Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 32
Opnugrein
ræða. Núverandi skipan (sam-
kvæmt lögum um málefni fatl-
aðra frá 1992) byggir í grunninn
á lagasetningum frá 1979 og
1983. Með þessum lögum var
komið á því skipulagi í málefn-
um fatlaðra einstaklinga sem enn
er við lýði í stærstum dráttum.
Þessi lög stuðluðu að mikilli
uppbyggingu í þjónustu við fatl-
aða einstaklinga. Þá var mörkuð
sú stefna að skylt væri að reka
vemdaða vinnustaði fyrir þá fatl-
aða einstaklinga sem ekki kæm-
ust í störf á almennum vinnu-
markaði. Hlutverk vernduðu
vinnustaðanna var að vera í senn
vinnu- og þjálfunarstaðir. Það
var síðan með lögum um málefni
fatlaðra frá 1992 að ekki var
lengur skylt að reka vemdaða
vinnustaði og áherslan var aukin
á starfsþjálfun, liðveislu og at-
vinnu á almennum vinnumarkaði
með viðeigandi stuðningi. Það
kemur hvergi fram í rannsóknar-
gögnum að þessi áherslubreyting
hafi breytt miklu í raun.
Niðurstöðurnar sýna að þótt
sett hafi verið framsækin stefnu-
mið í lögum um atvinnumál þá
verði ekki séð að áherslur breyt-
ist mikið í framkvæmd á vett-
vangi. Þau nýmæli og það frum-
kvæði sem hrint er í framkvæmd
og eru í samræmi við opinbera
stefnumótun fá ekki þann stuðn-
ing stjórnvalda sem eðlilegt
verður að telja. A þetta jafnvel
við þegar ákveðin starfsemi hef-
ur sýnt góðan árangur. Við slíkar
aðstæður er oft erfitt að sjá rök
fyrir að ekki fáist fjármagn til að
byggja starfsemina upp og
styrkja hana.
Þegar spurt er um í hverju
stjómun í málaflokknum felist er
það skoðun viðmælenda að hún
felist fyrst og fremst í því að
halda aftur af útgjöldum. Frum-
kvæði og nýsköpun koma frá
einstaklingum sem vinna í mála-
flokknum en ekki frá þeim aðil-
Vakin er athygli á að
verndaðir vinnustaðir
starfa í dag í sam-
keppnisumhverfi sem
ekki var í eins ríkum
mæli til staðar þegar
þeir voru stofnsettir.
Kröfur um hágæða
framleiðslu og magn
aukast og gerðar eru
kröfur um skjóta af-
greiðslu.
um sem ættu að vera fmmkvæð-
isaðilar. Skortur er á stuðningi
við þau nýmæli sem fram era
sett. Stefna og skipulag í at-
vinnumálum fatlaðra byggir ekki
Við kapalgerð hjá Örtækni.
á nútíma hugmyndafræði um
mannréttindi fatlaðs fólks eins
og víða í nágrannalöndunum.
Heildstæð stefnumótun verður
ekki að veruleika nema hún sé
byggð á hugmyndafræði.
Mikilvægt er að vel menntað
fagfólk fáist til starfa og látið er
að því liggja að hagsmunasam-
tök fatlaðra hafi ekki á síðari ár-
um sett atvinnumálin í sama for-
gang og mál eins og búsetu- og
kjaramál fatlaðs fólks. Vakin er
athygli á mismunandi aðkomu
stærstu samtakanna að atvinnu-
málum fatlaðra einstaklinga.
Andmælt er hugmyndum að
sumir fatlaðir einstaklingar (þeir
sem hafa mikla vinnugetu) sæki
þjónustu í atvinnumálum til
vinnumiðlana og Vinnumála-
stofnunar á sama hátt og ófatlað-
ir einstaklingar, en þeir sem búa
við meiri fötlun verði að sæta því
að sækja þjónustu til svæðis-
skrifstofa málefna fatlaðra eða
félagsþjónustu sveitarfélaga. Um
þetta eru uppi hugmyndir í dag
og hafa verið settar í lagatexta,
sem þó hefur ekki enn verið sam-
þykktur á Alþingi. Það er skoð-
un viðmælenda að þjónusta,
stefnumótun og stjómum í at-
vinnumálum eigi að vera á sama
stað fyrir alla, hvort sem þeir eru
ófatlaðir eða búa við mikla eða
litla fötlun.
Ekki er full eining um hlutverk
og tilvist vemdaðra vinnustaða.
Sumir telja að þeir eigi að starfa
sem hæfingar- og starfsþjálfun-
arstaðir en aðrir vilja að þeir hafi
víðtækara verksvið en er í dag;
starfi sem vinnustaðir sem þjón-
að geti atvinnulausum og þeim
sem hafa lent í langvarandi sjúk-
dómum, sem hafa sett þá út af al-
mennum vinnumarkaði. Vakin
er athygli á að vemdaðir vinnu-
staðir starfa í dag í samkeppnis-
umhverfi sem ekki var í eins rík-
um mæli til staðar þegar þeir
vom stofnsettir. Kröfur um há-
gæða framleiðslu og magn
aukast og gerðar em kröfur um
skjóta afgreiðslu. Einnig standa
þessir staðir frammi fyrir síauk-
inni samkeppni erlendis frá.
Allir viðmælendur em sam-
mála um að leggja beri höfuð-
áherslu á að þeir sem geta stund-
að atvinnu skuli eiga þess kost að
www.obi.is