Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 58

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 58
I BRENNIDEPLI Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2001, frumvarp ofurafgangs- ins margrómaða, felur því miður ekki í sér nein fagnaðartíðindi fyrir þá ijölmörgu sem eiga sína efna- legu aðstöðu í lífinu að öllu eða nær öllu leyti undir bótatölum trygging- anna komna. Það hefur reyndar verið af því gum- að greitt að bótatölur eigi að hækka um áramótin um heilu prósenti meira en almenn laun samkvæmt kjara- samningum, en því þá að sjálfsögðu gleymt að geta um þann krónufjölda sem fylgja myndi í kjölfar prósentu- hækkunarinnar. Enn einu sinni skal í fyllstu alvöru á það minnt, að allur prósentuleikur í sambandi við bótatölur felur í sér furðumikla blekkingu, grunnur þeirra talna sem prósentan bætist ofan á er slíkur að krónurnar sem hvert prósent gefur eru svo skelfilega fáar. Aðeins til staðreynda litið þá skilar þetta eina prósent til hjóna sem bæði eru öryrkjar að hámarki innan við 1000 krónum - til hjónanna saman- lagt á mánuði og til einstaklings sem er með alla bótaflokkana fjóra skilar prósentið réttum 700 krónum og má þá benda á það um leið, að af því fær viðkomandi rétt um 450 kr. eftir skatttöku á mánuði. Það eru nefnilega upphæðir bót- anna, krónutölurnar í launaumslaginu sem skipta máli, ekki einhverjar óskilgreindar prósentutölur sem ekk- ert segja um afkomubót í raun. Þann- ig var með hækkun bensínstyrksins nú á haustdögum, allra góðra gjalda verð sem slík, þar var margoft tekið fram að hækkað hefði um heilar 1300 krónur á mánuði, en aldrei frá því greint að eftir skatttöku skiluðu sér aðeins rúmar 800 krónur í vasa þess sem hækkunina fékk þó. Frumvarp til fjárlaga er eitt, ijár- lög annað og það eitt skal sagt nú að ekki verður því að óreyndu trúað að einhver lagfæring líti ekki dagsins ljós við afgreiðslu íjárlaganna. Ekki síst er til þessa horft nú, þegar ætíð er til þess vísað í dag, að nefnd muni á næstunni skila áliti um úrbætur í þessum efnum, nefnd, sem alla vega á að hafa það hlutverk að rétta hlut þeirra lægstlaunuðu og bæta kjör þeirra. Okkur þykir það hins vegar ein- kennilegt, þegar okkur er sagt, að meginvinnan þar á bæ fari í það að finna þá sem lakast hafa það og sú leit sé bæði löng og ströng. Nýlega var haldinn ársfundur Tryggingastofnunar ríkisins þar sem fram komu m.a. staðtölur trygging- anna, rauntölur bóta m.a. raktar vel og þróun þeirra m.a. gagnvart launa- vísitölu, fróðlegt og fjarska vel unnið Plagg. Þegar forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins stiklaði á nokkrum þessara staðtalna benti hann á og feitletraði 3 hópa lífeyrisþega sem lakast hefðu það og hafði að formálsorðum: fá- tækur, fátækari, fátækastur. Þarna voru sem sé ljóslifandi komnir þeir hópar sem leitin mikla stendur yfir að og vonandi að menn líti sér nær í þessum efnum. Sannleikurinn auðvitað sá að rífleg hækkun allra bótaflokka kemur þeim til góða fyrst og fremst sem minnst hafa og þegar menn eru að mikla fyrir sér útgjöld sakir þessa þá gleyma menn, máske viljandi, að hinar ýmsu skerðingar trygginga- laganna sjá til þess að þeir sem annars staðar að hafa tekjur sínar njóta lítils sem einskis af og ekki sprengja þeir því útgjaldarammann sem allt er miðað við ævinlega. Og svo er hinu alltaf sleppt sem auðvitað er meginmál gagnvart ríkis- útgjöldunum og það er hver nettó- útgjöld ríkisins verða af bótahækk- unum, því hver brúttóupphæð skilar í beinum sem óbeinum sköttum lang- leiðina í 70% af upphæðinni sem þó er alltaf miðað við þegar um er rætt. En nóg um það allt saman og þess að- eins vænst að leitin mikla skili raun- árangri það snemma að fjárlög næsta árs taki þar fullt mið af. Munum það að afgangur margmilljarða er tiltækur og ef ekki er nú unnt að leiðrétta lægstu kjörin, hvenær þá? Aðeins skal svo vikið að afgangs- stærð fjárlagafrumvarps enn einu sinni, en þar er um að ræða Framkvæmdasjóð fatlaðra. Samkvæmt skýru lagaákvæði i lög- um um málefni fatlaðra skulu tekjur Erfðafjársjóðs renna óskertar í Fram- kvæmdasjóð fatlaðra, dagljóst skylduákvæði án minnsta fyrirvara. Og hver er svo raunin í Ijárlagafrum- varpinu núna? Ráðgerðar tekjur af erfðaíjárskatti (ævinlega nokkuð van- áætlaðar þó) á árinu 2001 eru samtals kr. 607 millj. Og hver eru svo skilin til Framkvæmdasjóðs fatlaðra sam- kvæmt eindregnu lagaákvæði hér um? Hann á að fá 235 millj. af þess- um 607 sem hann á lagalegan rétt til 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.