjúkdóma að
stríða.
ítarlegur kafli er um áfengi og
önnur vímuefni og þann viðbótar-
vanda sem þar er við að fást. Sérstak-
lega er einnig fjallað um þjónustu
hinna þriggja geðdeilda sem starf-
ræktar eru á landinu. Fjöldi innlagna
á geðdeildir hefur aukist en meðal-
legutími styst.
Aðrir kaflar skýrslunnar fjalla t.d.
um niðurstöður íslenskra far-
aldsfræðilegra rannsókna, tíðni geð-
raskana, algengi þeirra og nýgengi og
sjúkdómslíkur, eins eru niðurstöður
athugana á þjónustu héraðs- og fjórð-
ungssjúkrahúsa við geðsjúka, um
heilsugæsluna og hennar mikilvæga
hlutverk.
Fjallað er um sjálfsvíg sérstaklega
svo og afleiðingar ofbeldis og áfalla.
Annars segja kaflaheitin þ.e. meg-
inkaflarnir nokkuð til um efnið enda
engin leið hér að gera svo viðamikilli
og vandaðri skýrslu skil.
Stefnumótun
í málefnum geðsjúkra
Skýrsla starfshóps scm
Inglbjörg Pálmadóttlr
hcilbrigðis og tryggingamáJaráðherra
skipaði
10. októbcr 1998
Forsíðan.
Kaflaheitin eru: Geðsjúkdómar.
Geðlækningar á sjúkrahúsum. Aðrar
stofnanir er sinna geðsjúkum. Sér-
stakirhóparmeðgeðsjúkdóma. Þjón-
usta við fullorðna með langvinna geð-
sjúkdóma. Lög er varða þjónustu við
geðsjúka. Réttargeðlækningar.
Sérhæfður mannafli sem sinnir
geðsjúkum. Frjáls félagasamtök.
Aðstandendur. Kennsla og rann-
sóknir.
Skýrslan er greinilega afar vel
unnin og í henni geysilegur fróð-
leikur um þessi mál, sem raunar oft
eru tekin í víðara samhengi, svo hinn
almenni fróðleikur er einnig mjög
yfirgripsmikill m.a. má þar finna
glöggt yfirlit um hvað gert er, hvað
Hlerað í hornum
Þau bjuggu öll í sama húsi, afinn og
amman, pabbinn og mamman og litlu
börnin þeirra og fór vel á með öllum,
einkum var kært með yngsta syninum
og afanum. Svo dó nú afinn og þegar
kistulagning fórfram kom sá litli fram
í stofu með sparibaukinn sinn og vildi
endilega láta afa hafa hann með sér í
kistuna.
“Hann afí verður að hafa peninga með
sér til að geta keypt sér bjór”, sagði
sá litli.
helst vantar og svo eru tillögur til
úrbóta eftir hvern kafla og þar kennir
margra grasa. Sem dæmi má nefna:
Tryggja jafnræði geðsjúkra og annarra
sjúklinga. Aukið verði vægi geðheil-
brigðisfræða í grunnmenntun allra
heilbrigðisstétta. Starfshópur verði
stofnaður þar sem fulltrúar frá stærstu
geðdeildunum og fulltrúi frá Geðhjálp
leggi línurnar við að móta og þróa
raunhæfa þjónustu fyrir aðstandendur
geðsjúkra á Islandi sem verði að fullu
komin til framkvæmda árið 2002.
Setja þarf skýrar reglur um takmark-
anir á notkun gæsluvarðhalds vegna
alvarlegra heilsufarslegra afleiðinga
þess, o.s.frv. Aðeins er hér drepið á
örfá atriði sem ættu að vekja forvitni
fólks að fá fleira numið af fræðum
þessum.
arna er á einum stað býsna altæk-
ur fróðleikur um geðheilbrigðis-
vandamál í víðri merkingu og í þá
smiðju dýrmætt að leita. Mestu
skiptir þó að framkvæmd fylgi í
kjölfarið enda til lítils að gjöra góðar
tillögur um þessi erfiðu og viðkvæmu
mál að afar vel athuguðu máli, ef ekki
er aðhafst í samræmi við það í fram-
haldinu.
En sem sagt. Sjón er sögu ríkari
og full ástæða til að hvetja fólk til að
kynna sér þessa ljósu og yfirgrips-
miklu samantekt. Hafi þau sem að
komu heila þökk fyrir vandað og vel
unnið verk.
H.S.
Prestur hélt að það væri nú óþarfi, það
væri nú ekki mikill bjórtil áhimnum,
líklega alls enginn bjór. Þá sagði sá
litli: “Ja, ef hann afi færengan bjórá
himnum, þá stoppar hann ekki lengi
þar”.
oooooo
Þau bjuggu nálægt hvort öðru, nokkuð
afskekkt og hún reyndi allt sem hún
gat til að ná athygli hans. Einu sinni
sagði hún: “Þú verður að koma strax
yfir til mín ef ég breiði hvítt lak á
útidyrahurðina. Þá hefur nefnilega
liðið yfir mig og ég ligg ósjálfbjarga”.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
41