Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 29
Snjallar lausavísur Formálsorð: Daníel Árnason sem hér býr á í sínum fórum firnamikið safn alls konar kveðskapar og skemmtisagna sem bréfa. Meðal efnis eru vísur Stefáns Stefánssonar frá Móskógum í Fljótum, búandi á Siglufirði lengst ævi sinnar. Við föllum í þá freistni, Daníel og ritstjóri að birta mæt sýnishorn. Þú ert að spyrja um þennan prest, ég þekki hann lítið - mun það best. Ekki ræði ég um hann meir en allan skrattann vígja þeir. Það er vandi að vara sig víða á gleðifundum. Freistingarnar fyrir mig fæti bregða stundum. Ég get þess til ég geri fátt svo Guði líki. Og verð því tæpast hossað hátt í himnaríki. Haust Ellin býður beiska skál bugar vilja þróttinn Sem feigðargustur fer um sál fyrsta hélunóttin. Vornótt Ég veit hvað er gott að vaka einn í víðsýni bjartra nátta uns dagurinn nálgast nakinn og hreinn og nóttin verður að hátta. Hávaðinn í heimsins önn nú hefur strikið. Betra er að vefjist tunga um tönn en tala of mikið. Ég þekki lífsins skúra skil skugga og geisla bjarta. Hef þó ekki hingað til haft þann sið að kvarta. Það er ekkert efamál oft frá réttu er vikið. Hann getur verið gæðasál þó gæti þess ekki mikið. Gróa á Leiti Gladdi margra granna lund með göngu sinni í hlaðið enda var hún alla stund aðal fréttablaðið. Hér er veður hlýtt og bjart og hagur manna góður. Aftur á móti er æði hart um allan sálargróður. Mundi allt frá fæðingu Makalaust ég mannvit svona tel og mælist til að rengi þetta enginn, hann man svo ljóst og lýsir afar vel er ljósmóðir hans klippti á nafla- strenginn. Milli húsa maður smaug, margan bitann þáði og í staðinn óspart laug eins og vitið náði. Minningin í muna skýr mætir á vængjum þöndum. Afturgengin ævintýr elta mig á röndum. Hinsta ferðin Sýp í botn mitt síðsta vín síðan burt skal riðið. Því “Bleikur” gamli bíður mín bundinn út við hliðið. Úr safni Daníels Árnasonar. Hlerað í hornum Kona ein kom til kunningja síns og bað hann að setja á blað nokkrar gamansögur sem hún gæti svo flutt í samkvæmi einu sem fyrir dyrum stóð. Hún bað hann endilega að hafa nú gott bil milli gamansagnanna svo hún gæti séð hvar hver þeirra endaði. Á búðarhurð í bæ einum eystra hékk áður á öldinni svohljóðandi auglýs- ing: Karlmannaskór á alla fjöl- skylduna. Frétt í blaði fjallaði um mann einn norður í Svarfaðardal sem átti 104ra ára afmæli. Á mynd með fréttinni voru hann og fjögurra ára barna- barnabarn. Undir myndinni stóð: Hún er 100 árum yngri en hann. Maður einn fór í mjaðmarliðaaðgerð. Þegar henni var lokið var hann settur í stuðningssokk til að hlífa fætinum. Þannig var hann nokkurn tíma, en svo þurfti að taka sokkinn af til að endurnýja og þá uppgötvaði starfs- fólkið að sokkurinn var á heilbrigða fætinum. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.