Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Page 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Page 22
LAUF sótt heim r hlýjum haustdegi lögðum við Guðríður félagsmálafulltrúi leið okkar niður í þjónustu- setrið að Tryggvagötu 26 til fundar við það ágæta LAUF fólk, þau Jón S. Guðnason framkvæmdastjóra og Margréti Njálsdóttur fulltrúa Lands- samtaka áhugafólks um flogaveiki eins og félagið heitir fullu nafni. En LAUF styttingin er ljómandi og óhætt að segja að það lauf blómgist bærilega og ekki aldeilis á því hætta að það fölni og falli þó haustið fari að, því þá er einmitt til óspilltra málanna tekið í félagsstarfinu. Það fer nú að verða hver síðastur að heim- sækja okkar ágætu 7 aðildarfélög nið- ur í Tryggvagötu, því þau fá hér hús- næði gott á níundu hæðinni í Hátúni lOb og þá verður nálægð okkar og þeirra vart meiri og því fagnað vel. Til uppriijunar þá eru þetta þessi fé- lög auk LAUFS sem þegar er nefnt: Félag nýrnasjúkra, Málbjörg, Parkin- sonsamtökin, Samtök sykursjúkra, Tourette samtökin og Umsjónarfélag einhverfra. Og aðeins sagt: Veri þau öll velkomin. En svo beint að aðalefninu, heim- sókninni í LAUF. Tilefnið var að for- vitnast frekar um nýjan, fróðlegan bækling: Flogaveiki út úr skugg- anum og svo mikla og veglega fjöl- skylduhátíð í september síðast- liðnum, svo og auðvitað almenn fréttaöflun einnig. Að bæklingnum verður síðar vikið sérstaklega, en snúið sér að notalegu kaffispjalli við þau Jón og Margréti. Þau sögðu bæklinginn sendan styrktarfélögum sem vænan þakklætisvott fyrir góðan stuðning við samtökin. Einnig mun bæklingurinn fara til leikskóla, skóla og fjölda fyrirtækja. Þau lofuðu mjög hinn góða stuðning fólksins í landinu sem skilaði meiru að fjár- magni til en hinn opinberi stuðningur, þó ágætur væri. Þau sögðu vinnu við nýja stefnu- skrá hafa lokið í sumar og hún kæmi brátt út. Eins væri verið að vinna við stefnumótun fyrir þjónustusetrið sem væntanlega yrði lokið upp úr ára- mótum og þá snúið sér að ákveðnu þróunarstarfi í öllum félögunum sameiginlega. Jón Snævarr Guðnason r Inýrri stefnumótun fyrir LAUF sem formaðurinn, Kolbeinn Pálsson kynnir í bæklingnum verða fagsvið félagsins íjögur, sem mynda svo helstu stoðir í starfsemi allra deilda innan LAUFS. Fagsviðin eru: Fjár- málasvið, fræðslusvið, rannsóknar- svið og þjónustusvið. Þá yrði fram- kvæmdastjórn LAUFS skipuð for- manni, framkvæmdastjóra og for- mönnum fagsviða. Þau Jón og Margrét minntu á að fræðslan er sterkasta vopnið og hags- munagæsla sem allra best væri svo hitt meginverkefnið. Þessi verkefni bæði eru stöðug, þar duga engin átök aðeins, heldur hin vökula vinna alltaf og ævinlega. Þau sögðu að brýnt væri að ná sem best til lands- byggðarinnar og stefnt væri að sam- eiginlegri fræðsluferð félaganna allra út á land og skipulagt í góðri sam- vinnu við heimamenn. Þá vikum við talinu að sunnu- deginum 24. sept. hinni miklu ijöl- skylduhátíð LAUFS hjá íshestum í Hafnarfirði. Þann dag var haldið upp á alþjóðlegan dag helgaðan floga- veiki. En fyrst vildi Jón framkvæmda- stjóri koma því að, að 2-3 síðastliðin ár hefðu fjölskyldur flogaveikra, vinir og vandamenn verið kölluð til veiði- ferðar upp að Reynisvatni - þ.e. í júní hvert ár, mjög vel sóttar hátíðir, máske ekki svo mikið veitt en þeim mun meiri skemmtan af margvíslegu tagi. Eins er farið í Keiluhöllina einu sinni á ári, þar sem allir freista þess að sýna fimi sína í íþróttinni. Fyrst farið væri að tíunda starfið þá greindi Jón frá mjög öflugum og vel sóttum fræðslufundum á vet- urna hjá samtökunum. Og nú væri það á döfinni að sækjast eftir að fá hingað alþjóðlega ráðstefnu 2004 - ráðstefnu um samfélagið gagnvart flogaveikum - margir um boðið, en ráðstefnur sem þessar haldnar annað hvort ár, allt yrði reynt til að fá ráð- stefnuna hingað til lands. Forseta Alþjóðasamtaka floga- veikra, Philip Lee var boðið á Hafn- 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.