Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 20
MÆT KONA MIKILLAR ANNAR María Bjarnadóttir tekin tali Hollt er það löngum að horfa til baka, líta til lífskjara og lífsaðstæðna fólks fyrr á öldinni og bera saman við þá breyt- ingatíð sem við nú lifum á, gjör- breyttar eru aðstæður allar, en engu að síður bíður vá við of margra dyr og fátæktin einber alltof margra hlut- skipti. Hér í Hátúnshúsunum býr fólk sem hefur frá mörgu að segja frá fyrri tíð og vissulega hefði ritstjóri mátt og átt að skrá niður eitthvert brot þeirra íjölmörgu frásagna, sem hann hefur frá þessu fólki heyrt á starfs- tíma sínum hér. Mér var bent á það af henni Stellu Friðriks að hér væri til húsa margfróð kona, hálfníræð að aldri og rétt væri að taka hana tali svona í síðasta tölu- blaðinu sem undirritaður ritstýrir. María Bjarnadóttir heitir þessi heiðurskona mikillar og langrar lífs- annar og þó treg væri til féllst hún á að eiga við mig orð um sitthvað sem á dagana hefur drifið, þó engin verði það ævirakning. María er fædd í Stykkishólmi 8. ágúst 1915 og þar ólst hún upp til fullorðinsára. Foreldrar hennar voru Kristín Guð- mundsdóttir, ættuð úr Eyjafirði og Bjarni Magnússon, ættaður úr Húna- þingi. Alsystkinin voru 8 og einn hálfbróður átti hún að föðurnum, öll eru þau nú látin. María kveður bernsku sína hafa ágæta verið. Faðir hennar var járn- smiður. Það þurfti mikils að afla fyrir stórt heimili, en það var alltaf nógur matur og mörgum gefinn biti, enda margur fátækur þá í Hólminum. Um leið og talið barst að fátækt þá hitnar Maríu í hamsi, hún fer að tala um hinn mikla mismun á kjörum fólks í dag, þar sem fátækt sé alltof mikil og hún spyr ráðamenn: “Viljið þið í raun hverfa aftur til gamla tímans með allsleysinu hjá svo alltof mörgum?” En aftur að æskudögunum. María segir að afar mikill gestagangur hafi verið á heimili sínu, bæði af Fells- María Bjarnadóttir strönd og annars staðar úr nágrenninu og einnig af fólki að norðan frá æsku- slóðum foreldranna. Algengt hafi t.d. verið að heinúlis- fólkið gengi úr rúmum sínum. Barna- skólinn var hennar menntabraut, en sú vist henni hugumkær, enda kenn- ari hennar Sesselja Konráðsdóttir ein- staklega yndisleg manneskja. María byrjaði ung að vinna, var sem krakki strax í fiskvinnu, jafnvel við flökun og fleira. Flogaveikiköst fylgdu henni frá fæðingu, læknar töldu að annað hvort hefði hún fengið högg á höfuðið eða ofkælst. Hingað suður fór hún á unglingsárum til lækninga og rann- sókna, var hér einn vetur og fékkst þá við húshjálp hjá konunni sem hún leigði hjá. Fjögur síðustu árin sín í Hólminum var hún hjá systrunum - nunnunum á St. Jósefsspítala, það voru yndislegar manneskjur, en nú eru þær allar horfnar yfir móðuna miklu. Hún sagðist alltaf hafa komið við hjá þeim áður í heimsóknum sínum í Hólminn eftir að suður var komið. Hérna syðra beið hennar önn og erfiði, en ekki vill María of mikið úr því gjöra. Alfarin hingað suður kom hún 1939, þá 24ra ára gömul. Hún byrjaði að vinna við úrbein- ingu nautakjöts á Laugavegi 28 og það var ekki létt verk, segir María, en “ég var ung þá og vön að þurfa að taka til hendi”. 1946 hóf hún störf á Landspítalanum, í eldhúsinu þar og átti þar langa og annasama starfsögu, því þar vann hún í alls 46 ár, i hálfri vinnu fyrir hádegi síðustu árin. Hún vann þar við allt sem til féll, úrbein- aði m.a. kjötið og var svo í matartil- búningnum á fullu. Þetta var afar erfitt fyrstu árin, forstöðukona var uppeldissystir Helga Benediktssonar í Eyjum, röskleikakona sem vildi líka láta aðra vinna og það ósvikið. Það var byrjað fyrir 7 á morgnana og unn- ið fram til 2 á daginn, svo kom önnur vakt frá 4-8 á kvöldin og á haustin var endalaus vinna í raun, því þá var tek- ið slátur og mikill forði geymdur til vetrarins. Þá var engin næturvinna borguð, en svo kom baráttukonan mikla, Margrét Auðunsdóttir og gjörði samninga íýrir okkar hönd”. María fer mörgum, fögrum orðum um dugnað, kjark og röggsemi Mar- grétar sem hún kveður vera enn á lífi, í hárri elli. “Það var kjarnakona sem miklu breytti til bóta fyrir okkur en við stofnuðum Sókn - starfsstúlkna- félagið eins og það hét þá. Þar var ég virkur félagi í baráttunni, en forystan var Margrétar og síðar kom Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, baráttukonur báðar af lífi og sál. Það gekk nú erfiðlega að fá kaupið hækkað og það man ég að verst gekk það þó á Grund, þar var slagurinn erfiðastur. En þegar skikkanlegir samningar fengust m.a. um greiðslur fyrir nætur- vinnu þá var líka hætt að taka slátur á Landspítalanum. r Igamla eldhúsinu þar var allt kjöt úrbeinað, bæði í matinn og ofan á brauð, ég bjó m.a. til mikið af rúllu- pylsum og vildi ekki hafa þær feitar, en ég saltaði þær vel. Einhverjir voru nú að hafa á móti saltinu, en ég sagðist vilja hafa mínar rúllupylsur eins og ég hefði alltaf haft og það þýddu engar “serimoníur” við mig, enda enginn mér vitanlega drepist af rúllupylsuáti”, og María hlær. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.