Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 18

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 18
^i^hhhhhbbhhhhhi Einstaklingar sem sitja mikið, t.d í hjólastól eru í aukinni hættu á að fá sár á botninn, sökum þess að 75% af líkamsþyngdinni hvílir á setbeinshnjóski (8% af yfir- borði líkamans) þegar setið er. Hér fylgja 6 grundvallaratriði sem rétt sitjandi staða hefur áhrif á: • Minnkar hættu á myndun sára • Minnkar hættu á vöðva- krampa og spennu í vöðvum • Viðheldur jafnvægi og stöð- ugleika • Minnkar hættu á herpingi í stoðvef og aflögun vefja • Minnkar óþægindi og verki • Viðheldur hreyfifæmi og- getu. Fullkomin sessa sem dregur úr þrýstingi ætti að: • Dreifa þyngd á eins stórt svæði og hægt er • Fyrirbyggja húðskaða • Laga sig að líkama einstakl- ingsins • Láta ekki undan þunga • Veita stuðning til hliðanna Flo-tech sessumar frá Medical Support Systems í Bretlandi em hannaðar til að laga sig sem mest að líkamanum meðan setið er. Þessi einstaka mótunarhönnun dreifir þrýstingnum frá við- kvæmum þrýstingssvæðum og dregur þannig úr sáramyndun. Þær eru mótaðar á þann hátt til að veita stuðning og bæta stöðu og stöðugleika meðan setið er. Upphækkunin á miðju að fram- anverðu aðskilur fætur örlítið og stuðlar að því að mjaðmagrindin færist aftur. Þannig léttir á mjó- bakinu sem kemur í veg fyrir bakverki. Upphækkun að aftan- verðu og til hliða stuðlar enn frekar að góðri setstöðu. Hægt er að velja um fimm gerðir af sessum. Valið fer eftir því hversu mikil hætta er á myndun þrýstingssára. Flo-tech Lite fyrir einstaklinga í lítilli hættu á að mynda þrýst- ingssár Flo-tech Contour fyrir einstakl- inga í hættu á þrýstingssár- amyndun Flo-tech Image eða Plus fyrir einstaklinga í mikilli hættu á þrýstingssáramyndun. Flo-Tech Solution fyrir ein- staklinga sem eru í mjög mikilli hættu eða hafa þegar myndað þrýstingssár. Hægt er að velja um tvær teg- undir af áklæðum, báðar tegund- ir eru vatnsheldar en þó gegn- dræpar með bakteríuvöm, áklæð- in em teygjanleg í tvær áttir. Hvorki áklæði né svampur valda ofnæmi (latexfrítt). Á yfirborði svampsins er net af göngum þar sem loft leikur um og hindrar myndun hita og raka. Flo-tech Plus, fmage og Solution sessunum fylgir sér- stakur poki Polymer Sac, með fljótandi þykkni sem lagar sig að líkamanum. Þessar sessur eru ætlaðar fólki sem er í mestri hættu á að mynda þrýstingssár. Ágústa Á. Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur/mark- aðsfulltrú ísMed ehf MLiniö ye’MÖurm www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.