Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1998, Blaðsíða 45
Örviðtal við Ragnar Magnússon Eins og getið var um í síðasta tölublaði Fréttabréfsins hefur Blindrafélagið komið á laggirnar trúnaðarmannakerfi þ.e. ráðið þrjá félaga sína til að veita öðrum blindum og sjónskertum og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. l.júní sl. hófu þannig þrír aðalfélagar störf og er þetta tilraunaverkefni. Ragnar Einn trúnaðar- Magnússon mannanna er Ragnar R. Magn- ússon fyrrv. form. Blindrafélagsins og þannig öllum hnútum kunnugur í hvívetna. í örstuttu viðtali við Ragnar kom fram að þau 3 hefðu verið valin úr allnokkrum hópi, en aðrir þar væru í raun á bakvakt til að leysa ákveðin viðfangsefni sem gætu hentað betur Hlerað í hornum Það var á þeim tíma sem gjaldmiðils- breytingin fór fram, tvö núll tekin aftan af eins og margir muna. A elliheimilinu Grund var mikil umræða um þetta í einum matartímanum og þá sagði ein öldruð kona: “Ekkert skil ég í þessum alþingismönnum að vera að rugla okkur gamla fólkið svona gjörsamlega í ríminu. Þeir hefðu getað beðið með þetta þangað til við vorum dáin”. oooooo Sá 75 ára fékk sér nýja konu sem var aðeins 25 ára. Vini hans leist hrein- lega ekki á þetta fyrir hans hönd, þótti aldursmunurinn of mikill og stakk því upp á því við hinn nýkvænta að hann ætti nú að prófa að bjarga þessu með því að fá sér leigjanda. Hinn tók vel í það og svo leið og beið og þá hittust vinirnir aftur og spurt var hversu gengi: “Hvernig hefur unga konan það?” “Takk fyrir, alveg ágætt, hún er orðin ólétt”. “En fékkstu þér leigjanda?” “Já, já, hún er ólétt líka”. hjá þeim, en á það hefur mjög lítið reynt ennþá, enda málið nýtt og áhersla lögð á að þessir 3 öðlist svolitla reynslu sem unnt verði svo að byggja á. Fyrir allan hópinn er svo ætlunin að halda tvö námskeið á ári. Ragnar kvað þó nokkra hafa leitað til trúnað- armannanna m.a. með erfiðleika vegna sjónmissis, þeim hefði verið reynt að veita sem bestan andlegan stuðning og um leið upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er fyrir blinda og sjónskerta. Ragnar sagði reynsl- una eiga eftir að sannast betur síðar, en vissulega tæki nokkurn tíma, jafn- vel misseri að skapa þessari skipan verðugan sess í heilbrigðisgeiranum og virkja þennan möguleika. etta er sjálfboðaliðsvinna, allur útlagður kostnaður greiddur og örlítil þóknun. Fjárveiting til þessa fékkst frá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti fyrir fyrstu sex mánuðina og vonandi yrði þar á framhald. Ragnar segir hins vegar að nú þeg- ar hafi þau fundið verulega fyrir gagn- semi þessa en þau hafa m.a. verið mikið í því að hringja í eldri félaga sem á félagaskrá eru — á annað hundrað við góðar undirtektir. Athug- að er hvernig gengur hjá þessu fólki, hvort það fær þá þjónustu sem því ber og um leið er það hvatt til félagslegrar þátttöku o.þ.h. Ef til koma atriði sem betur mega fara þá koma trúnaðarmenn þeim til skila til félagsráðgjafa Blindra- félagsins. Ragnar tók fram að allt sem fram færi milli trúnaðarmanns og viðmæl- anda væri að sjálfsögðu trúnaðarmál. Ragnar sagði það sína tilfinningu að þetta væri mjög jákvætt, þau hefðu greinilega orðið vör við þörfina, þau hefðu sannarlega hitt á einstaklinga sem bæði þurftu upplýsingar og ekki síður andlegan stuðning. Hver einstaklingur er mikilvægur, voru lokaorð Ragnars sem vel er þakkað viðtalið. H.S. Til Sjálfsbjargar Farsæl saga fjögurra tuga fögnuð vekur í dag. Ekkert létu menn böl sig buga bjartsýnis kveðið lag. Frumherjar áttu þá dáð að duga með drauminn um betri hag. Áfram skulu menn eiga í hjarta eld og baráttuþor. Dáðríka von og drauma bjarta drauminn um ylríkt vor. Megi Sjálfsbjörg merkinu skarta og marka framtíðarspor. Flutt á afmælishátíð 1. nóv. sl. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.