Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Síða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Síða 38
Hann hafði leigt nokkra hríð her- bergi uppi á hana- bjálka. Pyngjan leyfði ekki frekari munað. Þarna gat hann hitað sér kaffi á litlu kósangastæki, einnig bolla- súpu og rakvatn. Hann vissi að húsráðanda, ekkju á óræðum aldri, var mein- illa við þessa matseld en lét kyrrt liggja. En þetta yrði aðeins til bráðabirgða. Fyrir nokkrum dögum hafði hann setið andspænis ritstjóra eins virtasta bók- menntatímarits landsins og sýnt honum handrit að smásögu. - Komdu á fimmtudag- inn. Þá get ég sagt þér hvernig mér líst á þetta, sagði ritstjórinn og fletti flausturslega vélrituðum blöðunum og tuggði eld- spýtu. - Komdu rétt fyrir hádegið, bætti hann við og stóð upp af stólnum. Það merkti að viðtalinu væri lokið í bili. Hann mætti á tilteknum tíma. Það murraði í ritstjór- anum þegar hann bauð honum góðan dag, enda niðursokkinn í lestur. Hann þóttist þekkja vélrituðu arkirnar er geymdu smá- söguna hans. Hún gerðist í glæpahverfi í París, þótt hann hefði aldrei komið þangað. Loks stakk ritstjórinn upp í sig eldspýtu. - Áttu meira af svona efni? spurði ritstjórinn og tuggði eldspýtuna áfergju- lega. - Meira ? ... hann fún- hitnaði innvortis. - Ég á við hvort þú sért að fást við skriftir? Guðjón Sveinsson rithöfundur: KAFFI UPPÁ KRÍT Guðjón Sveinsson Jú, víst var svo. - Hefðirðu áhuga ... -Sjáðu til. Ritstjórinn hætti að tyggja eldspýtuna. - Mér sýnist að þú getir skrifað en ... Hann beið. Hitinn hvarf úr brjóstinu en dofi læddist í hnjáliðina. Rit- stjórinn tók út úr sér eld- spýtuna. - Ungir menn sem ætla að skrifa þurfa nauðsyn- lega að skoða heiminn, milliliðalaust. Sjálfir. Þreifa á honum. Þefa af honum. Það er grunnurinn. Ekki byggirðu hús á sandi. Ritstjórinn stóð á fætur og rétti vélrituðu arkirnar að honum. - Við sjáumst þegar þú hefur lokið þeirri könnun. I þeim töluðu orðum stakk ritstjórinn eld- spýtunni upp í sig. Á leiðinni út klingdi í eyrum hans: ,, ... þurfa nauðsynlega að skoða heiminn sjálfir. Þreifa á honum. Þefa afhonum. Það er grunnurinn. “ Hann gekk út að glugg- anum. Skoðaði þaðan gráan októbermorguninn. Höfnin blasti við, myrkblá. Skar sig vel frá krapinu er huldi hafnarbakkann og göturnar. Éljadrög sveip- uðu flóann. Togari skreið inn um hafnarmynnið. Síður hans skörtuðu ryð- taumum. Hann snaraðist í úlpuna og hraðaði sér niður brak- andi stigann. „ ... þurfa nauðsynlega að skoða heiminn sjálfir. Þreifa á honum. Þefa afhonum. Það er grunnurinn “ ómaði fyrir eyrum. Viðmót og ásýnd um- hverfisins undirstrikuðu einhvern ótta í sál hans - ef til vill minnimáttarkennd eða uppgjöf. Hann hryllti sig og renndi úlpunni betur upp í hálsinn og stefndi vestur með sjónum. Krapið sletti kuldalega í góm við hvert fótmál. En mitt í allri þessari depurð barst til hans ilmur af nýsteiktum kleinum. Þessi ilmur færði hann nokkur ár til baka, heim í lítið eldhús og hann að hjálpa móður sinni við kleinugerð með því að snúa upp á þær. Þessi gamal- kunni ilmur hressti hann og vakti bjartsýni. Hann fékk vatn í munninn en um leið örlaði á samviskubiti. Hann hafði trassað að skrifa móður sinni. Hann svipaðist um. Brátt kom hann auga á skilti er sveiflaðist gjökt- andi i gjólunni. Á þvi stóð með stórum, skrautlegum stöfum: FIMMTÁN MENN UPP Á ... og með smærra letri: Kaffi og meðlœti. Öl, gosdrykkir o.fl. Það fór ekkert á milli mála. Slíkur staður hlaut að bjóða upp á eitthvað sér- stakt - og hann lauk upp dyrum. Hann varð fyrir eilitlum vonbrigðum. Kaffistofan var heldur krubbuleg og óvistleg, ekki beinlínis subbuleg, en greinilega var öll tiltekt og snurfus í lág- marki. Mynd af þrísigldu skipi, er sigldi blátt leiði undir svifléttum skýjum, hékk á veggnum gegnt inn- ganginum. Á kinnungnum mátti lesa Hispaniola. Allt eins og vera bar. Inni var fátt viðskipta- vina, tveir eða þrír vinnu- klæddir karlmenn er glugg- uðu í dagblöð. Hann gekk að skenknum. Innan við hann stóðu tvær píur með dapran svip. Hann bað um kaffi og kleinur en tók um leið eftir því að kleinu- lyktin var horfin. - Því miður, við eigum ekki kleinur, svaraði önnur pían og reyndi að brosa. Hún var horuð og þreytu- leg. Hin var þybbin með roða í vöngum. Svört brjóstahöld sáust glöggt gegnum hvíta blússuna. — Nú, ég ... mér fannst... ég fann kleinulykt áðan héma úti á götunni, stam- aði hann og gat varla leynt vonbrigðum sínum. Það má vera en hún hefur ekki borist héðan, því miður, sagði sú horaða og reyndi að brosa. - En við eigum ágætis vínarbrauð, snúða, brúntertu og ýmis- legt fleira, hélt hún áfram. Eftir stutta umhugsun pantaði hann kaffi og snúð. Pían var fljót að af- greiða pöntunina. Á meðan 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.