Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 3
Helgi Seljan framkv.stj. ÖBÍ: RÝRNUN KAUPMÁTTAR, BITUR RAUNVERULEIKI Hún er oft ærið undarleg urn- ræðan úti í samfélaginu um kjör öryrkja og ýmsar rang- færslur vaða þar uppi. Hálfu verra er það þó, þegar alvarlegustu rang- færslurnar eru uppi hafðar af þeim sem betur vita og verst þó alls, þegar rangtúlkun og útúrsnúningar stað- reynda koma frá þeim sem beinlínis skammta öryrkjum kjör sín og afla- hlut allan. Má vera að slæm sam- viska aftri því að sannleikur sé sagður, því vitneskjan um hina miklu neyð svo víða er örugglega til staðar, en vond eru þá viðbrögðin við skömmustunni, ef rangt er farið með um meginatriði, prósentuleikur iðkaður af blygðunarlausri óskamm- feilni og ekki einu sinni þar rétt með farið. Nýjar staðtölur trygginganna segja sína sögu og sú saga er ekki í dúr útúrsnúninga eða talnaleikfimi annarlegra útreikninga. Hvað segja þær um staðreyndir málsins? Hvað segir raunveruleikinn um prósentuna - kaupmáttaraukninguna marg- tuggðu sem allur útúrsnúningurinn snýst um? Kaupmáttur beint í bóta- tölum talinn er sá sami og 1988 eftir bullandi góðæristíð undan- genginna ára með umtalsverðri kaupmáttar- aukningu annars staðar í samfé- laginu, blessunarlega, en þá hefur hinn beini kaupmáttur bótatalnanna staðið í stað miðað við árið 1988. n þar með er svo óralangt frá því að öll sagan sé sögð, því þá verður til allra þátta að líta og þá þeirra helst sem snerta kjör öryrkja enn frekar en annarra í samfélaginu. Eigum við kannski að byrja á blessuðum skattleysismörkunum sem eru í dag víðs fjarri að verðgildi því sem þau voru 1988, enda bætur þá ekki skattlagðar vegna eðlilegra skattleysismarka. í dag eru þær rösklega skattlagðar og hver við- bótarhækkun er skattlögð um nær 40% vegna þessa. Hér fjúka nokkur hinna frægu prósenta sem flaggað er, þó við þau sé miðað svo sem æðstu HELGI SELJAN ráðamenn vilja, því ekki mótmæla þeir þó staðreyndum sem þessum eða hvað? Eigum við svo að taka húsaleigutölur raunkostnaðar 1988 og nú og bera saman. Húsaleiga meðalíbúðar 1988 og nú árið 2000, halda menn að þar sé um sambæri- legar tölur að ræða? Slíkt dettur engum í hug sem til þekkir, hafandi svimháar kostnaðartölur dagsins í dag í huga og kemur fyrir lítið þó húsaleigubætur séu teknar með í reikninginn enda þær skattlagðar að fullu. Án allra beinna útreikninga er alveg ljóst að um mikla kaupmáttar- rýrnun er óhætt að tala. Þetta vita menn eða eiga að vita. Eigum við að líta á lyf og læknis- þjónustu þar sem kostnaðarhlut- deild öryrkja hefúr verið hækkuð mjög verulega og raunar í svimháum prósentum talið, ef við vildum iðka þann ljóta leik sem landsfeður leyfa sér til hagræðingar á bitrum sann- leika. Fullyrt skal a.m.k. að ófá kaupmáttarprósent forsætisráðherra okkar myndu þurrkast út þegar kostnaðarreikningur lyfja og læknis- hjálpar yrði gerður upp. Svo mætti þá næst líta til símans sem er nú á hraðri uppleið í fasta- gjaldi, langt umfram það sem lagt var upp með til jöfnunar, þegar fritt afnotagjald var fellt niður. Þar fljúga nú út í buskann einhver prósent þegar öll kurl eru komin til grafar. En væri þá nokkuð úr vegi að líta til hreyfihamlaðra öryrkja sem 1988 nutu hagstæðra bílakaupalána og þar sem úthlutað var til þeirra 650 styrkjum árlega með mjög unandi upphæðum. Hin hagstæðu bílakaupalán eru úr sögunni, þar ráða nú hinir villtu markaðsvextir í dag. Og hvað skyldu árlegir styrkir í dag vera margir? Ekki 650 - ekki 600 - ekki 500 - heldur aðeins 455 þegar allt er talið. Og svo lesum við það hag- fræðilega útreiknað að 455 sé hærri tala en 650. Og þegar rætt er um verðgildi meirihluta styrkjanna nú og þá er um hreint hrap að tefla. Allt ber þetta að sama brunni og það er nöturlegt að hlýða æ ofan í æ á þessar folsku tölur kaup- máttaraukningar þegar virtar hjálparstofnanir vitna hver af annarri um þá vaxandi neyð sem hvarvetna blasir við hjá þessum þjóðfélags- hópi. í reynd ætti að nægja sem andsvar að benda á kaupmátt þeirra 70 þúsunda sem einhleypur öryrki þarf að lifa af á mánuði eða þá þeirra 95 þúsunda sem tveir öryrkjar í sambúð verða að láta sér nægja á mánuði samanlagt. Sæmra væri því þeim sem ráða kaupmætti þessa fátæka fólks að ráða á kjörum þeirra brýna bót heldur en baða sig í kolröngum prósentutölum útúrsnúningsins eins. Hver veit nema menn átti sig og Eyjólfur hressist? En það er þá líka gagn að gjört verði svo að lífvænleg skilyrði verði fyrir hendi hjá öllum þeim sem í dag rétt skrimta við skortsins dyr. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.