Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 41
Sú feitlagna skaut sér inn fyrir skenkinn og svaraði með nokkrum þjósti: - Drukknir menn fá ekki afgreiðslu. Mætti ég biðja þig að fara, annars neyðist ég til að kalla á lögregluna. - Hvurslags blamm- eringar eru þetta? Er virki- lega meiningin að neita mér um afgreiðslu? Stein- grímur sló á ný heilu hendinni í borðplötuna orðum sínum til áherslu. Pían endurtók fyrri um- mæli. Ertu að segja að ég sé drukkinn, ha? Mér finnst frekar ástæða til að kalla á lögregluna og láta hana kenna ykkur mannasiði. Það setti eins konar hlát- ur að píunni en Stein- grímur keyrði hnefann nokkru fastar en áður ofan í skenkinn. Servíettustatíf féll í gólfið. Jói vatt sér að skenknum og reyndi að róa Steingrím. Bauð honum kaffi. En Steingrímur vildi enga ölmusu og sagði Jóa að steinhalda sér saman. Sagðist eiga þó nokkra kaffisopana inni hjá þess- ari þjóð. - Já, já, ég veit það. Það var ekki þannig meint, sagði Jói. - Það var svei mér gott. En veistu á hverju herrarnir ætlast til að ég lifi á núna, ha? Nei, það veistu ekki. En eitt veit ég að höndin var ekki mikils virði í augum þeirra, aðeins skítur á priki eftir áratuga strit. Það eru þakkirnar. Svo fær maður ekki einu sinni kaffi á þessari hörmungarbúllu, en ég skal koma þessum kvensum í skilning um annað. Steingrímur snéri sér aftur að skenknum. Þá greip Jói í öxl hans og sagði: - Komdu snöggvast út með mér. Ég skal bjóða þér upp á Skála. Þar fást þessar dýrindis rjómatertur, þver- handarþykkar. En Steingrímur vildi ekki hlusta á sinn gamla skóla- bróður og heimtaði kaffi og með því. Vildi einnig fá að tala við dómsmálaráð- herra. Það væri verið að brjóta á sér lög. Mann- réttindi. Sagðist eiga skild- ar hærri bætur fyrir hönd- ina en hungurlúsin sem lögð væri inn á bókina hans einu sinni í mánuði. Er það réttlætið sem prestarnir prédika yfir alþingismönnunum við hverja þingsetningu? Það heyrðist sírenuvæl. Síðan gengu tveir lag- anna verðir snöfurlega inn i kaffistofuna, bentu á Stein- grím og spurðu hvort þetta væri herramaðurinn sem þeir hefðu verið beðnir um að sækja. Vitaskuld þurftu þeir ekki þennan formála, enda tóku þeir umræddan mann á millum sín og stefndu til dyra. Hann braust um og sagðist þurfa nauðsynlega að tala við dómsmálaráðherra. Laganna verðir tóku vel í það. En ekki hérna, sögðu þeir um leið og þeir hurfu með Steingrím út í krepj- una. Hann sá gegnum rúðuna hvar lögregluþjónarnir vippuðu Steingrími eins og fiðurpoka inn í bifreið sína. Þar seig hann saman á milli þessara þrekvöxnu laganna varða. Hann mátti sín einskis, enda búinn að missa aðra höndina í bar- áttunni fyrir gjaldeyris- öflun þjóðarinnar. Lögreglubifreiðin hvarf upp götuna. Krapaslettur stóðu langt aftur úr henni. Guðjón Sveinsson Mánabergi Breiðdalsvik. Hlerað í hornum Amman og dótturdóttirin lágu saman uppi í rúmi og sú litla skoðaði hendur ömmu sinnar og spurði svo: “Amma, af hverju ertu svona krumpuð?” Amman svaraði því til að það væri af því að hún hefði vaskað svo mikið upp um dagana. Eftir dálitla um- hugsun spyr sú litla: “En amma, af hverju ertu þá svona krumpuð alls staðar?” Maður einn hafði þann leiða sið (að konu hans fannst) að kalla hana alltaf sex barna móður sem hún raunar var. Einu sinni þegar hann kallaði: “Ertu að verða tilbúin, sex bama móðir”, þá brá honum illa við svarið: “Rétt strax, fjögurra barna faðir”. Brúðguminn var alveg að fara á taug- um og þegar prestur spurði hann hvort hann vildi ganga að eiga brúð- ina þá kom ekkert svar. Presturinn sagði loksins á lágu nótunum, en svo heyrðist um kirkjuna: “Já”. Þá hrökk upp úr brúðgumanum: “Já, ég líka”. Aðstoðarpresturinn var að hætta og eftir síðustu guðsþjónustu hans létu sóknarbörnin hryggð sína í ljós yfir brottför hans. Hann sagði að þau myndu örugglega fá ágætan aðstoðar- prest sem ynni verk sín vel. Þá gall við í einni konu í hópnum: “Það er nú hreint ekki víst. Það sögðu þeir nú líka síðast’’. Gamla piparmeyjan gaf Hjálpræðis- hernum karlmannsföt sem hún hafði saumað sjálf. “En það er engin klauf á buxunum”, sagði hermaðurinn. “Gefurðu þá ekki piparsveini fötin?” *** Læknirinn sagði Jóni að hann ætti að drekka bolla af heitu vatni á hverjum morgni til að laga meltinguna. Þá sagði Jón: “Það hef ég gert í ijölda- mörg ár en konan mín kallar það kaffi”. Kona kom inn á hótel og hitti þar fyrir þingmann sinn sem æddi fram og aftur, afar taugaveiklaður. Hún spurði hvað hann væri að gera og hann sagðist vera að fara yfir ræðu sem hann ætti að flytja. Hún spurði hvort hann væri alltaf svona tauga- trekktur þegar hann ætti að flytja ræðu, en hann kvaðst aldrei vera það. Þá spurði konan: “En hvað ertu þá að gera hér á kvennaklósettinu?” *** Jóna: “Hugsaðu þér að vinna fullt starf og gera svo allt heima sem gera þarf. í gær þvoði ég upp og þvoði þvott og í dag verð ég að þvo gólfin og gluggana”. Gunna: “En maður- inn þinn, hvað um hann?” Jóna: “Nei, takk. Hann getur sko þvegið sér sjálfur”. Sjúklingurinn var að lýsa heilsufari sínu hjá lækninum og sagði honum frá ofskynjunum sínum. “Og hvernig eru þær?” spurði læknirinn. “Ég er nú ekki alveg viss. Ég var ekki alltaf með gleraugun þegar þær komu”. *** Hafið þið heyrt um nærsýna tann- lækninn sem ætlaði að taka tönn en tók kirtlana í misgripum? Og besta æfingin til að léttast er að standa tímanlega upp frá matborðinu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.