Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 34
Dvöl í bústað, sumarið 2000 krafti, gætir mataræðis, gætir að blóðþrýstingi og púlsi o.s.frv. Líðanin góð og bjartsýnin í farangrinum. Eftir málþingið hófust svo hin eiginlegu þingstörf og var margt fyrir tekið s.s. áður hefur fram komið og ýmsar ályktanir samþykktar. Fagnað var árangri í baráttunni gegn hjartasjúkdómum, en bent á að biðlistar séu enn of langir. Lögð áhersla á góðar forvarnir og tíman- lega vitneskju. Skorað á stjórnvöld að taka upp kennslu í næringarfræði í framhaldsskólum. Hvatt til aukinnar árvekni og aðgerða í tóbaksvörnum. Skorað er á stjórnvöld að afnema tekjutengingu bóta. Þingið ályktaði um nauðsyn umboðsmanns heil- brigðis- og félagsmála. Ályktað um breytta og bætta skipan endur- hæfingarmála svo eitthvað sé nefnt. Ymis félagsmál samtakanna mikið rædd og ályktað þar um. Þeir félagar, Ásgeir Þór Árnason og Rúrik Kristjánsson færðu okkur margvíslegan frekari fróðleik en frekar ekki talið upp hér. Þeir fögnuðu mjög ráðningu Péturs Bjarnasonar sem framkvæmdastjóra SIBS og sögðust vænta sér hins besta af störfum hans, en næg verkefni fyrir höndum. Þeir félagar Ásgeir Þór og Rúrik ræddu nokkuð þann aðgengis- vanda sem við væri að glíma í aðal- stöðvunum að Suðurgötu 10. Þar væri verk að vinna og ákveðin áform uppi þ.a.l. Bentu m.a. á vanda lungnasjúklinga sem knýjandi dæmi. Þeir minntu á SÍBS daginn 1 .okt. en þá var opið hús að Suðurgötu 10 og um leið var ný aðferð til ijáröflunar reynd með SIBS merkið, sem þeir töldu vænlega vel. Ritstjóri mætti á þetta opna hús og gladdist mjög yfir góðum móttökum og ágætum fróðleik um ýmislegt í fjölþættu starfi SÍBS, en eins og menn vita eru þar innanborðs gömlu SIBS deildirnar, Landssamtök hjarta- sjúklinga, Samtök gegn astma og of- næmi og Samtök lungnasjúklinga. Kærar þakkir félagar fyrir fróðleik góðan og hjartanlega heimsókn. H.S. Síðastliðið sumar áttum við fjöl- skyldan þess kost að leigja sumarbústað á vegum Öryrkja- bandalags íslands í Munaðarnesi. Þetta kom þannig til að dóttir okkar sem er átján ára og fotluð fékk bréf þess efnis. í fyrstu töldum við að um væri að ræða bústað sem sérstaklega er sniðinn að þörfum fólks í hjólastól. En slíkur bú- staður hentar okkur sérlega vel en þeir eru ekki á hverju strái og slógum við því til. Okkur var síðan tjáð að ekki væri svo vel boðið því fyrrgreindur bústaður væri í leigu innan félaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, en sá bú- staður sem í boði var, tekinn á leigu af Öryrkjabandalaginu og ráðstafað til aðila sem ekki gætu fengið bústaði innan stéttarfélaga. Aðstæður voru útlistaðar af mikilli nákvæmni og var hægt af því að átta sig nokkurn veg- inn á aðstæðum. Löngunin til að komast öll saman í frí réð því að við ákváðum að taka bústaðinn og við foreldrarnir sæmilega heilsugóð og vön ýmsum erfiðum aðstæðum í gegnum tíðina. Við fengum úthlutað upp úr miðjum júlí og er óhætt að segja að það hafi verið besti tíminn sem við gátum valið okkur. Borgarfjarðarhérað skartaði sínu fegursta allan tímann og jafnaðist veðursældin og fegurð landsins á við margar sólarlanda- ferðir. Til marks um hve veðrið var gott skelltu tvær ungar stúlkur, er með okkur voru í bústaðnum, sér til sunds í tjörninni í Paradísarlaut sem er skammt frá sumarhúsabyggðinni. í Borgarfirði er eitt Qölbreyttasta nátt- úrusvæði landsins með sýn til margra jökla, hverasvæðis og fallegra hrauna. Ungmennafélög í sveitunum hafa unnið að uppbyggingu vinsælla staða í héraðinu. Má þar nefna að- komuna að Hraunfossum sem renna undan Hallmundarhrauni í Hvítá rétt neðan við Barnafossa. Einnig má nefna að allt að því klakklaust má komast með hjólastól til að berja foss- inn Glanna augum en hann er í N o r ð u r á . Þetta er von- andi byrjunin á góðum á s e t n i n g i með það fyrir augum að gera náttúru- perlur lands- ins aðgengi- legar sem flestum. Að- gengi og þjónusta í sundlauginni í Borgarnesi var mjög gott og með því besta sem við höfum kynnst og í lok ferðar okkar þangað vorum við spurð hvað gera mætti betur þar? Þessi bústaður hentaði okkur að því leyti að við vorum tvö fullorðin sem gátum hjálpast að við umönnun og sunddrottningarnar tvær sem nefndar voru hér áður voru ávallt reiðubúnar að rétta hjálparhönd svo og aðrir gestir og gangandi sem komu í heimsókn. í heild var húsið rúmgott og hægt að fara í hjólastól um allt húsið nema á baðið og þar var að- staðan erfiðust. Húsið stendur í halla og því þurfti alla jafna tvo til að komast að húsinu með hjólastólinn og til að komast upp á pallinn umhverfis húsið notuðum við færanlegar brautir sem við erum með í bílnum okkar. Af þessu má sjá að þessi sumarbústaður nýtist ekki öllum svo vel sé. Við erum engu að síður þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera í bú- staðnum og það gerði okkur kleift að vera þar saman fjölskyldunni í viku- tíma síðastliðið sumar og njóta veður- blíðunnar á besta tíma ársins María Haraldsdóttir, leikskólakennari Við fossinn Glanna. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.