Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Blaðsíða 5
Haukur í heimsókn á berklahæli í Vilníus í Litháen árið 1997, þar sem hann hitti m.a. fjórar berklasjúkar konur. „Við María byrjuðum að byggja þetta hús 1982 og unnum mikið í því sjálf með smiðnum okkar Víglundi. Þetta var tómstundavinna í sex ár, enda merkti arkitektinn allar hús- teikningar „hús handa Hauki og Maríu.“ Trétt eru svo stór, þau hljóta að hafa verið hérna fyrir? „Nei, hér var gróðurlaus melur. Við Oddur fórum saman upp í Þjórsárdal, þar máttum við stinga upp tré og flytja í Mosfellsbæ.“ Breytir auðn í akurlönd; eflir líf og gróður. Réttir styrka hjálparhönd; hinum veika bróður. Ljóð Egils Jónassonar um Reykja- lund nær vel yfir þá samstarfsfé- lagana. Þið Oddur hafið gróðursett saman og uppskorið meira en aukna orku hjá sjúklingunum. „Við Oddur vorum miklir mátar og höfðum mikið samband, eftir að hann hætti á Reykjalundi.“ Oddur var berklasjúklingur, sömu- leiðis faðir Hauks. Segja má að mað- urinn sem tók við Reykjalundi tengi gamla og nýja tímann saman í fleiri en einum skilningi, og tilviljanirnar í lífi hans sýnast örlagakenndar. Hauk- ur stefndi á framhaldsnám í skurð- lækningum í Svíþjóð, en var þar að- eins í tæpt ár. „Eg vann m.a. í Smálöndunum, hafði firnagóðar tekjur og mikið að gera. Þá var búið að bólusetja alla Svía gegn mænuveiki. Samt lenti ég í því að vera kallaður út að næturlagi til konu sem var með hrein einkenni mænuveiki og lifði það ekki af. I annað skipti var ég kallaður út til hjóna með tvö lítil börn, og annað barnið gat ekki stigið í fótinn, en bæði með klár einkenni mænuveiki. Mér fannst þetta mjög merkilegt á þeim tíma, þegar búið var að afskrifa mænuveiki á Vesturlöndum, en fékk enga skýringu á þessu.“ Hafði þetta þau áhrif á þig, að þú valdir að fara út í endurhœfingu? „Minnti mig kannski á, en Haukur Kristjánsson læknir, sem lamaðist sjálfur í mænuveikifaraldri 1954, hafði ýtt á mig að kanna þetta úti í Svíþjóð. Ég var á báðum áttum þegar ég fór út, byrjaði í skurðlækningum en fannst það ekki nógu áhugavert. Framboð á sérnámi í endurhæfingu var lítið í Svíþjóð, svo að ég gekk inn í bandaríska sendiráðið í Stokkhólmi til að kanna námsmöguleika þar. Mér var strax vísað á upplýsingafulltrú- ann, sem sagðist myndu setja allt í gang fyrir mig. Svarið konr eftir tvær vikur, að mér byðist pláss á endurhæfingarspítala í New York, að ég fengi styrk til náms- ins „Fellowship“, að ég ætti að mæta til starfa á spítalanum 1. janúar. Þetta var í nóvember. Enginn tími til að hugsa sig utn og lítill tími til að koma sér á staðinn. Frá Svíþjóð fór ég heirn í desember 1958. Tók síðan fyrsta flug eftir áramót til New York, þá var flugið þangað stopulla, aðeins flogið 3-4 sinnum í viku. Fyrsta janúar kl. 4.00 síðdegis var ég kominn upp á hótelherbergi i New York og hringdi beint á spítalann. „Komdu strax! Það er búið að bíða eftir þér frá því í morgun,“ var svarið. Ég var fljótur að bóka mig út af hótelinu og koma mér á spítalann. Yfirmaður minn, Howard Rusk, var íyrsti læknir í Bandaríkjunum sem einbeitti sér að endurhæfingu. í sjálfsævisögu sinni „A World to care for“ segir hann frá reynslu sinni á stríðsárunum sem varð til þess að endurhæfing varð hugsjón hans. „Sá sem upplifði að taka á móti flugvélafarmi af scerðum her- mönnum mun aldrei gleyma því, né óska eftir aó sjá slíka sjón aftur. Ungir drengir með andlitin sundur- Haukur og María við Brandenborgarhliðið í Berlín. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.