Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 28

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 28
Atvinnumál fatlaðra Málaflokkur í vanda Lokaritgerð undirritaðs til meistaraprófs í opin- berri stjórnsýslu (MPA) fjallaði um atvinnumál fatl- r r aðra á Islandi. I ritgerðinni er fjallað um grundvöll atvinnu- mála í sögulegu ljósi og litið til þess hvernig áherslur hafa breyst vegna breytinga á hug- myndafræði og kröfugerðar fatlaðs fólks um aukna samfé- lagsþátttöku og þar með al- menna atvinnuþátttöku. Gerð er grein fyrir uppbyggingu og stjórnun hvað varðar atvinnu- mál fatlaðra á íslandi. Skoðuð er þróun lagasetninga og hvernig þær áherslur sem þar koma fram skila sér í fram- kvæmd. Ritstjóri tímaritsins bað undir- ritaðan að gera lítillega grein fyr- ir helstu niðurstöðum. Hér verð- ur það reynt en aðeins verður drepið á nokkur atriði og gerð grein fyrir tillögum sem settar voru fram í ritgerðinni. Þeir les- endur sem vilja kynna sér þessa rannsókn nánar geta snúið sér til undirritaðs og fengið ritgerðina. Vel er við hæfi að skoða og skrifa um atvinnumál fatlaðs fólks á árinu 2003, sem er Evr- ópuár fatlaðra. Því má einnig bæta við að félagsmálaráðherra tilkynnti opinberlega í aðdrag- anda ársins að yfirskrift íslenskra stjórnvalda fyrir þetta ár væri: "Sameiginlegur vinnumarkaður" og að lögð yrði sérstök áhersla í félagsmálaráðuneytinu á at- vinnumál fatlaðra á árinu. Einnig má nefna að lítið hefur verið ritað um atvinnumál fatl- aðra einstaklinga hér á landi. Einkum á þetta við með tilliti til umfjöllunar um stjórnsýslu, stefnumótun og þróun mála- flokksins. MPA ritgerðinni var því ætlað að hafa bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Ný grein, fötl-

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.