Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 51
það sem áætlað var og er það ekki síst vegna þess að við erum að greiða úr styrktarsjóðnum greiðslur sem hið opinbera ætti raunverulega að gera. Fjáröflun fyrir þennan sjóð hefur verið gerð með ýmsu móti t.d. sölu jólamerkja sem er aðal fjár- öflunarleið félagsins. Dr. Nikulás Sigfússon fv. yfirlæknir Hjarta- verndar lét Neistanum í té fallega vatnslitamynd til að setja á jóla- rnerkið á sl. ári og nú fyrir þessi jól. Örkin með 36 merkjum kostar að- eins kr. 1000 og rennur upphæðin óskipt í Styrktarsjóð Neistans. Merkið fæst á skrifstofu Landssam- taka hjartasjúklinga S: 552-5744, einnig er hægt að panta það á net- fangi Neistans neistinn@neistinn.is. Nvr barnaspítali Eins og borgarbúar hafa tekið eftir er verið að reisa nýjan barnaspítala við hlið kvennadeildar Landspít- alans. Aðstöðuleysi hefur hrjáð bæði foreldra og fagfólk spítalans undanfarin ár, en við vonumst til þess að með tilkomu nýja barna- spítalans rætist sá draumur sem við höfum gengið með undanfarin ár. Því miður hafa ekki allir verið á eitt sáttir um staðsetningu nýja barna- spitalans og stundum hefur þörfum okkar, barnanna okkar og starfsfólks barnaspítalans verið ýtt til hliðar þegar umræður um staðsetningu hafa átt sér stað og er það greinilegt að þar hefur fólk átt í hlut sem ekki hefur verið með langveik börn inni á Barnaspítala Hringsins og kynnst þeim þrengslum sem þar eru og er það virðingarvert hve starfsfólk spítalans hefur verið þolinmótt að vinna við þessar aðstæður. Vinnum með hjartveikum börnum Þeir aðilar sem áhuga hafa á að starfa með Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna eða styrkja Styrkt- arsjóðinn okkar, vinsamlegast hafið samband við undirritaðan eða starfs- menn Landssamtaka hjartasjúklinga sem hafa unnið mjög svo gott starf fyrir hjartveik börn. Að lokum langar mig til að óska öllum les- endum ÖBÍ blaðsins gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Valur Stefánsson formaður Neistans. Leifur Jóelsson skáld: Ljóðmæli 2000 Guðspekingur gekk í hús að glettast inni. Honum var það hátt í sinni heitt að kaffið í hann rynni. Guðspekingur gekk í hús með gleði í hjarta. Fögrum vildi hann fræðum skarta, finna líka daginn bjarta. Það er vandi að vera til á votum morgni nýjum. Áfram niður regnið rennur, í rökkrinu sígarettan brennur. * * * Mattan um ljórann ljósið skín, mætti það dreifa sleni og pín. Mildi er þurfa ei í myrkrið að rýna, að morgni finna gleði sína. Við Alþingi Á Austurvelli einn ég dvel með trjánum. Arka framhjá nokkrar stakar hræður. Inni í stafla standa mínar skræður. Stoltur áður heyjaði ég ánum. * * * Þótt þú stundir ræfla rokk, ég ræð þér að skrimta. Himpigimpa vítin varast, vonir fagrar láttu skarast. Leifur Jóelsson. Tvær góðar * Oskar Björnsson segir frá: Þegar ég var unglingur for kona nokkur sem var gráhærð til Akureyrar. Gráhærð var hún þegar norður var haldið en svo kom hún með svart hár til baka. Þá var kveðið: Silfurhærur svanni missti; svartan hreppti lokkafans. Aldarfjórðung af sér hristi, er hún skrapp til Norðurlands. Og svo rifjar Óskar upp þessa vísu Einars Sveins Frímanns: “Elskið alla menn”, kvað Mannsins sonur, mönnum þótti bónin nokkuð stór. En fjandinn sagði: “Elskið allar konur” og því fór sem fór. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.