Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 26

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 26
sessa er best, WBW hver er best fyrir mig? Engin ein sessa er sú besta það gildir hér eins og með margt annað að sitt sýnist hverjum. En lítum á nokkur atriði sem geta auð- veldað valið. Þegar setið er, er mikilvægt að halda jafnvægi, nota lágmarks- orku og sitja ekki spennt eða skökk. Góður stöðugleiki er grunnur að hreyfingu eins og að teygja sig eftir einhverju eða breyta setstöðu á annan hátt. Þegar við sitjum dreifist um 80% af þyngd okkar á mjög lítið svæði. Þegar setið er í góðu jafnvægi er mest þyngd á set- beinunum, en ef sigið er niður í sætinu færist þyngdin af miklum hluta aftur á rófubeinið. Þessir staðir eru mest útsettir fyrir álagi, eymslum og jafnvel sárum. Sitj- andi staða er í eðli sínu einhæf staða og því mikilvægt að leggja sig fram við að breyta stöðunni reglulega. Það er því hvernig við sitjum, hversu lengi í einu og hvort við breytum stöðunni sem skiptir mestu máli en ekki sess- an. Hún getur hinsvegar haft áhrif, stutt okkur þannig að við sitjum stöðugri, öruggari og í betri stöðu. Sessan getur einnig verið úr efni sem dreifir þrýstingi og vinnur á móti þrýsti- og núnings- skaða á húð og jafnvel sára- myndun. Skoðum þá hvaða möguleika sessur hafa upp á að bjóða. Eig- inleikar eins og efni og form eru mismunandi, mikilvægt er að þessir eiginleikar séu valdir t.d. með tilliti til þyngdar notandans. Ut frá eiginleikunum mætti flokka sessur á marga vegu, hér hef ég valið að flokka þær í þrjá mismunandi flokka og stikla að- eins á helstu atriðum. • Sessur einfaldar að formi og efnissamsetningu Eru fyrst og fremst mjúkt und- irlag til að auka þægindi og vellíðan. Þær eru léttar en ekki sérstaklega fonnaðar eða úr efni með sértæka eiginleika. Al- gengastar eru svampsessur úr millistífum svampi eða svampi með stífara undirlagi og mýkra efra lagi. Einnig getur verið um að ræða sessur úr gerviefnum. • Fonnskomar sessur Em formaðar eða mótaðar á einhvern hátt. Þær eru oftar en ekki með "dæld" undir setbein- um en geta auk þess verið byggð- ar upp til hliðanna og fram undir lærin. Þær ýta undir ákveðna set- stöðu, auka oft stöðugleika og geta hjálpað til við, að setið sé á afslappaðan hátt, auk þess sem þrýstingur dreifist jafnar yfir set- flötinn. Formuð sessa getur einnig skorðað þann sem situr á henni svo "vel" að hann á erfitt með að hreyfa sig og verður "fastur í stöðunni". Sessumar eru úr mismunandi efnum en oft er gmnnurinn stífari og mýkra lag yfir eða undir setbeinunum. • Sessur úr efni sem dreifir eða dregur úr þrýstingi Em oft formskomar að ein- hverju leyti, þrýstingur dreifist þá jafnar yfir allan setflötinn og minnkar þrýsting á setbein. Að auki eru þær úr efnum sem hafa þá eiginleika að dreifa þrýstingi vel. Þetta em efini eins t.d. sér- stakur svampur eða gel- og loft- púðar. Sessumar eru oft með nokkuð stífu formuðu undirlagi og mýkra efni ofaná eða efni sem formast eftir líkamanum þegar setið er. Þetta em sessur fyrir einstaklinga sem sitja þungt, lengi í einu og/eða em í sára- hættu. Ahrif og eiginleikar mismun- andi efna Gel er þétt efni sem mótast þegar setið er á því og þrýstir á móti og dregur því ekki mjög vel úr þrýstingi. Mikilvægt er að "hrista til" gel í sessum reglu- lega. Ymis önnur fljótandi gel- efni eins og "viscous" em talin dreifa þrýstingi betur. Hiti og .................................................... ' ' ' ' www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.