Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 12

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 12
Hjálpartæki tæki. Þegar sótt er um í fyrsta skipti verður læknir að gefa um- sögn sína á læknisvottorði. Kraf- ist er nýs læknisvottorðs með umsókn ef ekki er samræmi milli þeirra hjálpartækja sem um er sótt og þeirra læknisfræðilegu upplýsinga sem áður hafa borist með umsókn um hjálpartæki. Hjálpartækið þarf að leysa út innan árs. Það er á ábyrgð þess heilbrigðisstarfsmanns sem á hlut að umsókn að hjálpartækið nýtist sem best, s.s. með viðeig- andi endurhæfmgu og eftirfylgd. Forgang hafa þeir sem eru að út- skrifast af sjúkrahúsum og tekur það innan við 3 virka daga frá því að fullnægjandi umsókn berst. I öðrum tilfellum er há- marks afgreiðslutími fímm vikur frá móttöku fullnægjandi um- sóknar. Ef afla þarf viðbótar- gagna getur liðið lengri tími eða ef umsókn er óljós. Tryggingastofnun ríkisins ber skv. 41. gr. laga almannatrygg- inga nr.l 17/1993 að leita bestu mögulegra kjara, að teknu tilliti til gæða, á þeim vörum og þjón- ustu sem hún greiðir eða tekur þátt í að greiða. Tryggingastofn- un ríkisins býður út hjálpartæki í þeim flokkum þar sem það þykir hagkvæmt. Þegar um samninga í kjölfar útboðs er að ræða er þátt- taka Tryggingastofnunar ríkisins í kaupum á hjálpartæki háð því, að tækið sé fengið hjá tilgreindu samningsbundu fyrirtæki. Þar sem Tryggingastofnun ríkisins hefur ekki samninga er leitað til- boða í einstök hjálpartæki og vörur eða gerðar verðkannanir. Sjúkrahús, stofnanir og sam- býli fyrir fatlaða Tryggingastofnun ríkisins greiðir ekki hjálpartæki til þeirra er vistast á sjúkrahúsum eða stofnunum sem eru á föstum fjár- lögum eða daggjaldakerfi og gildir hið sama um öldrunar- stofnanir. Fyrir þá sem dveljast á sjúkrahúsi eða stofnun greiðir Tryggingastofnun ríkisins þó hjólastóla með skilaskyldu til Tryggingastofnunar ríkisins að notkun lokinni. Ef einstaklingar eiga hins vegar að útskrifast af sjúkrahúsi í heimahús tekur Tryggingastofnun ríkisins þátt í kaupum á hjálpartækjum sem beinlínis er aflað til að viðkom- andi geti útskrifast. Þeir sem búa á sambýli fá sömu fyrirgreiðslu og þeir sem búa á einkaheimilum varðandi ein- staklingsbundin hjálpartæki, svo sem göngutæki, sérútbúin rúm, borðáhöld og hjálpartæki til klæðnaðar. Ef um er að ræða tæki sem geta nýst fleiri einstakl- ingum, svo sem standbekk, lyft- ara og baðtæki, er aðeins sam- þykkt eitt slíkt tæki inn á sambýl- ið. Sækja þarf um þessi tæki fyr- ir nafngreindan einstakling á sambýlinu þótt aðrir geti samnýtt þau. Ef sá hinn sami flytur tekur hann tækin með sér ef reglur leyfa og er þá unnt að sækja um fyrir annan aðila sem þarf þessi tæki. Mikið fötluð böm, sem vegna skólagöngu (leikskóla og gmnn- skóla) eða dvalar á þjálfunar- og dagvistunarstofnunum yrðu ella að vera án hjálpartækja sinna daglangt, geta átt rétt á að fá tvö tæki af sömu gerð, annað til að nota á heimili og hitt til að nota á stofnun. Hér er að jafnaði um að ræða sérhannaða stóla, stand- grindur og göngugrindur. Uthlutun allra hjálpartækja fyr- ir heymarskerta með greiðslu- þátttöku hins opinbera er á ábyrgð Heyrnar- og talmeina- stöðvar íslands, en úthlutun allra hjálpartækja fyrir sjónskerta með greiðsluþátttöku hins opinbera er á ábyrgð Sjónstöðvar Islands. Svæðisskrifstofur málefna fatl- aðra annast afgreiðslu umsókna vegna tækjakaupa til náms eftir 16 ára aldur og atvinnu eftir 18 ára aldur skv. 27. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Einstök hjálpartæki Um afgreiðslu einstakra hjálp- artækja gilda ákveðnar reglur. Má þar nefna hjálpartæki sem notuð eru til meðferðar og þjálf- unar s.s. við öndunarmeðferð og blóðrásarmeðferð, hjálpartæki vegna kviðslits, til lyljaskömmt- unar, tæki og efni til efnamæl- inga, raförvunartæki, hjálpartæki til vamar legusárum og hreyfí-, kraft- og jafnvægistæki. Um spelkur, gervilimi, bæklunarskó og gervihluta aðra en gervilimi gilda einnig ákveðnar reglur. Einnig er hægt að fá hjálpartæki til persónulegrar aðhlynningar, flutnings, til hjálpar við heimilis- hald, húsbúnað, til tjáskipta, upp- lýsinga og viðvörunar og síðast en ekki síst hjálpartæki til að meðhöndla tæki eða hluti. Hægt er að fá allar upplýsingar um hvaða hjálpartæki em í boði, hvaða reglur gilda og hvemig sækja skal um, hjá Hjálpartækja- miðstöð TR í síma 860-4600. Opnunartími er frá 8.30-15.30 alla virka daga. Einnig er hægt að fá allar upplýsingar á netinu á slóðinni: www. tr.is. Fyrirspumir má senda með netpósti í htm@tr.is sem starfsmenn svara um hæl. 12 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.