Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 43
næst var svo ganga mikil frá Hallgríms- kirkju niður að Ráðhúsi Reykjavíkur. Allmikill fjöldi var í göngunni og nýmælið það að menn settu bréfpoka á höfuð sér - hauspoka - og gengu þannig sem leið lá niður i Ráðhús. Er þangað var komið tóku menn ofan pokana og brenndu þá á báli - at- höfnin táknræn gagn- vart þvi að bera með sér fordóma og fá þeim síðan eytt, enda var sagt: Með hauspoka gengum við hingað á fund og hentum á bál - nú var lag. Við fordómum eyðum og fagnandi lund skal framtíðar beðið í dag. Samkomuna í Ráðhúsinu sótti mikill fjöldi eða á ijórða hundrað manns. Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarljarðar lék fyrir dyrum úti og gladdi geð manna, en trommuleikari frá lúðrasveitinni sá um að menn héldu sæmilegum takti í göngunni. Samkoman hófst með því að Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari lék tvö lög við undirleik Guðríðar Sigurðar- dóttur og var þeim stöllum vel fagn- að. Helga Matthildur Jónsdóttir hjúkr- Séð yfir salinn. unarfræðingur hjá Heilsuvernd ehf. flutti þessu næst erindi er bar heitið: Líðan á vinnustað. Hún ræddi hinar ýmsu innri sem ytri aðstæður á vinnustað þar sem jákvæðni, tillits- semi og gagnkvæm virðing yrði að ríkja. Fullur trúnaður yrði að vera, uppbyggjandi ætti starfið að vera, lagði áherslu á þýðingu góðs sjálfs- mats sem mjög miklu skipti. Hún ræddi einnig um kulnun í starfi, sem yrði að fyrirbyggja sem best. Erindið var hið fróðlegasta og flutt á ljósu og lifandi máli. Þá léku þær Auður og Guðríður aftur tvö lög og hrifii salargesti með sér í töfrandi tónaflóði. Jón Sigurgeirsson frá Klúbbnum Geysi flutti hið athyglisverðasta erindi er hann nefndi: Hugmyndafræði Geysis fyrir heilbrigða en það er birt hér í heild sinni í blaðinu. Þá var svifið á vængj- um söngsins af þeim Bergþóri Pálssyni og Helga Björnssyni við undirleik Kjartans Valdi- marssonar og fengu þeir einstaklega fagnaðarríkar viðtökur. Síðast kynnti svo Héð- inn Unnsteinsson verk- efnisstjóri Geðræktar verkefnið, brá upp glærum með myndum af heimsþekktu fólki sem átt hafði við geðraskanir að stríða og sagði um leið Ijóslega frá verkefninu. Heilsu- rækt er hvoru tveggja í senn líkams- rækt og geðrækt. Undirritaður stjór- naði þessari frábæru samkomu sem fór einkar vel fram og var öllum sem að stóðu til sanns sóma. Ýmislegt annað mun hafa verið gjört í tilefni dagsins m.a. á listasviði en nóg sungið að sinni. Dagurinn heppnaðist sérstaklega vel, veðrið lék við fólk og eitt Ijóst: Fordómarnir eru á hröðu undanhaldi, nú er að fá rekið flóttann. H.S. Hlerað í horimm Hann var 18 ára og var að fara í fyrsta sinn út með kærustunni að borða. “Og hvað borðuðuð þið svo?”, spurði móðirin þegar hann kom heim. “Ég fékk mér spaghetti, en hún eitthvað sem kostaði þrjú þúsund kall”. Starfsmannastjórinn við ungan mann sem er að sækja um stöðu: “Við viljum fá ábyrgan mann til að gegna þessu starfi”. “Þá er ég rétti mað- urinn. Þar sem ég var síðast var alltaf sagt að ég væri ábyrgur ef eitthvað fór úrskeiðis”. “Af hverju er konan þín alltaf að Iyfta lóðum?”, spurði Jón. “Hún vill verða unglegri”, svaraði Gunnar. “Já, og finnst þér það hafa tekist”. “Ég veit nú ekki alveg. Aður leit hún út eins og fertug kona en nú er hún eins og þrítugur karlmaður”. * ** Alþingismaðurinn kvartaði yfir því við konu sína að hún hefði heldur betur farið yfir á krítarkortinu. “Og þú kvartar. Varstu ekki í gær að greiða ijárlögunum atkvæði?”. *** Þeir voru skólabræður frá gamalli tíð presturinn og kaupmaðurinn og þegar kaupmaður flutti í sóknina til klerks þótti honum við hæfi að bjóða honum heim. Hann bauð klerki fyrst sígarettu en klerkur sagði: “Ég reykti einu sinni svona sigarettu og það gjöri ég aldrei aftur”. Þá bauð kaup- maður klerki vindil en hann sagðist einu sinni hafa reykt einn slíkan og gjörði það aldrei aftur. Þá bauð hann honum koníaksstaup en klerkur hafði sömu formúlu og fyrr, eitt staup einu sinni og síðan ekki söguna meir. Þá varð kaupmanni að orði: “Ja, nú skil ég af hverju þið hjónin eigið bara eitt barn”. Prestur einn nyrðra jarðsöng aldraðan mann en svo vildi til að viku síðar þurfti hann að jarðsyngja dótturson þess aldraða. Prestur hóf ræðu sína svo: “Jæja, þá höldum við áfram þar sem frá var horfið”. Maður kom á bæ einn síðla kvölds og beiddist gistingar. Húsfreyja bar fyrir hann afganga frá kvöldmatnum með þessum orðum: “Blessaður kláraðu þetta. Ekki vill hundurinn það”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.