Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 13
Helga Matthildur Jónsdóttir flytur mál sitt á geðheilbrigðisdegi. auðveldar og fórnar- lömb þeirra verða því margfalt fleiri. erendurnir þurfa ekki að beina gerðum sínum að einni manneskju. Sumir láta nei- kvæðar athuga- semdir dynja yfir alla sem ekki dansa eftir þeirra höfði og ná þannig ógnar- stjórn á umhverfinu. Slíkt fólk getur vald- ið óendanlega miklu sálartjóni en sleppur alltaf við refsingu af því að það er svo erfitt að sanna hátternið. Hver athöfn þeirra er í sjálfri sér léttvæg en við sí- fellda endurtekningu neikvæðninnar brotnar sál þolendanna smátt og smátt niður. Þar sem hátternið getur staðið árum saman er nær útilokað að sanna að sálarlegt niðurbrot þol- endanna sé af þessum ástæðum. Það sem hægt er að gera er að berjast gegn óþarfa neikvæðni í garð annarra á vinnustöðum og í öllum þeim hópum sem við erum aðilar að. Við höfum heyrt um kynferðislega áreitni, en það er niðrandi hegðun byggð á kynferði viðkomandi og er alveg af sama toga og sú hegðun sem ég hef gert að umtalsefni hér. Að sjálfsögðu eru tilfelli slíks ofbeldis misjöfn og missjáanleg. Eg ætla ekki að fjalla um lausn þeirra allra heldur benda á að sé hugmyndafræði Fount- ain House hreyfingarinnar í heiðri höfð minnka líkur fyrir slíku. Ég hef sagt að nærri helmingur öryrkja er það vegna sálrænna erfið- leika. Ég hef kynnst því að margir sem eru veikir vinna auk þess fulla vinnu þrátt íyrir veikindi sín. Vinna fyllir lífið tilgangi og er einstakling- um mjög þýðingarmikil. Það er ákaf- lega mikilvægt bæði fyrir einstakl- inginn og þjóðfélagið að sem flestir geti starfað eðlilega. Með því að stuðla að heilbrigði, ekki síst geðheil- brigði spörum við samfélaginu kostnað og höfum því meira fé til ráðstöfunar til að berjast við sjúk- dóma sem við náum ekki að fyrir- byggja. Hugmyndafræði Fountain House samtakanna Klúbburinn Geysir hóf starfsemi sína fyrir rétt rúmu ári og starfar nú að Ægisgötu 7. Hann er rekinn sam- kvæmt erlendri hugmyndafræði kenndri við fyrsta hús starfseminnar, Fountain House. Hann er opinn þeim sem eiga eða hafa átt í geðrænum vanda. Hvað kemur ráð fyrir sjúka al- menningi við? Er félagsskapurinn ekki verndað umhverfi veikra manna? Jú hann er það. Eins og ég nefndi áðan er maðurinn skyldur öpum. Apar berjast fyrir stöðu sinni innan hópsins með hnúum og hnef- um. Við erum hins vegar siðmenntuð. Við höfum hafnað því að nota líkam- legt ofbeldi einstaklingum til fram- dráttar. Þannig myndum við verndað umhverfi fyrir sérhvern mann, ekki aðeins þá sjúku. Okkur hefur ekki tekist eins vel að vernda menn fyrir andlegu ofbeldi, ekki vegna þess að það sé ekki hluti af siðmenningu okkar að gera það, heldur vegna þess hve leynt það fer. Til að berjast gegn því getum við ekki reitt okkur á lög- regluna eða yfirvöld. Við verðum öll að vinna saman við að uppræta slíkt. Þar tel ég að almenningur geti lært af hugmyndafræði Geysis en hún segir að allir hafi eitthvað að gefa og fram- lag sérhvers er metið og virt. Sérhver er ábyrgur gerða sinna og hann nýtur trausts félaganna fyrir framlag sitt. Klúbburinn er rekinn sem vinnu- staður. Hann hafnar að menn gangi á rétt annarra til eftirfarandi: að finna sig örugga, að finna sig tilheyra klúbbnum, að finna mikilvægi sitt og ábyrgð, að njóta virðingar. Ef allir virða rétt annarra til þess að finna sig örugga og meta framlag annarra að verðleikum er ein- elti úr sögunni. Vantraust brýtur niður Á fyrri hluta síð- ustu aldar var það til siðs að stjórnendur fyrirtækja tækju allar ákvarðanir og gæfu fyrirmæli til undir- sáta sinna sem hlýddu. Síðustu ára- tugina hafa menn leitast við að einfalda stjórnskipun fyrirtækja og fela starfs- mönnum meiri ábyrgð á rekstrinum. Menn sjá það á ofanritaðri lýsingu á hugmyndafræði Geysis að það fyrir- komulag samrýmist henni mjög vel. Þessi stjórnunaraðferð er þó ekki auðveld í framkvæmd. Margir eiga erfitt með að treysta öðrum. Þeir stjórnendur sem í orði fela mönnum ábyrgð en á borði sýna stöðugt van- traust eru til þess líklegir að skaða heilsu undirmanna sinna. Það tekur stundum meiri tíma að kenna undir- manni nægjanlega vel til þess að hann geti tekið ábyrgðina á sínar herðar í stað þess að gera það sjálfur en sá tími sparast margfaldur síðar, auk þess sem önnur aðferðin brýtur niður en traustið byggir upp. Menn hafa misjafnt að gefa. Góður stjórnandi vinnur samkvæmt hug- myndafræði Geysis og lítur á sterku hliðar starfsmanna sinna og reynir að nýta þær. Vondur stjórnandi lítur á veiku hliðarnar og reynir að forðast þær. Sá síðari setur skorður en sá fyrri útvíkkar tækifæri. Vondi stjórn- andinn er líklegri til þess að reka starfsmann sem sá góði gæti fundið verðug verkefni. Brottrekstur úr starfi vegna vanhæfni er hræðilegt áfall fyrir einstaklinginn sem fyrir því verður. Hann verður fyrir tjóni á sál sinni. Að sjálfsögðu verða fyrir- tæki að gera slíkt í einstökum til- fellum. Þau fyrirtæki eða stofnanir sem gera það stöðugt eru líkleg til þess að hafa vonda stjórnendur sem vinna fyrirtækinu eða stofnuninni ógagn með því að nýta ekki mann- auðinn og valda einstaklingum og samfélaginu hroðalegu tjóni. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.