Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 38
Hann hafði leigt nokkra hríð her- bergi uppi á hana- bjálka. Pyngjan leyfði ekki frekari munað. Þarna gat hann hitað sér kaffi á litlu kósangastæki, einnig bolla- súpu og rakvatn. Hann vissi að húsráðanda, ekkju á óræðum aldri, var mein- illa við þessa matseld en lét kyrrt liggja. En þetta yrði aðeins til bráðabirgða. Fyrir nokkrum dögum hafði hann setið andspænis ritstjóra eins virtasta bók- menntatímarits landsins og sýnt honum handrit að smásögu. - Komdu á fimmtudag- inn. Þá get ég sagt þér hvernig mér líst á þetta, sagði ritstjórinn og fletti flausturslega vélrituðum blöðunum og tuggði eld- spýtu. - Komdu rétt fyrir hádegið, bætti hann við og stóð upp af stólnum. Það merkti að viðtalinu væri lokið í bili. Hann mætti á tilteknum tíma. Það murraði í ritstjór- anum þegar hann bauð honum góðan dag, enda niðursokkinn í lestur. Hann þóttist þekkja vélrituðu arkirnar er geymdu smá- söguna hans. Hún gerðist í glæpahverfi í París, þótt hann hefði aldrei komið þangað. Loks stakk ritstjórinn upp í sig eldspýtu. - Áttu meira af svona efni? spurði ritstjórinn og tuggði eldspýtuna áfergju- lega. - Meira ? ... hann fún- hitnaði innvortis. - Ég á við hvort þú sért að fást við skriftir? Guðjón Sveinsson rithöfundur: KAFFI UPPÁ KRÍT Guðjón Sveinsson Jú, víst var svo. - Hefðirðu áhuga ... -Sjáðu til. Ritstjórinn hætti að tyggja eldspýtuna. - Mér sýnist að þú getir skrifað en ... Hann beið. Hitinn hvarf úr brjóstinu en dofi læddist í hnjáliðina. Rit- stjórinn tók út úr sér eld- spýtuna. - Ungir menn sem ætla að skrifa þurfa nauðsyn- lega að skoða heiminn, milliliðalaust. Sjálfir. Þreifa á honum. Þefa af honum. Það er grunnurinn. Ekki byggirðu hús á sandi. Ritstjórinn stóð á fætur og rétti vélrituðu arkirnar að honum. - Við sjáumst þegar þú hefur lokið þeirri könnun. I þeim töluðu orðum stakk ritstjórinn eld- spýtunni upp í sig. Á leiðinni út klingdi í eyrum hans: ,, ... þurfa nauðsynlega að skoða heiminn sjálfir. Þreifa á honum. Þefa afhonum. Það er grunnurinn. “ Hann gekk út að glugg- anum. Skoðaði þaðan gráan októbermorguninn. Höfnin blasti við, myrkblá. Skar sig vel frá krapinu er huldi hafnarbakkann og göturnar. Éljadrög sveip- uðu flóann. Togari skreið inn um hafnarmynnið. Síður hans skörtuðu ryð- taumum. Hann snaraðist í úlpuna og hraðaði sér niður brak- andi stigann. „ ... þurfa nauðsynlega að skoða heiminn sjálfir. Þreifa á honum. Þefa afhonum. Það er grunnurinn “ ómaði fyrir eyrum. Viðmót og ásýnd um- hverfisins undirstrikuðu einhvern ótta í sál hans - ef til vill minnimáttarkennd eða uppgjöf. Hann hryllti sig og renndi úlpunni betur upp í hálsinn og stefndi vestur með sjónum. Krapið sletti kuldalega í góm við hvert fótmál. En mitt í allri þessari depurð barst til hans ilmur af nýsteiktum kleinum. Þessi ilmur færði hann nokkur ár til baka, heim í lítið eldhús og hann að hjálpa móður sinni við kleinugerð með því að snúa upp á þær. Þessi gamal- kunni ilmur hressti hann og vakti bjartsýni. Hann fékk vatn í munninn en um leið örlaði á samviskubiti. Hann hafði trassað að skrifa móður sinni. Hann svipaðist um. Brátt kom hann auga á skilti er sveiflaðist gjökt- andi i gjólunni. Á þvi stóð með stórum, skrautlegum stöfum: FIMMTÁN MENN UPP Á ... og með smærra letri: Kaffi og meðlœti. Öl, gosdrykkir o.fl. Það fór ekkert á milli mála. Slíkur staður hlaut að bjóða upp á eitthvað sér- stakt - og hann lauk upp dyrum. Hann varð fyrir eilitlum vonbrigðum. Kaffistofan var heldur krubbuleg og óvistleg, ekki beinlínis subbuleg, en greinilega var öll tiltekt og snurfus í lág- marki. Mynd af þrísigldu skipi, er sigldi blátt leiði undir svifléttum skýjum, hékk á veggnum gegnt inn- ganginum. Á kinnungnum mátti lesa Hispaniola. Allt eins og vera bar. Inni var fátt viðskipta- vina, tveir eða þrír vinnu- klæddir karlmenn er glugg- uðu í dagblöð. Hann gekk að skenknum. Innan við hann stóðu tvær píur með dapran svip. Hann bað um kaffi og kleinur en tók um leið eftir því að kleinu- lyktin var horfin. - Því miður, við eigum ekki kleinur, svaraði önnur pían og reyndi að brosa. Hún var horuð og þreytu- leg. Hin var þybbin með roða í vöngum. Svört brjóstahöld sáust glöggt gegnum hvíta blússuna. — Nú, ég ... mér fannst... ég fann kleinulykt áðan héma úti á götunni, stam- aði hann og gat varla leynt vonbrigðum sínum. Það má vera en hún hefur ekki borist héðan, því miður, sagði sú horaða og reyndi að brosa. - En við eigum ágætis vínarbrauð, snúða, brúntertu og ýmis- legt fleira, hélt hún áfram. Eftir stutta umhugsun pantaði hann kaffi og snúð. Pían var fljót að af- greiða pöntunina. Á meðan 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.