Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Qupperneq 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Qupperneq 11
FRAMKVÆMDASTJÓRI KVADDUR Formaður flytur fráfarandi framkvæmdastjóra þakkir Öryrkjabandalagsins á aðalfundi í október síðastliðnum. r lok desember næstkomandi mun Helgi Seljan láta af starfi framkvæmdastjóra Öryrkja- bandalags Islands. Nær þrjú ár eru síðan Helgi kunngjörði þá fyrir- ætlan sína að gefa ekki kost á sér til starfans lengur en til ársloka árið 2000. Stjórn Öryrkjabandalagsins hefur lengi verið ljóst að skarð Helga Seljan yrði ekki aðeins vand- fyllt heldur vandfundinn sá einstaklingur sem hefði til að bera þann bakgrunn, reynslu og þekkingu sem nauðsynleg eru til að sinna þeim þýðingarmiklu störfum sem Helgi hefur gegnt. Þótt flestum okkar hafi verið þetta ljóst, hygg ég að fáum hafi verið þetta ljósara en okkur sem sitjum í framkvæmda- stjórn eða störfum á skrifstofu bandalagsins og þurfiim að takast á við verkefni sem mörg hver út- heimta yfirgripsmikla þekkingu á þeim viðamikla málaflokki sem málefni fatlaðra eru. Eins og frá er greint á öðrum stað hér í blaðinu varð niðurstaða stjórnar sú að ekki dygði minna til en að leita til þess manns sem hafði forystu fyrir ÖBÍ þegar Helgi réðst til bandalagsins og starfaði náið með honum í rúman hálfan áratug. Sú yfirgripsmikla þekking og færni sem við viljum að nýr fram- kvæmdastjóri hafi segir meira en mörg orð um það hve mjög við höfum metið að verðleikum það fjölþætta og vandasama starf sem fráfarandi framkvæmdastjóri hefur leyst af hendi þau 13 ár sem hann hefur verið í þjónustu banda- lagsins. Þótt sá sem þetta ritar hafi um nokkurra ára skeið átt þess kost að starfa mjög náið með Helga Seljan, notið aðstoðar hans og ráðgjafar í fjölmörgum vandasömum málum, er hann litlu nær um það hvernig Helga hefur dugað vinnudagurinn til að leysa úr öllum þeim gríðar- fjölda mála sem á borð hans berast, að viðbættri ritstjórn blaðs okkar, ótal erindum einstaklinga og ijöl- mörgum verkefnum öðrum, setu í stjórnum og nefndum, sem hann hefur sinnt fyrir okkar hönd. Svo rækilega hafa ýmsir í okkar röðum gert sér grein fyrir þeim sjónarsvipti sem yrði að Helga Seljan að þegar höfum bæði við í framkvæmdastjórn og aðrir gert ráðstafanir til að halda honum áfram í verkefnum tengdum banda- laginu. Við þessi tímamót vill for- maður þó nota tækifærið og þakka Helga ómetanlega þjónustu í okkar þágu - þjónustu sem í raun hefur varað í áratugi, eða allt frá því hann á ungum aldri var kjörinn til setu á Alþingi og hóf þar að berjast fyrir hagsmunamálum okkar. Það verður seint metið til fulls hve mikið ián það var fyrir Ör- yrkjabandalagið að fá til liðs slíkan hugsjónamann sem Helga Seljan, með alla þá mannkosti sem hann hefur til að bera, mann sem með nærveru sinni einni hefur svo jákvæð og notaleg áhrif á umhverfi sitt að einu gildir hvort um er að ræða harðdrægustu andstæðinga, áhyggjum hlaðna samstarfsmenn eða umbjóðendur á barmi upp- gjafar og vonleysis. Þegar upp er staðið eru það ekki síst þessi hlýja og ljúfmennska sem skipt hefur okkur svo miklu máli og á lengst eftir að sitja í hugskoti okkar sem höfum verið svo lánsöm að starfa með Helga. Takist okkur að láta fordæmi hans verða okkur til eftir- breytni, þá óttast ég ekki um fram- tíð Öryrkjabandalagsins. Garðar Sverrisson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.