Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 55
Skriftamál
í skýrslu stað
Að flytja ykkur lestur í síðasta sinn
er sannlega undarlegt mál.
Og eflaust í hjartanu eitthvað ég finn
sem óróa vekur í sál.
En allt sem á byrjun mun endi sinn fá
og eins er með þetta, en skrifta ég má.
Ég vona þó enn að ég gjört hafi gagn
til góðs hafi verið mín ferð.
En spurt skal um gæði en minna um magn
og mæld skal að lokum hver gerð.
Ég liðsinna vildi en leyni ei því
að lítt hefur þokast og margt fyrir bí.
í blað skyldi efna sem bragð væri að
til baráttu og frétta í senn.
En máske ég hafi þar staðið í stað
og staðnað, það gjörist víst enn.
En blaðið þó staðreynd með stefnumið há
og stiklur frá atburðum greina þar má.
Hér efld skyldu tengslin við félagafjöld
þess freistað að veita þar lið.
Þar hugsjónagleðin á vökulust völd
og vígreif þau sækja á mið.
Sú viðkynning góð veitti ánægju mér
en vísast um árangur dæmt getur hver.
Til okkar svo fjölmargir lagt hafa leið
og leiðsögn og hjálp viljað fá.
Hve margir þar voru í napurri neyð
og nöturleg tilveran grá.
Af einlægum huga sú liðsemd var veitt
og von okkar sú að til góðs hafi leitt.
Þá horft er til baka er hamingjan sú
að hafa mátt eiga þann stað
sem vekur mér þakklæti, vonir og trú
og vekur mér fullvissu um það,
að samhjálpin ein fær oss sigurinn veitt,
að samtakamátturinn einn getur breytt.
f blámóðu fjarskans til baka ég lít,
til baka um á þrettánda ár.
Ég sönnustu gleði í sálu mér hlýt,
en söknuð ég veit upp á hár.
En kynnin við samstarfsfólk kærust þó mér
þeim kjarngóða mannauði heiðurinn ber.
Helgi Seljan.
Apinn og
farandsalinn
Farandsali nokkur var einu sinni á
ferð um lendur Austur-Indlands
og um miðbik dagsins, þegar sem
heitast var, hvíldi hann sig í skjóli
trjánna. En áður en hann lagði sig
fyrir, tók hann hvíta nátthúfu úr
kassa, sem var fullur af sams konar
húfum og lét hana á höfuð sér. En
aparnir sem voru allt í kring, sáu
þetta og tóku allar húfurnar upp úr
kassanum og settu þær upp. Þegar
farandsalinn vaknaði þá sá hann
þessa hlægilegu sjón. Fyrst gat hann
ekki annað en hlegið að þessu en svo
fór hann að sjá, hversu mikill skaði
það var fyrir hann að missa allar
húfurnar og þá fór nú að fara af
honum hláturinn. En nú vildi svo
vel til að þarlendan mann bar að og
hann kunni lagið á öpunum. Hann
lét farandsalann fleygja í sig húf-
unni, sem hann hafði sett upp, setti
hana upp sjálfur og fleygði henni svo
á jörðina. Með það sama komu
húfurnar frá öpunum eins og snjó-
drífa og farandsalinn hafði eins
hraðar hendur og hann gat að tína
þær upp.
Frá FAAS
r
Isíðasta fréttabréfi FAAS er frá því
greint að Guðrún K. Þórsdóttir
hafi hætt sem framkvæmdastjóri fé-
lagsins frá og með 1. nóv. sl. Við
starfi hennar tók Haukur Helgason
fv. skólastjóri í Hafnarfirði og það
veit ritstjóri að þar hefur vel til tekist
um val á starfsmanni. Guðrún verð-
ur áfram djákni hjá félaginu og mun
sinna ýmsum störfum þar áfram.
Framundan eru stórtíðindi hjá fé-
laginu, því þar er nú ráðgjörð opnun
dagvistar í Fríðuhúsi, en það nafn
hefur húsnæðið að Austurbrún 31
fengið.
Allra heilla er þeirn hjá FAAS
óskað með einkar merkan áfanga í
sögu félagsins. Megi farsældin góð
fylgja því mæta starfi sem þar
verður innt af hendi.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
55