Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 39
komst hann ekki hjá að virða fyrir sér kolsvartar augnabrúnir hennar og augnhár, einnig farðann undir augunum. Engu lík- ara en pían hefði fengið einn á glannann. Það hvarflaði að honum að þessi stríðsmálning væri sett til höfuðs öllum árun- um sem horfin voru í tím- ann, eins konar tilraun til að heimta þau. - Það er fátt hjá ykkur, sagði hann og reyndi að hafa raddhreiminn sem heimsmannslegastan. - Það ijölgar í frúkost- inum, svaraði pían og tók að gramsa í stórum vasa framan á mussunni. - Fólk- ið í hraðinu kemur flest hingað. - Já, einmitt. - Það borðar hérna einn- ig, flest, einkum útlending- arnir. - Já, einmitt. Á ég að borga núna? - Ja, þú ræður því. Hún nefndi upphæðina og hann fann að hún vildi að hann borgaði strax. Hann valdi sér sæti sem fjærst dyrum. Við næsta borð sat maður í bláum nankinsgalla, niðursokkinn í lestur dagblaðs. Pían hafði sagt rétt frá. Fljótlega tók að flykkj- ast inn fólk með nepju og fisklykt í farteski. Fólk í vinnufötum og talaði mikið og hátt á fleira en einu tungumáli. Honum fannst lyktin óþægileg. Búinn að gleyma henni frá því að hann vann í hraðinu heima um og eftir fermingu. Þá höfðu varla sést útlend- ingar. Nú voru þeir víst að yfirtaka vinnumarkað fisk- vinnslunnar. Tveir Færeyingar komu að borðinu og spurðu á næsta lýtalausri íslensku hvort þeir mættu tylla sér. Það var sjálfsagt og hann reyndi að láta sem minnst fyrir sér fara. Fyrir framan ritstjórann. Teikn: Hildur Seljan. Þybbna pían kom með næringu á bakka. Fær- eyingarnir kölluðu hana „beibí görl“ og klöppuðu henni á ótilgreinda líkams- parta. Hún bað þá vera til friðs, kvaðst annars myndu kæra þá fyrir áreitni. Þeir hlógu og tóku að svolgra í sig kaffið og hakka í sig vínarbrauðin. Allt í einu var hurðinni hrundið upp. I dyrunum stóð maður í gráum frakka, hálfgerðu rifrildi, með vatnssósa rosabullur á fót- um. Hann slagaði nokkur skref inn á gólfið og nam þar staðar. Það leyndi sér ekki að hann var töluvert drukkinn. Þunnt, svita- storkið hárið, lá niður á ennið. Andlitið, rautt og þrútið, skartaði margra daga litlitlum skegg- broddum. Þögn sló á mannskapinn. Allir gláptu á komumann og í þögninni greindi hann að ýmsir báru kennsl á manninn. Horaða pían sagði lágt: Jesús minn! Maðurinn stóð kyrr nokkur andartök. Væta draup úr hári hans og yfir- höfn niður á gólfið og blandaðist vatninu er hneig af rosabullunum. Maður- inn reyndi að standa kyrr um hríð, tók síðan að slaga inn eftir gólfinu og lét eftir sig blauta slóð. Á hvað eruð þið að glápa! kallaði hann hárri og gríðarlega rámri röddu og dimmri. - Dirfist nokkur að þéra mig, ha! Hann hikstaði. Verðandi rithöfundur lét augun hvarfla um kaffistofuna. Sumir krimtu í barminn, aðrir sýndu lítil sem engin svipbrigði nema horaða pían. Engu líkara en hún sæi draug. Hin tuggði jórturgúmm og var upp- tekin við að blikka Fær- eyingana. - Já, ég, hikk, é-ég bara spyr: Dirfist nokkur að þéra mig! Drukkni maður- inn vingsaði vinstri hand- leggnum. Sá hægri hvíldi það djúpt í frakkavasanum að nokkur slagsíða varð á þeim drukkna. En kaffitímanum var að Ijúka. Gestirnir tóku að tínast út. Brátt var kaffi- stofan jafn mannfá og þegar hann kom inn. - Já, flýið þið bara! Það er vaninn, sagði drukkni maðurinn á ögn lægri nót- um og slagaði í áttina til mannsins í bláa gallanum. Er hann bjóst til að standa á fætur, sagði sá drukkni: - E-ert þetta ekki þú, Jói? Maðurinn í gallanum leit á hann og yppti öxlum. Engu líkara en hann vildi losna við óþægindi. — Víst ert þetta þú, Jói, hikk. Þekkirðu mig ekki, ha? Gallamaðurinn horfði nokkur andartök fram hjá þeim drukkna. Verðandi rithöfundur hafði á til- finningunni að hann kann- aðist við hann en væri að gera upp við sig hvort hann ætti að láta það uppskátt. Viltu kannski ekki kann- ast við ga ... hikk, gamlan skólabróður o-og herberg- isfélaga a-af því, hikk, a-að hann er kenndur, ö-örlítið við skál, ha? Þá virtist maðurinn í gall- anum, Jói, yfirvinna vissa andúð. Hann horfði á þann drukkna og spurði: - Er þetta ekki Stein- grímur ... - Trölli, jú, greip sá drukkni fram í, hló hryglu- kenndum hlátri, hóstaði og hrækti frá sér. - Gvöð! veinaði sú hor- aða. Sá drukkni leit snöggt til hennar og sagði. - „Leggðu ekki nafn Guðs þíns við hégóma“. Snéri sér aftur að Jóa, hinum týnda skólabróður er var fundinn. - E ... hikk, ég vissi að þú myndir þekkja mig. „Hin gömlu kynni gleymast ei / enn glóir vín á skál, “ ekki satt? Steingrímur lagði lausu höndina á öxl Jóa og lauk erindinu. Að því loknu hlammaði hann sér niður við borðið. Jói sýndist eiga í vand- ræðum með, hvort hann ætti að fagna endurfund- unum eður ei. - Hvað er að frétta? spurði Steingrímur. - Bara allt gott, já, já, allt bærilegt. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.