Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 57

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 57
Kristján Árnason Skálá: Baráttuljóð Auðhyggjan drottnar með vaxandi völd vei þeim er getur ei hlaupið. Er takmarkið glæsta þá græðginnar öld? Er gullið hið verðmesta kaupið? Er ofneysluhvötin svo ágeng og heit, að annað þá gleymist að virða? En vanmáttkir gangi sem “gaddhross” á beit, góðærismola að hirða? Látið ei “Góðærið” glepja ykkur sýn, svo gleymið hver annan að styðja, þá verður martröð er mátturinn dvín á manneldisgarðann sér ryðja! Kristján Árnason Skálá. Þetta baráttuljóð Kristjáns var lesið upp á baráttufundi Átakshóps öryrkja 2. okt. sl. við mikinn fögnuð fundarmanna og þökk. Það þakklæti berst hér með norður yfir heiðar. Meinleg myndamistök Hlerað í hornum Sá litli kom heim úr skólanum eftir fyrsta skóladaginn og mamma hans spurði hvort ekki hefði verið gaman. “Jújú það var ágætt, en ég held að ég hafi ekki staðið mig nógu vel, því ég á að koma aftur á morgun”. Yfirmaðurinn varð svo reiður eftir mistök gjaldkera síns sem var ung kona að hann hreytti út úr sér: “Mað- ur gæti haldið að þú værir með heila- búið milli fótanna”. Daginn eftir hringdi gjaldkerinn í yfirmanninn og kvaðst vera veik. Yfirmaðurinn brást við með því að spyrja hvað að amaði og það komu nokkrar vomur á ungu konuna en svo sagði hún: “Þú hlýtur að skilja það. Eg fékk nefnilega heilablóðfall”. Móðirin við vinkonu sína: “Ja, þessi æska nú til dags. Hún dóttir mín sagði mér í morgun að hún ætlaði að segja kærastanum upp í dag. En ein- mitt í þeim töluðu orðum hringir síminn og ég heyri að hún tekur fagn- andi boði urn að borða á Hótel Holt þá um kvöldið. Þegar hún kemur úr símanum er hún hin glaðasta og segir að kærastinn hafi boðið sér út í þennan fína mat og hún auðvitað sagt já. Bætir svo við eftir smástund: “Ja, ég bíð bara með að segja honum upp þar til eftir matinn”. Ég sat alveg dol- fallin eftir”, sagði móðirin. Litli sonurinn var að leika sér með flugvélina sína inni í stofunni og var að sjálfsögðu flugstjórinn. Móðir hans heyrir fram í eldhús að hann er að tala við farþegana og segir þá m.a. stundarhátt: “Og drullið þið ykkur svo út”. Móðirin fer inn í stofuna og áminnir soninn um að tala kurteislega við farþegana. Nokkru seinna heyrir hún sér til ánægju að sonurinn segir: “Góðir farþegar, gjörið svo vel að ganga út. Þökk fyrir samfylgdina og vona að þið hafið notið ferðarinnar”. En móðurinni brá þegar hann bætti við: “Og ef þið hafið yfir einhverju að kvarta þá talið þið bara við kerlinguna í eldhúsinu”. Jón við kærustuna: “Hvers vegna lokarðu alltaf augunum þegar ég kyssi þig?” “Líttu bara í spegil, þá sérðu ástæðuna”. r Isíðasta blaði Fréttabréfs Öryrkja- bandalagsins urðu ritstjóra á þau meinlegu mistök að birta ranga mynd á bls. 25 með frásögn af úthlutun úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur. Myndin var nefnilega frá úthlutun 1999 en átti vitanlega að vera frá síðustu úthlutun vorið 2000. Mis- tökin eru nú neyðarlegri fyrir það að ritstjóri er sjálfur á myndinni og þykir fólki sem honum sé farið að förlast ansi mikið, þegar hann ruglast þannig á myndum þar sem hann sjálfur er. En hér kemur sem sagt hin eina sanna, rétta mynd frá úthlutuninni 2000 og vona ég nú að öllu réttlæti sé fullnægt og fólk sem fékk úthlutun nú í ár fái séð að það hafi verið myndað. Formaðurinn, Hafliði Hjartarson hefur nefnilega alltaf séð til þess að við úthlutun væri myndavél til staðar að fanga þann hinn fríða flokk sem fengið hefur styrk hverju sinni. En ritstjóri biðst innilega afsökunar. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.