Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 4. tbl. 13. árgangur Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HELGI SELJAN Setning: RAGNA ATLADÓTTIR Umbrot og útlit: GUÐMUNDUR EINARSSON Prentun: STEINDÓRSPRENT-GUTENBERG Mynd á forsíðu: BJÖRN G. EIRÍKSSON Frá ritstjóra Þegar ritstjóri fylgir nú úr hlaði fimmtugasta og öðru tölublaði Fréttabréfsins, sem þá jafnframt er það síðasta í hans umsjá, þá gjörir hann það með gleði og söknuði í senn. Gleði yfir því hversu þó hefur til tekist um leið og saknað er þess að hafa ekki lengur af því yndi sem erfiði að mega klæða þetta afkvæmi sitt í eins góðan búning og unnt hefur verið hverju sinni. Hugur reikar til vangetu og vanefna upp- hafsáranna og vissulega hefur afkvæmið komist til nokkurs þroska. Enginn efi er þó á því að öðruvísi og betur hefði margt mátt gjöra og tjáir lítt að tauta um það nú við leiðarlok. Fréttabréf heitir málgagnið og vissa ritstjóra þó sú að þangað megi margan mætan fréttafróðleik sækja seinna meir. Innst í huga mínum nú eru þakkir til hinna ótalmörgu er þarna hafa lagt sitt góða lið, bæði í efni sem öðrum verkum. Þar búa margar vinnustundir margra að baki. Samstarfsfólki mínu, bæði í forystu og á skrifstofu eru færðar inni- legar þakkir, þeim sem að setningu unnu, Rögnu Atladóttur þó sér í lagi, færi ég góðar þakkir, umbrotsmanninum ágæta, Guðmundi Einarssyni eru alúðarþakkir færðar svo og þeim í prentsmiðjunni, Gísla Ragnari Gíslasyni sérstaklega. Og þá er ekki annað eftir en að þakka ánægjulegan tíma ærinna anna og vona að blaðið blómgist bærilega. Má vel vera að ég gægist áfram í horn og hleri. Framundan er hátíð lífs og ljóss, fæðingarhátíð meistarans mikla sem mat alla menn jafna. Megi helgi hátíðar færa ykkur öllum frið og fagnaðarríka tíð. Megi fyrsta ár nýs árþúsunds færa ykkur farsæld og gleðiríka gæfu. Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra....................................2 Rýrnun kaupmáttar................................3 Mótaði nýjan Reykjalund..........................4 Lifað með MND...................................10 Framkvæmdastjóri kvaddur........................11 Geðvernd fyrir heilbrigða.......................12 Daufblindrafélag íslands styrkt.................14 Flogaveiki út úr skugganum......................15 Aðalfundur ÖBÍ..................................16 Lögfræðiþjónusta ÖBI............................19 Mæt kona mikillar annar.........................20 LAUF sótt heim..................................22 Baráttufundur Átakshóps öryrkja.................23 Víðsýn í Svíþjóð................................24 Ályktun aðalfundar ÖBÍ..........................25 Um bakvandamál..................................26 Stuðningshundar heyfihamlaðra...................28 Tilfærsla málefna öryrkja.......................28 Snjallar lausavísur.............................29 Blekking forsætisráðherra.......................30 Frá Landssamtökum hjartasjúklinga...............32 Dvöl í sumarbústað..............................34 Systraljóð......................................35 Af stjórnarvettvangi............................36 Bernskunnar blíðu jól...........................37 Hlerað.........19 21 23 27 29 37 41 43 49 54 56 57 Kaffi upp á krít...............................38 Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn..............42 Dagþjónustan að Gylfaflöt......................44 Þrjú smáljóð...................................45 Frá Geðhjálp...................................46 Kynning framkvæmdastjóra.......................46 Með austangjólunni.............................47 Adl og umferli.................................48 Ákall á aðfangadag.............................49 Fróðleikskorn frá Neistanum....................50 Ljóðmæli 2000..................................51 Tvær góðar.....................................51 Frá Klúbbnum Geysi.............................52 Um rétt öryrkja................................52 Fyrstu jólin mín að heiman.....................53 Ég er að velta því fyrir mér...................53 Stjórn ÖBÍ.....................................54 Stökur.........................................54 Kærkomin sending...............................54 Skriftamál í skýrslu stað......................55 Apinn og farandsalinn..........................55 FráFAAS........................................55 Nýr framkvæmdastjóri ÖBÍ.......................56 Frá Samtökum sykursjúkra.......................56 Baráttuljóð....................................57 Meinleg myndamistök............................57 í brennidepli..................................58 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.