Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 39
komst hann ekki hjá að virða fyrir sér kolsvartar augnabrúnir hennar og augnhár, einnig farðann undir augunum. Engu lík- ara en pían hefði fengið einn á glannann. Það hvarflaði að honum að þessi stríðsmálning væri sett til höfuðs öllum árun- um sem horfin voru í tím- ann, eins konar tilraun til að heimta þau. - Það er fátt hjá ykkur, sagði hann og reyndi að hafa raddhreiminn sem heimsmannslegastan. - Það ijölgar í frúkost- inum, svaraði pían og tók að gramsa í stórum vasa framan á mussunni. - Fólk- ið í hraðinu kemur flest hingað. - Já, einmitt. - Það borðar hérna einn- ig, flest, einkum útlending- arnir. - Já, einmitt. Á ég að borga núna? - Ja, þú ræður því. Hún nefndi upphæðina og hann fann að hún vildi að hann borgaði strax. Hann valdi sér sæti sem fjærst dyrum. Við næsta borð sat maður í bláum nankinsgalla, niðursokkinn í lestur dagblaðs. Pían hafði sagt rétt frá. Fljótlega tók að flykkj- ast inn fólk með nepju og fisklykt í farteski. Fólk í vinnufötum og talaði mikið og hátt á fleira en einu tungumáli. Honum fannst lyktin óþægileg. Búinn að gleyma henni frá því að hann vann í hraðinu heima um og eftir fermingu. Þá höfðu varla sést útlend- ingar. Nú voru þeir víst að yfirtaka vinnumarkað fisk- vinnslunnar. Tveir Færeyingar komu að borðinu og spurðu á næsta lýtalausri íslensku hvort þeir mættu tylla sér. Það var sjálfsagt og hann reyndi að láta sem minnst fyrir sér fara. Fyrir framan ritstjórann. Teikn: Hildur Seljan. Þybbna pían kom með næringu á bakka. Fær- eyingarnir kölluðu hana „beibí görl“ og klöppuðu henni á ótilgreinda líkams- parta. Hún bað þá vera til friðs, kvaðst annars myndu kæra þá fyrir áreitni. Þeir hlógu og tóku að svolgra í sig kaffið og hakka í sig vínarbrauðin. Allt í einu var hurðinni hrundið upp. I dyrunum stóð maður í gráum frakka, hálfgerðu rifrildi, með vatnssósa rosabullur á fót- um. Hann slagaði nokkur skref inn á gólfið og nam þar staðar. Það leyndi sér ekki að hann var töluvert drukkinn. Þunnt, svita- storkið hárið, lá niður á ennið. Andlitið, rautt og þrútið, skartaði margra daga litlitlum skegg- broddum. Þögn sló á mannskapinn. Allir gláptu á komumann og í þögninni greindi hann að ýmsir báru kennsl á manninn. Horaða pían sagði lágt: Jesús minn! Maðurinn stóð kyrr nokkur andartök. Væta draup úr hári hans og yfir- höfn niður á gólfið og blandaðist vatninu er hneig af rosabullunum. Maður- inn reyndi að standa kyrr um hríð, tók síðan að slaga inn eftir gólfinu og lét eftir sig blauta slóð. Á hvað eruð þið að glápa! kallaði hann hárri og gríðarlega rámri röddu og dimmri. - Dirfist nokkur að þéra mig, ha! Hann hikstaði. Verðandi rithöfundur lét augun hvarfla um kaffistofuna. Sumir krimtu í barminn, aðrir sýndu lítil sem engin svipbrigði nema horaða pían. Engu líkara en hún sæi draug. Hin tuggði jórturgúmm og var upp- tekin við að blikka Fær- eyingana. - Já, ég, hikk, é-ég bara spyr: Dirfist nokkur að þéra mig! Drukkni maður- inn vingsaði vinstri hand- leggnum. Sá hægri hvíldi það djúpt í frakkavasanum að nokkur slagsíða varð á þeim drukkna. En kaffitímanum var að Ijúka. Gestirnir tóku að tínast út. Brátt var kaffi- stofan jafn mannfá og þegar hann kom inn. - Já, flýið þið bara! Það er vaninn, sagði drukkni maðurinn á ögn lægri nót- um og slagaði í áttina til mannsins í bláa gallanum. Er hann bjóst til að standa á fætur, sagði sá drukkni: - E-ert þetta ekki þú, Jói? Maðurinn í gallanum leit á hann og yppti öxlum. Engu líkara en hann vildi losna við óþægindi. — Víst ert þetta þú, Jói, hikk. Þekkirðu mig ekki, ha? Gallamaðurinn horfði nokkur andartök fram hjá þeim drukkna. Verðandi rithöfundur hafði á til- finningunni að hann kann- aðist við hann en væri að gera upp við sig hvort hann ætti að láta það uppskátt. Viltu kannski ekki kann- ast við ga ... hikk, gamlan skólabróður o-og herberg- isfélaga a-af því, hikk, a-að hann er kenndur, ö-örlítið við skál, ha? Þá virtist maðurinn í gall- anum, Jói, yfirvinna vissa andúð. Hann horfði á þann drukkna og spurði: - Er þetta ekki Stein- grímur ... - Trölli, jú, greip sá drukkni fram í, hló hryglu- kenndum hlátri, hóstaði og hrækti frá sér. - Gvöð! veinaði sú hor- aða. Sá drukkni leit snöggt til hennar og sagði. - „Leggðu ekki nafn Guðs þíns við hégóma“. Snéri sér aftur að Jóa, hinum týnda skólabróður er var fundinn. - E ... hikk, ég vissi að þú myndir þekkja mig. „Hin gömlu kynni gleymast ei / enn glóir vín á skál, “ ekki satt? Steingrímur lagði lausu höndina á öxl Jóa og lauk erindinu. Að því loknu hlammaði hann sér niður við borðið. Jói sýndist eiga í vand- ræðum með, hvort hann ætti að fagna endurfund- unum eður ei. - Hvað er að frétta? spurði Steingrímur. - Bara allt gott, já, já, allt bærilegt. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.