Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 14
Hjálpartæki
Einnig er hægt að stjóma mús
eingöngu með fótum.
A músinni em tvö fótstig (pe-
dalar). Músarbendlinum er
stjómað með öðm fótstiginu og
músarhnöppunum með hinu.
íslenskur notandi hefúr notað
fótstýrða mús frá Hunter Digital,
Nohands Mouse með ágætum ár-
angri.
Tölvumiðstöðin er ekki söluað-
ili búnaðar heldur veitir faglega
ráðgjöf og aðstoð við val á bún-
aði. Nokkuð gott úrval búnaðar
er til reynslu hjá miðstöðinni.
Ráðgjöf fer oft fram í samvinnu
við aðila sem tengjast einstökum
málum eins og iðjuþjálfa og
kennara. Panta þarf tíma fyrir
ráðgjöf í síma 562 9494, þar er
símsvari ef forstöðumaður getur
ekki tekið símann.
Heimasíða Tölvumiðstöðvar
er: www.tmf.is.
Netfangið er: sigmn@ tmf.is.
Hlerað í hornum
Öldruð kona kom tll lækn-
isins síns og hann hafði á
orði að langt væri um lið-
ið frá því hún hefði komið
til sín. Þeirri öldruðu brá
við og sagði: "Ja, þér
verðið margfaldlega að
afsaka mig, herra læknir,
en það er bara svo langt
síðan ég hefi verið veik".
Sá gamli kom til læknis
og fór beint á skoðunar-
bekkinn. Hann endurtók í
sífellu: "Ég vona að guð
gefi að ég sé veikur".
Lækninum leiddist tuðið
og spurði þann aldraða af
hverju hann væri að þylja
þetta. "Jú, það væri
hræðilegt að vera frískur
og líða jafnilla og mér líð-
ur".
"Hvað ertu þungur?" "Ja ég er nákvæmlega
70 kíló þegar ég set upp gleraugun". "Hvaða
endileysa, ekki breyta gleraugun neinu um
þyngdina". "Nei, það er satt, en þá sé ég á
vigtina".
Nonni segir við Gunna jafnaldra sinn: "Mikið
er erfitt að vera barn. Fyrst er manni kennt að
tala og ganga, en svo er manni sagt að sitja
bara og þegja".