Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 48
Vala Jóna Garðarsdóttir þroskaþjálfi: ADL OG UMFERLI SI. vetur var ég undirrituð við nám í Danmörku, nánar tiltekið í út- jaðri Kaupmannahafnar, þar sem ég lærði að vera leiðbeinandi fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga. Aður hafði ég unnið sem þroska- þjálfi á sambýli fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga í þrjú og hálft ár og hafði áhuga á að auka við þá þekkingu mína. Ég var mjög heppin að komast inn í skólann því það eru fáir teknir inn á ári hverju. Kostnaðurinn var líka mikill og námið ekki talið lánshæft en vegna velvilja ýmissa sjóða og félaga gafst mér tækifæri til að fara. Námið kallast ADL- og umferli þar sem aðaláherslan er lögð á að leið- beina og viðhalda þeim athöfnum í daglegu lífi (ADL) sem skipta máli fyrir einstaklinginn svo og að kenna honum að komast á milli staða með og án aðstoðar hvíta stafsins (um- ferli). Námið tekur eitt ár og skiptist í fjóra hluta þar sem farið var í mis- munandi efni. Fyrsti hlutinn var stutt kynning á framvindu námsins svo og á réttindum blindra og sjónskertra í Danmörku. Þá voru heimsóttir hinir ýmsu staðir s.s. blindrabókasafnið, blindrafélagið, þekkingarmiðstöð, sjónstöð og skóli fyrir börn og unglinga. r Iöðrum hluta var megináhersla lögð á uppbyggingu augans og augn- sjúkdóma. Þá var farið ítarlega í hversu miklu máli skiptir að hafa góða og rétta lýsingu hjá sjónskertum einstaklingum og var eitt verkefnið að fara inn á heimili og prófa mis- munandi lýsingu og finna út hvað hentaði best. Ég fór ásamt þremur öðrum nemendum heim til konu einnar sem átti í erfiðleikum með að vinna í eldhúsinu sínu og áttum við að athuga hvort við gætum hjálpað henni, Sjálf hafði hún enga trú á því í upphafi að þetta gæti orðið til bóta fyrir sig en það breyttist þegar á leið. Áður hafði hún t.d. ekki séð kaffivél- ina í horninu og þurft að hella upp á blindandi, en þegar hún fékk þá lýs- ingu sem hentaði henni þá sá hún vel Vala Jóna Garðarsdóttir móta fyrir vélinni. Hún varð alveg undrandi á þessu því hún hélt ekki að hún gæti séð svona vel. Það eru ein- mitt oft svona atriði sem hafa mikla þýðingu fyrir þann sjónskerta. í þessum hluta námsins voru einnig kynnt fyrir okkur ýmiskonar hjálpar- tæki sem auðvelda sjónskertum lestur og skrift s.s. ijölmargar gerðir af stækkunarglerjum, lömpum, stækk- unarforrit í tölvur og stækkunarskjáir. Iþriðja hluta fengu nemendur þjálf- un í að leiðbeina blindum og sjón- skertum einstaklingum í daglegum athöfnum s.s. við matarundirbúning, borðhald og hreingerningu. í þessum hluta svo og þeim næsta fór kennslan að mestu leyti fram með gleraugu þar sem við vorum annað hvort með plast í gleraugunum þannig að um- hverfið sást mjög ógreinilega eða al- veg svört gleraugu þannig að ekkert sást. Þetta reyndi mikið á og þá sér- staklega á þolinmæðina, því það sem við tókum okkur fyrir hendur gekk frekar brösuglega auk þess sem allt tók óheyrilega langan tíma. í lokin héldum við nemendurnir veislu fyrir kennarana þar sem allur undir- búningur fór fram blindandi. Við vorum með svört gleraugu frá morgni til kvölds (sem sumum þætti nú ekki í frásögur færandi) og vorum alveg búnar að vera þegar dagur var að kvöldi kominn. I fjórða og síðasta hlutanum fór fram þjálfun nemenda í að kenna um- ferli bæði innan og utan dyra. Frá fyrsta degi fengum við gleraugu og hvítan staf í hönd sem hjálpaði okkur að komast leiðar okkar. Fyrst fannst mér alveg ómögulegt að vera með þennan staf, fannst hann frekar gera mér meira ógagn en gagn. Sú hugsun breyttist fljótt þegar ég fann að ég var mun öruggari og fljótari að komast á milli staða með stafinn og það leið ekki á löngu þar til mér fannst staf- urinn vera ómissandi. Þá fengum við góða kennslu í heyrnarfræði þar sem farið var í upp- byggingu eyrans og þá eyrnasjúk- ADL-hópurinn í Tívolí. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.