Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 19
Jóhannes Albert Sævarsson hæstaréttarlögmaður: Lögfr æðiþj ónusta Öryrkj abandalagsins Þá var kosið í kjörnefnd fyrir næsta aðalfund: Dagfríður Halldórsdóttir, Helgi Hjörvar og Þórir Þorvarðarson. Önnur mál Guðríður Ólafsdóttir minnti á heimsgöngu kvenna gegn örbirgð og ofbeldi 24. okt. nk. og hvatti til mætingar. Sigurður V Viggósson skoraði á ÖBÍ að láta til sin taka það óréttlæti að öryrkjar misstu bætur við sjúkrahússvist eftir tiltölulega stuttan tíma. Valey Jónasdóttir vildi harðorða ályktun vegna meðferðarinnar á Framkvæmdasjóði fatlaðra. Hefði kosið meiri umræðu um yfirfærslu- málin, yfirfærslan örugglega erfið litlum sveitarfélögum. Færði þakkir fyrir ágætan fund. Gísli Helgason minnti á urg og ótta í mörgum sveit- arstjórnarmönnum vegna yfir- færslunnar. Málið hins vegar sótt sem heilagt af hálfu Þroskahjálpar og því yrðum við að halda vöku okkar. Fundarslit Garðar Sverrisson formaður lýsti mikilli ánægju með þennan fund, ein- drægni hans og samstöðu manna. Umræðuhóparnir hefðu skilað ágæt- um árangri. Varaði við þeirri til- hneigingu sem sér virtist svo rik að halda Öryrkjabandalaginu utan við umræðu um yfirfærsluna og rakti dæmi þessa. Þakkaði fundarstjórum og fundarriturum ágæt störf og sleit fundi kl. 16.45. H.S. Hlerað í hornum “Ósköp líturðu illa út”. “Já, ég drakk alltof mikið brennivín fyrir viku síðan”. “Hvað er þetta. Þú ættir nú að vera búinn að ná þér eftir það”. “Jú, jú, en nú á ég að fara að borga fjárans vínið”. Þessi var sögð rétt eftir jarð- skjálftana. Maðurinn kom i vinnuna og sagðist hafa hrokkið upp við tals- verðan jarðskjálfta um nóttina, Menn sögðu honum að það hefði enginn jarðskjálfti verið . Þá sagði maðurinn sem átti afar stórvaxna og ofurfeita konu: “Jæja, hún Bína mín hefur þá bara verið að bylta sér í rúminu”. r milli aðalfunda 1999 og 2000 hafa verið bókuð 287 viðtöl hjá lögfræðiþjónustu Ör- yrkjabandalags Islands. Auk þess er veitt ráðgjöf í gegnum síma og hefur fólk, einkum af lands- byggðinni, nýtt sér þá þjónustu í auknum mæli. Um fjölda þessara erinda hefur ekki verið haldin nákvæm skráning. Þó er merkjanlegt að sá hópur einstaklinga sem þannig leitar til lögfræði- þjónustunnar hefur farið vaxandi. Lögfræðiþjón- ustan er í boði fyrir há- degi alla miðvikudaga í húsnæði Öryrkjabandalagsins við Hátún 10. í ársskýrslu lögfræðiþjónustunnar 1998 var m.a. fjallað um tvö álitaefni sem leitt höfðu til skerðingar á líf- eyrisrétti ijölda öryrkja hjá lífeyris- sjóðum. Hið fyrra laut að endurmöt- um á orkutapi og hið síðara að ágreiningi um rétt til svokallaðs framreiknings á lífeyrisréttindum. Niðurstöður endurmata lífeyris- sjóðanna sem leiddu til lækkunar eða brottfalls lífeyrisréttar byggðust á því að orkutap viðkomandi var að mati sjóðanna ekki talið hafa valdið tekju- skerðingu í sama mæli og áður þar sem viðkomandi væri talinn almennt hæfur til að sinna svokölluðum “létt- um störfum”. Hugtakið orkutap hef- ur hvergi verið skilgreint í reglu- gerðum lífeyrissjóða eða í öðrum heimildum. Nauðsynlegt var að skil- greina hugtakið “orkutap” til að skera mætti úr því hvort skerðing lífeyris væri réttmæt. Fremur tilviljanakennd framkvæmd sem birtist í matsniður- stöðum lífeyrissjóðanna hefur fram til þessa ráðið þar mestu um. r Itveimur dómsmálum þar sem reyndi á hugtakið “orkutap” í reglugerð lífeyrissjóðs voru lagðar fram matsgerðir dómkvaddra yfir- matsmanna þar sem leitast var við að skilgreina þetta hugtak sem hér um ræðir. í stuttu máli lögðu yfirmats- menn eftirtaldar forsendur til grund- vallar við mat sitt: Leggja mat á örorku sjóðsfélaga í samræmi við reglur um læknis- fræðilegt örorkumat og sundurliða það. Meta fyrri heilsufarssögu og starfsorku sjóðsfélaga og gera leiðréttingu á niðurstöðu þeirri sem fyrst er fengin. Varðandi síðar talda at- riðið töldu matsmenn liggja beinast við að orkutap verði almennt metið sem uppsafnað orkutap á ævi sjóðsfélaga án tillits til þess hvenær viðkomandi gerðist aðili að lífeyrissjóðnum né hvert var fyrsta upphaf orkutapsins. Rétturinn til lífeyris skv. matsniður- stöðunni stofnast þegar viðkomandi sjóðsfélagi er kominn með svo skerta starfsorku að hann hafi náð orkutaps- skerðingu sem nemi 50% eða meira. Þessi niðurstaða er þýðingarmikil þar sem fyrri örorka skoðast sem hluti af heildarorkutapi. Fyrir utan mikilvægi þess að varpa ljósi á merkingu hugtaksins “orkutap” þá getur þessi niðurstaða haft þýðingu þegar leysa skal úr síðara álitaefninu þ.e. hvenær sjóðs- félagar skulu njóta framreiknings líf- eyrisréttinda hjá lífeyrissjóðum. Eiga öryrkjar rétt til framreiknings óháð örorku sem var til staðar áður en þeir gerðust aðilar að lífeyrissjóði? Á það álitaefni reyndi ekki í ofangreindum dómsmálum. Það er h.v. brýnt að fá úr þvi skorið hvort réttmætt geti talist hjá lífeyrissjóðum að hafna eða skerða réttinn til framreiknings líf- eyrisréttinda ef sjóðsfélagi bjó við orkutap þegar hann gerðist aðili að lífeyrissjóði. Jóhannes Albert Sævarsson, hrl. Jóhannes Albert Sævarsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.