Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 54

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 54
Stjórn Öryrkjabandalags íslands 2000-2001 Framkvæmdastjórn: Garðar O. Sverrisson formaður/Daufblindrafélagið. Emil Thóroddsen varaformaður/Gigtarfélagið. Elísabet Á. Möller gjaldkeri/Geðverndarfélag íslands. Gísli Helgason ritari/Blindrafélagið. Valgerður Ósk Auðunsdóttir meðstjórnandi/SPOEX. Aðrir í stjórn eru: Ingi Rafn Hauksson/Alnæmissamtökin. Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir/Blindravinafélagið. María Jónsdóttir/FAAS. Júlía G. Hreinsdóttir/Félag heyrnarlausra. Dagfríður Halldórsdóttir/Félag nýrnasjúkra. Málfríður Gunnarsdóttir/Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra. Heidi Kristiansen/Foreldrafélag misþroska barna. Sveinn Rúnar Hauksson/Geðhjálp. Árni Sverrisson/Heyrnarhjálp. Jón S. Guðnason/LAUF. Björn Tryggvason/Málbjörg. Helgi Seljan/MG-félagið. Garðar Sverrisson/MND- félagið. Óskar Konráðsson/Parkinson-samtökin. Sigríður Jóhannsdóttir/Samtök sykursjúkra. Pétur Bjarnason/SÍBS. Arnór Pétursson/Sjálfsbjörg, lsf. Þórir Þorvarðarson/Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Friðrik Alexandersson/Styrktarfélag vangefinna Þorlákur Ómar Einarsson/Tourette- samtökin. Jón Sigurmundsson/Umsjónarfélag einhverfra. Stökur Hann Óskar Björnsson í Neskaupstað sagðist hafa fengið launaseðil í ágúst þar sem Kaupþing hafði tekið við því hlutverki sem bærinn hafði áður. En Óskari brá þegar skatttakan var 21 þúsund í stað þeirra tæpu fjögurra þúsunda sem hann hafði áður mánaðarlega greitt og rétt var. Leiðréttingu fékk hann eftir að hafa eftir henni gengið, en setti þó þessar vísur saman: Hjá Kaupþingi er kaupið rétt klippt og niðurskorið. Á því get ég lifað létt og látist fyrir vorið. Ef ég mínum Drottni dey og dey nú kannski fyrir vorið. Vona ég að verði ei af vergum tekjum mínum skorið. Óskar Björnsson. Kærkomin sending Þetta ágæta bréf fékk ritstjóri á haustdögum frá Sigurbirni Ein- arssyni biskupi og birtist það hér í heild og er þakkað vel. Kæri Helgi. Vísuna “Gone away ein guter Mann”, sem birtist í síðasta Frétta- bréfi ÖBÍ (bls 25) lærði ég haustið 1929 af Guðmundi Kjartanssyni frá Hruna, síðar jarðfræðingi, og hef ég jafnan talið, að hann hafi verið aðal- höfundur hennar, en fleiri í skólabekk hans í Menntaskólanum kunna að hafa hjálpað til við að setja hana saman. Vísan er ort um Ólaf Briem frá Stóra-Núpi, síðar magister í ís- lenskum fræðum og kennara á Laugarvatni, bekkjarbróður Guð- mundar og náinn félaga. Ólafur hafði forfallast eitthvað og ekki komið í skólann í nokkra daga, en það vissu félagar hans, að ekki var hann veikur að ráði. Því settu þeir saman þetta “erfiljóð” og sungu það við raust yfir honum, þegar hann var “genginn aftur”. Báðir prestssynir, Guðmundur og Ólafur, voru glaðsinna og gaman- samir, þótt báðir væru hæglætismenn og hljóðlátir í dagfari. Þeir voru víst í 5.bekk þegar þetta gerðist, og það vel á veg komnir í þýsku og latínu, að þeir gátu slett báðum tungum nokkuð, í bland við dönsku og ensku. “Frater bone, vale”, þýðir: “Bróðir góði, vertu sæll”. Þetta er þér til vitneskju hripað og sent. Með góðri kveðju Sigurbjörn Einarsson Hlerað í hornum Garðar Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður, komst oft snilldarlega að orði á þingi. Einu sinni sagði hann: “Það er nú meira snobbið hér á Alþingi. Hér er maður sem heitir Gunnar Sigurðsson og kallar sig Thoroddsen. Svo er annar sem heitir Ragnar Sigurðsson og hann kallar sig Arnalds. Nú og svo er hér Eggert Sigurðsson og hann kallar sig Hauk- dal. Sjálfur er ég nefndur Garðar Sigurðsson og er bara alls ekki Sigurðsson”. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.