Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 8
að auka orkuna, bæta sjúklingi upp orkutap. Samanber örorka = engin orka, svo að segja má að orkulækning sé réttnefni.“ Er hœgt að sjá fyrir, hvort líkam- lega skertur sjúklingur búi yfir svo miklum andlegum styrk að hann eigi eftir að vinna sig upp með endurhœfingu ? „Yfirleitt ekki, en maður finnur fljótlega hvort veikur hlekkur leynist hið innra. Stundum er hægt að grípa til sálfræðiprófa til að kanna and- legan styrk. I allri endurhæfingu ríð- ur á að finna þetta sem fyrst til að geta styrkt manninn andlega. Líkam- lega styrkinn getur maður metið fljótt. Sálarlegi styrkurinn er flóknara fyrirbæri.“ Endurhœfing hlýtur að hafa þróast mikið síöan þú byrjaðir? „Allar verklagsreglur hafa breyst mikið eftir að rannsóknir urðu tækni- væddari. Nú gefur segulómun á heila og mænu gleggri mynd, hvernig á að snúa sér gagnvart þessu eða hinu. Að- koman er líka allt önnur þegar sér- fræðimenntað fólk skipar hvert svið. Nú fer menntun sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa fram hér á landi, í vor er fyrsti hópur iðjuþjálfa að útskrifast frá Háskólanum á Akureyri. Allt teymið er betur menntað." Kemur sú stund að lamaðir og mœnuskaddaðir geti gengið? „Sagt er að fyrst hægt var að láta menn ganga á tunglinu, þá ætti að vera hægt að hjálpa mönnum að lyfta fæti á jörðinni. Vísindamenn hafa verið að kljást við þetta vandamál í mörg ár, en rannsóknir hafa ekki enn skilað árangri. Ég hugsa að þetta eigi eftir að þróast, ef hægt verður að koma því fyrir með innri tækni að senda rafmagnsboð niður í fætur. Einnig hlýtur að þróast meira af tæknilegum búnaði á sviði stoðtækni. I dag er allt annað fyrir mann að missa mátt í ökkla en fyrir 40 árum, spelkan er svo miklu fullkomnari. Alltaf er verið að þróa nýjar aðferðir í stoðtækni. Þróun á þessu sviði má líkja við lyijarisana, sem sífellt eru að koma með ný og fullkomnari lyf. Nú heyrði maður í fréttum nýlega að veðurfrœðingar gætu spáð fyrir um ýmsa sjúkdóma sem tengjast veðrinu. Eru vísindamenn á ólíkum sviðum farnir að vinna meira sam- an? Haukur að veiða með barnabörn- unum í tjörninni Dimmu í Iandi Hrauntúns. „Tvímælalaust. Stöðugt fleiri tæknigreinar vinna saman með lækn- isfræðinni. Nefna má að þekking í verkfræði og hagfræði er töluvert notuð í heilbrigðisþjónustunni. Sjálf- sagt á veðurfræðin eftir að koma þar við sögu líka.“ Haukur leiðir hjá sér spurninguna, hvað hann hafi afrekað mest í lífinu, segir að því verði aðrir að svara eftir sinn dag, en segist ákaflega sáttur við þau verkefni sem sér hafi verið falin og sáttur við framvindu þeirra mála. „Ég hef dregist svolítið inn í þessi félagsmál. Þetta byrjaði í gegnum min sérfræðistörf. Ég hef sagt við konuna mína að þetta hafi læðst að manni - komið af sjálfu sér! I stjórn Læknafélags íslands sat ég í tíu ár, þar af formaður í sex ár. Læknafélag- ið gegnir ýmsum hlutverkum, en stundum er mikil ólga í kringum lækna, þótt genamálið hafi ekki verið komið í minni formannstíð. Einnig hef ég unnið nokkuð í stjórn Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra.“ Formaður í SÍBS, formaður í Læknafélagi Islands, formaður i Öryrkjabandalaginu og stjórnar- maður í Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra - allt þetta hlýtur að hafa tekið geysilegan tíma og hugarorku. Haukur brosir eins og hann viti hvað ég er að hugsa. „En ég hef kynnst ógrynni af góðu fólki,“ segir hann, „og ég hef gaman af að velta fyrir mér hvaða leiðir er best að fara í sambandi við verkefni hvers félags.“ Segóu okkur aöeins frá uppruna þínum? „Ég fæddist við Laugaveginn, eins og Halldór Kiljan Laxness. Báðir fluttum við í Mosfellssveitina, vorum þannig á sama reit - en ekki að öðru leyti!“ Haukur er sposkur á svip, „reyndar fæddist ég í húsi móðurafa míns og ömmu við Laugaveg, ólst upp á Hverfisgötunni og síðar á Bergþóru- götunni. Pabbi var áður bóndi á Hrauntúni, næsta bæ fyrir austan Uthlíð í Biskupstungum, en veiktist af berklum og var á Vífilsstöðum í Haukur á sextugsafmæli sínu með hluta af sínum stóra barnabarnahóp í kringum sig. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.