Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 24
Ása Hildur Guðjónsdóttir:
VÍÐSÝN í SVÍÞJÓÐ
Ahaustdögum 1999 ákvað
ferðafélagið Víðsýn sem er
félag gesta Vinjar, að stefna á
Svíþjóðarferð sumarið 2000. Strax
var hafist handa við undirbúning og
miklar bréfaskriftir fóru af stað til að
leita styrkja. Einnig drifu nokkrir fé-
lagar sig á sænsku-
námskeið sem var
haldið í samvinnu við
Námsflokka Reykja-
víkur. Mikið var skraf-
að og skeggrætt og
þjappaðist hópurinn
nokkuð vel saman
strax. Alls kyns leiðir
til ijáröflunar komu
upp og sumt gekk upp,
annað ekki eins og
gengur. Við tókum að
okkur alls kyns smá-
verkefni og fórum
meðal annars eina
helgi í Kolaportið. Til Svíþjóðar var
svo að lokum farið í ágúst. I för voru
18 meðlimir ferðafélagsins þar á
meðal 4 starfsmenn Vinjar. Nokkrir
voru að fara í fyrsta sinn erlendis og
var mikil spenna og tilhlökkun í
hópnum. Við fórum til Stokkhólms
og gistum þar á Columbus hóteli og
farfuglaheimili en það var byggt
1780 sem brugghús en það átti sér
ansi skemmtilega sögu því Stokk-
hólmsbær hafði eignast húsið 1812
og notað það til að vista betlara, smá-
þjófa og lauslátar konur. 1834 er
kólerufaraldur geisaði var bygging-
unni breytt í sjúkrahús og um 1870 er
landsbyggðarflótti steðjaði að var
byggingunni breytt í íbúðarhúsnæði
og þar hefur verið rekið hótel frá
1976. Enn mátti sjá minjar liðinna
tíma í húsinu meðal annars var fanga-
klefi í stigaganginum, járnhurðir o.fl.
áhugavert.
Eftir að við höfðum komið okkur
fyrir uppi á hanabjálka í þessu
sögufræga húsi fyrsta kvöldið og
snætt samlokur að hætti Bjargar sem
tók á móti okkur með glæsibrag, þá
fórum við auðvitað að leita að hverf-
ispöbbnum og kíkja í kringum okkur
í hverfinu við mikla kæti.
Fyrsta morguninn ætluðum við að
hittast við morgunverð en komumst
að því að svefnþörf hópsins var mjög
misjöfn en að lokum náði þó allur
hópurinn saman í garði hótelsins og
stefnt var á frjálsan dag og bæjarferð.
Haldið var í leiðangur í bæinn, fólk
skiptist í nokkra hópa
eftir áhugasviðum.
Sumir fóru í búða-
ráp að hætti íslend-
inga, aðrir gerðust
menningarsinnaðir og
fóru á listasöfn, skoð-
uðu hinar ýmsu bygg-
ingar, arkitektúr og
kirkjur. Aðrir fóru í
skoðunarferð um
borgina. Allir skoðuðu
þó miðbæ Stokkhólms
frá hinum ýmsu sjón-
arhornum og mann-
lífið. Mestallur hóp-
urinn hittist þó í hádeginu í Menn-
ingarhúsinu. Saman fórum við í
gamla Stan og heilluðust margir þar
af gömlum húsum, íkonum og fleiru.
Seinnipartinn þurftu ýmsir hvíld en
aðrir voru í óstöðvandi þekkingarleit.
Um kvöldið hittist svo hópurinn
allur uppdressaður og fínn á
tyrkneskum veitingastað og naut þar
framandi matseldar við undirleik
lifandi tónlistar og áttum við þar góða
kvöldstund saman. En sumir voru
ekki búnir að fá nóg og héldu í menn-
ingarreisu um miðbæinn....
Næsta dag vöknuðum við mis-
”snemma” í indælu veðri. Þann dag
snæddum við morgunverð í vín-
kjallara hússins, þaðan var strax farið
á stefnumót sem við áttum við vini
okkar frá Svíþjóð. Þau komu frá at-
hvarfi sem heitir “Balder” en það var
skoðað í tengslum við stofnun Vinjar
á sínum tíma og haft að nokkurs
konar fyrirmynd um reksturinn. Æ
síðan hafa verið tengsl við staðinn og
síðasta sumar kom hópur gesta þeirra
í heimsókn til okkar á íslandi. I
tengslum við það kom upp hugmynd-
in um utanlandsreisu okkar. Þá höf-
um við verið í e-mail sambandi við
þau síðan og þau hjálpað okkur við
undirbúning ferðarinnar.
Við hittum þau á hafnarbakkanum
og voru það miklir fagnaðar-
fundir. Þau buðu okkur á Skansinn og
voru með dagsprógramm og nesti
fyrir okkur. Við fórum með ferju yfir
á eyna sem Skansinn er á og áttum
þar góðan dag með Svíunum en
okkur tókst ekki að klára dagskrána
sem þau ætluðu okkur því við þurft-
um að skoða allt svo vel, þó skipt-
umst við í hópa eftir áhugasviðum,
sumir voru allir í gömlum húsum og
menningu, meðan aðrir skoðuðu
Ása Hildur
Guðjónsdóttir
24