Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 56
Nýr framkvæmdastjóri
• •
Oryrkjabandalagsins
Eins og hér hefur skýrlega komið fram í Fréttabréfinu hefur Arnþór
Flelgason verið ráðinn til starfs framkvæmdastjóra Öryrkjabanda-
lagsins og hóf hann störf 1. des. sl. Ráðning Arnþórs var sam-
hljóða samþykkt af framkvæmdastjórn í maí sl. og kynnt þá um leið í að-
alstjórn.
Arnþór ætti að vera óþarft að kynna hér svo lengi sem hann setti svip
sinn á þetta málgagn. Þegar Garðar Sverrisson formaður kynnti ráðningu
hans á aðalstjórnarfundi sagði hann m.a. að Arnþór væri hinn verkhæfasti
og samviskusamasti starfsmaður, íslenskumaður einstaklega góður, tölvu-
kunnáttu hans við brugðið og svo væri hann með einstakan þekkingar-
grunn að baki. Arnþór er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1952, sonur
hjónanna Guðrúnar Stefánsdóttur og Helga Benediktssonar. Stúdent frá
MR varð hann 1972. Flann hefur stundað nám í Háskóla íslands í
íslenskum fræðum og norskum, í uppeldis- og kennslufræði og í hagnýtri
fjölmiðlun.
Arnþór hefur tekið virkan þátt í félagsmálum, stjórnmálum o.fl., hann
hefur séð um fjölmarga útvarpsþætti og verið starfandi hjá Blindra-
bókasafni Islands sem deildarstjóri námsbókadeildar og deildarsér-
fræðingur á sviði blindraleturs nú síðustu árin. Sem fulltrúi Blindrafé-
lagsins sat hann í stjórn Öryrkjabandalags íslands 1983-1994, var for-
maður þess 1986-1993 og þá í hlutastarfi þar.
Arnþór gegndi á þeim tíma fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir banda-
lagið innanlands sem utan. Alls hins besta er honum árnað í starfi sínu
og baráttu fyrir bættum hag fatlaðra. Þar gengur vanur maður að verki.
H.S.
Vissir þú að ...
Táknmál er ekki alþjóðlegt mál.
Hægt er að ríma á táknmáli.
Hægt er að mismæla sig á táknmáli.
Hægt er að vera þvoglumæltur á táknmáli.
Smábörn tala smábarnatáknmál.
Unglingar sletta á táknmáli.
Táknmál var bannað í yfir 100 ár.
A hverjum degi verða til ný tákn í íslenska táknmálinu.
Til er ljóð á táknmáli.
Það er ekki hægt að tala táknmál með andlitið hulið.
Táknmál þróast hratt og er töluvert ólíkt eftir kynslóðum.
Táknmál er fullgilt mál og er móðurmál heyrnarlausra.
Þessa góðu sendingu fékk ritstjóri frá henni Berglindi Stefánsdóttur, formanni
Félags heyrnarlausra og skólastjóra Vesturhlíðarskólans. Nei, Berglind mín, ég
vissi sumt en alls ekki allt. Hvað um ykkur lesendur góðir?
Frá
Samtökum
sykursjúkra
Breytingar hafa verið gerðar innan
stjórnar Samtaka sykursjúkra og
hefur nýja stjórnin skipt með sér
verkum þannig:
Þuríður Björnsdóttir formaður,
Fríða B. Bragadóttir ritari og aðrir í
stjórn: Kristín
Ágústa Björns-
dóttir, Hallbjörn
Bergmann, Sig-
urður V Viggós-
son og Samúel
Sveinn Bjarna-
son.
Þuríður Fulltrúi Sam-
Björnsdóttir taka sykursjúkra í
stjórn Öryrkjabandalags íslands er
Sigríður Jóhannsdóttir og til vara
Kristín Ágústa Björnsdóttir.
Helstu málefni Samtaka sykur-
sjúkra eru að gæta hagsmuna félags-
manna, útgáfa bæklinga og að halda
fræðslufundi. Einnig gefur félagið út
tímaritið Jafnvægi og sendir frá sér
með jöfnu millibili fréttabréf þar sem
greint er frá því hvað um er að vera
hverju sinni t.d. gönguferðir, fræðslu-
fundir og annað fréttnæmt.
Þuríður Björnsdóttir
formaður.
Hlerað í hornum
Fína frúin ofurfeita vildi láta málar-
ann festa sig á léreft. Hún sat fyrir í
svörtum síðkjól þar sem allar línur
runnu út í eitt. Þegar málarinn hafði
lokið verkinu og frúin var orðin
ánægð þá sagðist málarinn verða að
gefa henni afslátt. Það þótti frúnni
skrýtið en þá sagði málarinn: “Jú, ég
gat notað rúllu á nær allt saman”.
I gamla daga sátu hefðarmenn fremst
í kirkjum og voru gjarnan með hár-
kollur. Meðhjálpari einn var að laga
ljósin á kertunum og ekki vildi betur
til en svo að neisti hrökk fram á hefð-
armanninn og hárkollan gott kveiki-
efni. Meðhjálparinn rýkur til og blæs
á eldinn sem æsist því meir. Þá rífur
maðurinn af sér hárkolluna og
hvæsir: “Hérna, hafðu hana þá,
bévítans brennuvargurinn”.
56