Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 53

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 53
Margrét Guðrún Bjarnardóttir Fyrstu jólin mín að heiman Formáli ritstjóra: Gömul, gulnuð blöð geyma margt gullkornið ef grannt er að gáð. Þannig fann frændi ritstjóra, Björn G. Eiríksson, nær 80 ára gamlar ritgjörðir kærrar, geng- innar frænku okkar, þegar hún var á Hvítár- bakkaskólanum, Margrét Guðrún þá sautján ára Bjarnardóttir gömul. Ritstjóra þótti rétt að fleiri fengju augum litið, en þó söknuður búi að baki og hugsað sé heim þá er lýsingin skýr og ágæt um leið. Og nú gefur ritstjóri þessari hjartkæru frænku sinni orðið: r Ajólunum 1912 lá snjór á jörðu og það var glaða tunglsljós og allt var mjög hátíðlegt frá náttúrunnar hálfu. Það hefur svo skemmtileg og næstum helgandi áhrif á alla, þegar náttúran lítur þannig út, einmitt á jól- unum og það gerir endurminninguna um hina helgu jólanótt, þegar hið guð- dómlega barnið Jesús fæddist, ennþá skýrari. A aðfangadag þessara jóla var ég ásamt fólkinu á Hvítárbakka búin að klæða mig í beztu fotin mín og við vorum farin með mestu ánægju að snæða jólamatinn klukkan 6. Svo var farið að lesa lesturinn, þegar búið var að borða og þar á eftir var drukkið kaffi og sjókólaði. Síðan var farið að skemmta sér með alls konar leikjum og verið að því þangað til klukkan 3 um nóttina. Á jóladaginn fór ég til næsta bæjar, sem er skammt héðan frá Hvítár- bakka, og var það hin bezta skemmt- un, því fólkið var svo alúðlegt og það var svo gaman að sjá litlu börnin, hvað gleði þeirra var hrein og ánægja þeirra mikil yfir fallegu fötunum sínum og mörgu kertaljósunum sem þau höfðu fengið um jólin. Gleði barnanna og hvað þau skemmtu sér innilega kom því til leiðar að það vaknaði hjá mér söknuður, þegar ég hugsaði um það, að hún góða mamma mín gefur mér nú ekki lengur kerti og ýmislegt góðgæti á jólunum, hún sem mér þykir alltaf svo vænt um. Annan í jólum fór ég til kirkju ásamt fleira fólki og við fengum allgóða ræðu hjá prestinum, og þegar heim var komið, var farið að skemmta sér með dansi - og það var dansað fram eftir kvöldinu. Jólin sem ég tilgreini hér voru að vísu ekki eins skemmtileg og mörg önnur jól sem ég hefi lifað, en ég tek þau aðeins af því að það eru fyrstu jólin, sem ég er ekki heima hjá mér. Margrét G. Bjarnardóttir. r Eg er að velta því fyrir mér Hann Oskar Björnsson í Neskaupstað, sem átti í síðasta blaði þessar yndislegu sögur af smáfólki, gjörir það ekki endasleppt við blaðið. Nú kemur frá Óskari önnur sending, bráðsmellin, þar sem hann rifjar upp leik að orðum sem var iðkaður í Morgunblaðinu fyrir hálfri öld. Og hér hefst svo leikurinn: Hvar er hægt að setja niður bragðlauka? Hvað er Ijaðrafok mörg vindstig? Er maður ekki orðinn nakinn, þegar búið er að spyrja mann spjörunum úr? Hvar lifa bragðarefir? Hvernig getur maður sem ekki á bát komið ár sinni fyrir borð? Er hægt að borða með hefilspónum? Er hægt að greiða sér með svínakambi? Hvaða efni eru í skuldasúpu? Er hægt að nota ístrubelgi á línu? Er hægt að nota hrokagikki á byssur? Með hvaða efni er hægt að hreinsa túnbletti? Geta aðrir en trésmiðir gert axarsköft? Er hægt að skjóta biðukollur? Hvar vaxa blómarósir? Er hægt að versla fyrir trjákrónur? Fólk, sem kemst í bobba hlýtur að vera smávaxið. Er hægt að nota negulnagla við smíðar? Er hægt að vera bjartsýnn í myrkri? Er hægt að vera svartsýnn í sólskini? Getur maður soðið mat í blómsturpottum? Er hægt að sofa úti í gluggatjöldum? Er hægt að brynna músum þar sem rottur eru? Er hægt að draga ýsur, þar sem er bara þorskur? Getur ekki orðið stjörnuhrap í Hollywood? Skyldu aflasælir skipstjórar alltaf vita hvar fiskur liggur undir steini? Geta vindhanar galað? Er hægt að veiða síld með interneti? Er hægt að háfa síld með reykháfum? Er hægt að prjóna peysu með títuprjónum? Hvar vaxa herðatré? Er hægt að nota kjaftatík við smölun? Er hægt að keppa í gönuhlaupi? Er hægt að skjóta ör með regnboga? Óskar Björnsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.