Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 27
Orsakir verkja (%) 11,4 B Bakverkir B Eftir slys □ Af öðrum orsökum [] Aðrir verkir Mynd 1 % 100 80 60 40 20 0 Mynd 2 Vmmifærir (%) Innritun Útskrift Eftirlit Rannsókn á árangri meðferðar Árin 1997 til 1999 fór fram könnun á árangri hinnar þverfaglegu með- ferðar sem veitt er á verkjasviðinu. Rannsóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðaráði og Tölvunefnd. Af handahófi voru valdir 158 sjúklingar sem innritaðir voru á verkjasvið Reykjalundar á ofannefndu þriggja ára tímabili og tóku þeir þátt í rann- sókninni. Af þeim voru 112 konur en 46 karlar. Meðalaldur var 39,5 ár. Sjúklingarnir svöruðu spurningalista þegar þeir voru innskrifaðir á Reykjalund og síðan aftur við út- skrift. Fyrir nokkru höfðu 90 sjúkl- ingar svarað spurningalista (póstlista) u.þ.b. einu ári eftir útskrift frá Reykjalundi. Sjúklingar mátu meðal annars eigin verki, kvíða og depurð á tölukvarða (Numeric Rating Scale - NRS). Tæplega helmingur þeirra ein- staklinga sem innritaðist á verkjasvið Reykjalundar á þessu tímabili (48,1%) var með bakvandamál (sjá mynd 1). Meira en helmingur þeirra sem til okkar hafa leitað hefur þjáðst í 5 ár eða lengur. Það verður því að setja raunhæf markmið og þau eru ekki endilega (og raunar sjaldnast) að losna við verkina á nokkrum vikum. Mikilvægara er að læra að lifa með verkjunum á besta mögulega hátt auk þess sem fólki er kennd sjálfshjálp með það að markmiði að draga sem mest úr verkjunum. Rúmlega 80% sjúklinganna tóku verkjalyf við komu á verkjasvið Reykjalundar. Tölfræði- lega marktæk minnkun á verkjum, kviða og depurð kom fram við út- skrift. Einnig kom fram marktæk minnkun á þessum þáttum við eftirlit tæpu ári eftir útskrift hjá þeim sem enn sem komið er hefur verið fylgt eftir. Ef árangur meðferðarinnar er mældur i færni/virkni hefur hann ver- ið tiltölulega góður. Við innskrift voru 18,4% sjúklinganna vinnufær og 33,4% voru á örorku eða endur- hæfingarlífeyri. Við útskrift voru 48,1% vinnufær og við eftirlit u.þ.b. einu ári eftir útskrift voru 61,1% vinnufær (sjá mynd 2). Almenn ánægja ríkti meðal þeirra einstakl- inga sem þátt tóku í rannsókninni með árangur meðferðarinnar og voru um 85% ýmist ánægð eða mjög ánægð með árangurinn. Lokaorð Langvinn verkjavandamál eru erfið í meðferð. Þverfagleg nálgun á endurhæfingardeild er hentugt með- ferðarform. Meðferðin eykur veru- lega færni einstaklinga með lang- vinna verki en dregur ekki að sama skapi úr verkjunum þótt um mark- tæka minnkun á þeim væri að ræða. Gigtarlyf koma stundum að notum en verkjalyf gagnast ekki fólki með langvinna verki sem ekki stafa af ill- kynja sjúkdómi. Magnús Ólason yfirlæknir (1) Keith T. Palmer og fleiri. Back pain in Britainxomparison of two prevalence surveys at an interval of 10 years, BMJ.320, 10. júní 2000; 1577-78. (2) Gunnar BJ Andersson Epidemiological features of chronic low-back pain. The Lancet, 354, 14. ágúst 1999, 581-5. (3) Gordon Waddell. The epidemiology of back pain. Clinical Standards Advisory Group.Epidemiology review: the epidemiology and cost of back pain. London HMSO, 1994. (4) Fin Biering - Sörensen og Ane Friis Bendix. Working off back pain. The Lancet, 355,3. júní 2000; 1929-30. (5) Maureen C. Jensen og fl. Magnetic reso- nance imaging of the lumbar spine in people without back pain. N Engl J Med 1994; 331: 69-73. (6) Saud MAL-Obaidi og fl. The role of anticipation and fear of pain in the persistence of avoidance behavior in patients with cronic low back pain. Spine, 25, 1. maí 2000; 1126- 31. (7) Chris J Main og Chris Spanswick. Pain management. An interdisciplinary approach. Churchill Livingstone, London, “000; m.a. síður 97-103. Hlerað í hornum Kona ein fór á hressingarhæli og kom svo heim í helgarleyfi. Vinkona henn- ar hældi útliti hennar á hvert reipi og sagði hana hafa yngst um tuttugu ár, spurði svo hvort hún ætlaði ekki aftur. “Ja, ég veit það nú ekki, miðað við það sem þú segir. Ekki vil ég koma aftur eins og um fermingu”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.