Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 23
Rífandi gangur við Reynisvatn. aríjarðarhátíðina og hann kom og flutti mjög góða ræðu þarna. Talið er að um 50 milljónir manna séu með flogaveiki í heiminum. Þriðja heims fólk langverst á vegi statt. En annar forseti mætti einnig, forseti íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, sem flutti ágæta ræðu einnig og gekk svo um og spjallaði við fólk sem fagnaði honum vel. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir var einmitt verndari LAUFS og forsetinn lætur sér mjög annt urn LAUF og fé- laga þess. En þarna var mikil hátíð fjöl- skyldunnar. Það var teymt undir börnum, það var farið í klukkutíma reiðtúr (50 hestar á svæðinu) og klukkutíma gönguferð fyrir þá sem það vildu. Það var hljóðfæraleikur, kaffi og kökur voru á boðstólum svo eitthvað sé nefnt. Ólafur Ragnar fullvissaði menn um það að það væri enginn heimsendir að detta af baki og vakti þetta fognuð viðstaddra, vitandi vel um axlarbrot Hlerað í hornum Nonni: “Segðu mér fleiri kjaftasögur um Jónsa og Nínu?” “Nei, það get ég ekki. Ég er þegar búinn að segja þér meira en ég hefi heyrt”. Jón: “Mig dreymdi einn daginn að ég væri dauður”. Gunnar: “Og var það hitinn sem vakti þig?” Hjónin voru að halda upp á 40 ára brúðkaupsafmælið sitt og nú var forsetans á sínum tima. Hátíðin var einstaklega ánægjuleg að sögn Jóns en Margrét fékk ekki mikinn frið til að ræða við okkur, því síminn hringdi stöðugt og fólk kom í heimsókn, sem sagt lifandi samtök með gott samband við sitt fólk og þeim samfagnað með það. Að lokum spurðum við um stjórn LAUFS, en hún er nú þannig skipuð: Kolbeinn Pálsson formaður, Guðrún Margrét Björnsdóttir ritari, Jón Baldvinsson gjaldkeri, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir læknir, trúnaðar- maður félagsins og meðstjórnendur þau: Pétur Gunnarsson, Páll Tómas Viðarsson, Garðar Steinþórsson og Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Hlýjar móttökur og ágætar upp- lýsingar eru þakkaðar og LAUFI alls góðs árnað í sínu dýrmæta hlutverki. Og svo komið þið hingað von bráðar og það verður hið besta mál. H.S. eiginmaðurinn kallaður til að halda ræðu og spurður um leið af veislu- stjóra hvort hann vildi ekki segja gestum hvað hann hefði nú lært af öllum þessum árum með Maríu. Ræðan var svona: “Hjónabandið hef- ur kennt mér að fyrirgefa, trú- mennsku, umburðarlyndi, þolin- mæði, sjálfsstjórn og - já og allan fjárann sem ég hefði aldrei þurft að læra ef ég hefði bara verið ein- hleypur”. Baráttu- fundur Átakshóps öryrkj a Alþingi Islendinga var sett hinn 2.okt. sl. í tilefni þing- setningar eíndi Félag eldri borg- ara til mótmælastöðu fyrir framan Alþingishúsið, þar sem Ólafur Ólafsson formaður félagsins og Benedikt Davíðsson formaður Landssambands eldri borgara fluttu ávörp og færðu síðan for- sætisráðherra og heilbrigðis- og tryggingaráðherra erindi úti- fundarins. Strax að þessu loknu hélt Átaks- hópur öryrkja baráttufund á Hótel Borg sem var mjög fjölsóttur og urðu mjög margir að standa. Ávörp fluttu fulltrúar Átakshóps öryrkja: Garðar Sverrisson, Haf- dís Hannesdóttir, Magnús Bjarna- son og Arnór Pétursson. Flutm þau hinar bestu hvatningarræður þar sem lokaorð Garðars Sverris- sonar voru m.a. þessi: “Ef við berum gæfu til að standa þétt saman þá mun enginn, ekki nokk- ur mannlegur máttur geta komið í veg fyrir sigur okkar í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu íslenskra stjórnvalda”. Einar Már Guð- mundsson rithöfundur las upp úr væntanlegri bók sinni, framhald- inu af Fótspor á himnum og fékk að vonum undirtektir einkar ágæt- ar. Þá söng hinn glaðbeitti far- andsöngvari Hörður Torfason milli ávarpa og gladdi geð hinna fjölmörgu fundargesta. Undir- ritaður stýrði þessum einstaklega beitta baráttufundi sér til óblandinnar ánægju, fundi sem haldinn var sama dag og fjárlaga- frumvarpið birtist þingmönnum með afgang 30 milljarða króna án nokkurrar viðleitni til að rétta hlut öryrkja, þó öll efni séu yfirfljót- andi til þess. Það var baráttuglatt fólk sem fundinn yfirgaf og framundan baráttutíð bjartra vona. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.