Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 5
Haukur í heimsókn á berklahæli í Vilníus í Litháen árið 1997, þar sem hann hitti m.a. fjórar berklasjúkar konur. „Við María byrjuðum að byggja þetta hús 1982 og unnum mikið í því sjálf með smiðnum okkar Víglundi. Þetta var tómstundavinna í sex ár, enda merkti arkitektinn allar hús- teikningar „hús handa Hauki og Maríu.“ Trétt eru svo stór, þau hljóta að hafa verið hérna fyrir? „Nei, hér var gróðurlaus melur. Við Oddur fórum saman upp í Þjórsárdal, þar máttum við stinga upp tré og flytja í Mosfellsbæ.“ Breytir auðn í akurlönd; eflir líf og gróður. Réttir styrka hjálparhönd; hinum veika bróður. Ljóð Egils Jónassonar um Reykja- lund nær vel yfir þá samstarfsfé- lagana. Þið Oddur hafið gróðursett saman og uppskorið meira en aukna orku hjá sjúklingunum. „Við Oddur vorum miklir mátar og höfðum mikið samband, eftir að hann hætti á Reykjalundi.“ Oddur var berklasjúklingur, sömu- leiðis faðir Hauks. Segja má að mað- urinn sem tók við Reykjalundi tengi gamla og nýja tímann saman í fleiri en einum skilningi, og tilviljanirnar í lífi hans sýnast örlagakenndar. Hauk- ur stefndi á framhaldsnám í skurð- lækningum í Svíþjóð, en var þar að- eins í tæpt ár. „Eg vann m.a. í Smálöndunum, hafði firnagóðar tekjur og mikið að gera. Þá var búið að bólusetja alla Svía gegn mænuveiki. Samt lenti ég í því að vera kallaður út að næturlagi til konu sem var með hrein einkenni mænuveiki og lifði það ekki af. I annað skipti var ég kallaður út til hjóna með tvö lítil börn, og annað barnið gat ekki stigið í fótinn, en bæði með klár einkenni mænuveiki. Mér fannst þetta mjög merkilegt á þeim tíma, þegar búið var að afskrifa mænuveiki á Vesturlöndum, en fékk enga skýringu á þessu.“ Hafði þetta þau áhrif á þig, að þú valdir að fara út í endurhœfingu? „Minnti mig kannski á, en Haukur Kristjánsson læknir, sem lamaðist sjálfur í mænuveikifaraldri 1954, hafði ýtt á mig að kanna þetta úti í Svíþjóð. Ég var á báðum áttum þegar ég fór út, byrjaði í skurðlækningum en fannst það ekki nógu áhugavert. Framboð á sérnámi í endurhæfingu var lítið í Svíþjóð, svo að ég gekk inn í bandaríska sendiráðið í Stokkhólmi til að kanna námsmöguleika þar. Mér var strax vísað á upplýsingafulltrú- ann, sem sagðist myndu setja allt í gang fyrir mig. Svarið konr eftir tvær vikur, að mér byðist pláss á endurhæfingarspítala í New York, að ég fengi styrk til náms- ins „Fellowship“, að ég ætti að mæta til starfa á spítalanum 1. janúar. Þetta var í nóvember. Enginn tími til að hugsa sig utn og lítill tími til að koma sér á staðinn. Frá Svíþjóð fór ég heirn í desember 1958. Tók síðan fyrsta flug eftir áramót til New York, þá var flugið þangað stopulla, aðeins flogið 3-4 sinnum í viku. Fyrsta janúar kl. 4.00 síðdegis var ég kominn upp á hótelherbergi i New York og hringdi beint á spítalann. „Komdu strax! Það er búið að bíða eftir þér frá því í morgun,“ var svarið. Ég var fljótur að bóka mig út af hótelinu og koma mér á spítalann. Yfirmaður minn, Howard Rusk, var íyrsti læknir í Bandaríkjunum sem einbeitti sér að endurhæfingu. í sjálfsævisögu sinni „A World to care for“ segir hann frá reynslu sinni á stríðsárunum sem varð til þess að endurhæfing varð hugsjón hans. „Sá sem upplifði að taka á móti flugvélafarmi af scerðum her- mönnum mun aldrei gleyma því, né óska eftir aó sjá slíka sjón aftur. Ungir drengir með andlitin sundur- Haukur og María við Brandenborgarhliðið í Berlín. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.