Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 35
SYSTRALJOÐ
í sumar er leið kom út ljóðabók eftir góða vinkonu ritstjóra, Margréti Trausta-
dóttur sem er búsett á Akureyri.
Þetta er hin fallegasta bók, skreytt einkar fallegum myndum Margrétar og
ber nafnið: Það sem ég get og vil.
Ritstjóri getur ekki stillt sig um að birta ljóð úr þessari bók og á næstöftustu
síðu blaðsins er í litum ein þessara yndislegu mynda hennar Margrétar.
Þetta barst svo í tal milli okkar Vilborgar Traustadóttur, systur Margrétar og
formanns MS félagsins en báðar glíma við þennan sjúkdóm.
Þá fór Vilborg að segja mér frá sínum eigin ljóðum sem varð til þess að rit-
stjóri falaðist eftir sýnishornum til að birta um leið og ljóð Margrétar. Vilborg sendi mér svo tvö ljóð ort þegar
hún var um tvítugt og svo valdi ritstjóri 3 ljóð Margrétar til birtingar og þannig eru þessi ágætu systraljóð til
komin. Megið þið vel njóta vænna verka.
Margrét
Traustadóttir
Vilborg
Traustadóttir
Margrét Traustadóttir:
Vitavörðurinn
Hann vaktaði vitann
hvern dag hverja nótt
meðan aðrir í húsinu sváfu rótt.
Gegn um sorta og byl
til himins hann leit
og frostið af harðneskju kinnarnar beit.
Hann var alltaf veðrinu háður
á síðkvöldum sumars þó andað gat rótt
hvinur vindanna þagnaður líka og hafið
varð hljótt.
Áður
Áður var nóttin hjá mér
myrkrið svalt
og ég elskaði þig.
Máninn á himni
nakið þitt hörund
og hafið sem spegill.
Áður.
Ævintýr
Ljóðrænt þetta kvöld.
Allt svo undur mjúkt og hlýtt.
Ó, að lífið væri ævintýr.
“Einu sinni voru kóngur og drottning í
ríki sínu,
hallargarðurinn var eins og Paradís
og prinsessan með blá augu”.
Ljóðrænt þetta kvöld.
- og vonda drottningin ekki heima.
Margrét Traustadóttir.
Vilborg Traustadóttir
Af vímu
Skímir af degi,
skrælnuðum degi.
Miskunnarlaus birta
treður sér inn í vitund mína.
Sem af vímu vakna ég
og við hlið mér hrýtur hamingjan sjálf
sem ég get ekki vakið,
ég fjarlægist,
hægum, hikandi skrefum.
Kuldinn nístir
og kælir ást mína.
Strákar
Þeir ruddust hér inn og réttu fram hendi og
réttu fram vín,
og sakleysið stundi en freistarinn glotti
til mín.
Glaðir og hressir strákar,
með sindrandi augu og fjör,
flettu þeir af mér sakleysi mínu
og buðu mér annað.
Buðu mér gleði og vín,
já gleði og vín og annað.
Ég opnaði í hálfa, hallaði aftur en opnaði svo
upp á gátt,
og sakleysið grét en freistarinn tók mig
í sátt..
Vilborg Traustadóttir.
Ljóðin eru ort þegar höfundur var um
tvítugt.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
35