Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Page 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Page 10
„Hvimleiðast var að standa í eilífu basli með íjármálin í rekstrinum. Alla tíð hefur mér fundist of mikill tími fara í það. StarfsmannaQöldinn hefur alltaf verið að færast upp á við, allt árið var maður að smáráða inn fleira fólk og svo var kominn álitlegur halli um áramót. Síðan var þrefað um hækkun daggjalda, en þetta er ekkert einsdæmi. Þetta er svona á öllum heilbrigðisstofnunum. Þó hefur Reykjalundur þá sérstöðu að ríkið hefur nánast ekkert borgað í framkvæmdir. Eftir byggingu vinnu- heimilisins árið 1945 hefur Happ- drætti SÍBS staðið undir öllum við- bótarstækkunum. Núna er verið að byggja nýtt þjálfunarhús og sundlaug - framkvæmd upp á fleiri hundruð milljónir.“ Þótt Haukur sé hættur sem yfir- læknir á Reykjalundi er hann ekki laus undan ijármálunum. Sem for- maður SÍBS þarf hann að fylgjast vel með nýjustu framkvæmdum. Þar tók hann líka við af Oddi og hefur því verið formaður í tíu ár. „Ég hætti sem yfirlæknir á Reykjalundi í mars 1999, en held áfram að vera í nánum tengsl- um við stofnunina sem formaður SÍBS.“ Haukur er heldur ekki laus við yfirlæknisstarfið. Hann er þessa dagana með annan fótinn norður á gamla berklahælinu á Kristnesi í Eyjafirði þar sem nú er m.a. endur- hæfingardeild í mótun.“ Hvað er svo framundan hjá þér? „Aðalmálið er að ná saman helst 200 milljónum í nýju bygginguna á Reykjalundi. Þjálfunarhúsið er ætlað fyrir hópa, svo að hægt sé að skapa markvissari vinnubrögð fyrir fleiri sjúklinga samtímis. Einnig á það að stytta þann tíma sem fólk þarf í endurhæfingu. Litla sundlaugin sem er fyrir á Reykjalundi var byggð fyrir 25-30 árum og sinnir engan veginn nútímakröfum. Fyrir nokkrum árum var söfnun í sjónvarpinu til þessarar byggingar. Þá söfnuðust 45 milljónir - miklu meira en rnenn bjuggust við. Það er síðan Happdrættis SÍBS að fjármagna framhaldið, en samkeppin er alltaf að harðna á markaðnum, happdrættum að fjölga og stöðugt fleiri vilja bita af kökunni. Enn er samt hægt að halda í horfinu, því að SÍBS á marga trygga stuðningsmenn. Ennþá höfum við ekki beðið um krónu frá ríkinu. Hugmyndin er að taka lán fyrir því sem á vantar, sem happdrættið endur- greiði á tíu ára tímabili eða svo. Byggingin verður miklu dýrari en menn gerðu ráð fyrir; það er dýrt að byggja í dag. Við áætlum samt að húsið verði komið í notkun eftir ár.“ Þótt Haukur sé hættur sem yfir- læknir á Reykjalundi vinnur hann enn að heill hinna sjúku. Það var gæfa okkar íslendinga, að Haukur skyldi komast í sérnám á heimsþekktum endurhæfingarspítala, hjá þeim manni sem lagði grunn að alþjóðlegri endurhæfingu. Gæfa okkar, að hann skyldi geta flutt þá þekkingu að Reykjalundi og unnið svona vel úr henni. Eflaust mun margt á Reykjalundi um ókomna tíð minna á Hauk Þórðar- son sem sat þar við stjórn í 29 ár - á eftir Oddi sem sat í 25 ár. Það skapar festu og öryggi að njóta starfsmanna sem helga sig starfinu. Reykjalundur er farsæl stofnun. Oddný Sv. Björgvins. Lifað með MND Einkenni og meðferðir Enn gefur MND félag íslands út ágætt fræðslurit í sinni fróðlegu ritröð: Lifað með MND og að þessu sinni ber það nafnið: Einkenni og meðferðir. í inn- gangi er sagt svo um viðbrögð við MND-greiningu: Þú getur náð stjórn á lífi þínu aftur og náð stjórn á MND að vissu marki. Fyrst er kafli um hverjar séu hugsanlegar orsakir MND/ALS en alltof mörgum spurnum þar enn ósvarað. Sjúk- dómurinn er sjaldan arfgengur, of mikil glútamínsýra hefur áhrif, áhættuþættir eru í umhverfinu, afbrigðileiki í ónæmiskerfi kemur til greina og svo eru vaxtarþættir tauga og svokölluð þrifhormón nefnd til sögu. Þá er vikið að einkennum og hvaða möguleikar séu á meðferð: Krampar, þreyta, missir á stjórn tilfinninga, þvaglát erfið, bólgur á höndum og fótum, slef/munnvatnsmyndun, þykkt kvefslím, kjálkaskjálfti, barkakýlis- krampar, meltingartruflanir, nef- stífla/eyrnahella, hægðatregða, svefn- truflanir, þunglyndi/kvíði, kyngingar- vandamál, talvandamál og andnauð. í öllum tilfellum er svo rætt um við- brögð við þessum fylgikvillum svo sem lyfjagjöf ýmiss konar og sem dæmi um ráð nefnd: kyngingar- vandamál: ýttu hökunni niður á með- an þú kyngir eða talvandamál: ýktu málfar þitt eins og “lélegur Shakespeare leikari”. Varðandi lyfja- gjöf má nefna: Ef munnvatnið er þér til trafala eru til lyf sem hjálpa þér til við að þurrka upp munninn. Við svefnerfiðleikum er rétt að taka mild slökunarlyf - og þannig áfram. Sér- kafli er svo um Rilutek - glútamíns- sýruhemjandi lyf, því næst er rætt um óhefðbundnar meðferðir o.fl. Loka- stig MND/ALS er svo síðasti kaflinn og þar sagt hvað eigi að vera leiðandi í umönnun: sjálfsforræði, mann- gæska og góðvild. í lokaorðum segir svo: í dag er full Forsíða bæklingsins ástæða fyrir sjúklinga og aðstand- endur að vera vongóðir þar sem til- raunir með sjúkdómsmeðferðir halda áfram. Það er ekki að efa að þessi ritröð kemur að miklu gagni fyrir MND sjúklinga, aðstandendur þeirra og umönnunaraðila. Og bjartsýnin ræður ríkjum þrátt fyrir alla alvöruna sem þessum sjúk- dómi fylgir. MND félaginu er sannur sómi að ritröð sinni. H.S. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.