Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 33

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 33
Opnugrein fá þann stuðning sem nauðsyn- legur er til að þeir geti starfað í almennum fyrirtækjum við hlið ófatlaðra einstaklinga. Til að ná þessu markmiði er nefnd hug- mynda- og aðferðafræði atvinnu með stuðningi. Um gagnsemi þess úrræðis eru allir sammála. Gerðar eru athugasemdir við að ekki skuli koma meiri stuðningur við þetta úrræði frá stjómvöld- um. Það hefur þegar verið sann- að að hægt er að ná verulegum árangri með því að vinna að at- vinnumálum fatlaðra á þennan hátt. Ljóst er að það stjómkerfí sem hér er lýst einkennist ekki af langtíma áætlanagerð og að unn- ið sé markvisst að því að ná fyr- irfram settum markmiðum og ár- angri með langtíma stefnumótun. Einkennin draga frekar dám af smáskrefakenningunni. Það er ljóst að kostnaður við að koma fötluðum einstaklingum í atvinnu, þar sem þeir fá greidd full laun til langframa, er fljótur að skila sér ef bætur falla niður að verulegu leyti og viðkomandi einstaklingur verður virkur í efnahagskerfmu og fer að greiða skatta til samfélagsins af launum sínum. Tillögur til úrbóta I þessum kafla em settar fram hugmyndir og tillögur sem eru til þess fallnar að skipuleggja og hrinda í framkvæmd því mark- miði laga að fatlað fólk verði virkir aðilar á vinnumarkaðinum i sama hlutfalli og á sama hátt og aðrir Islendingar. Tillögumar em að meginhluta byggðar á því efni og þeim nið- urstöðum sem fram koma í rit- gerðinni en einnig verður ekki hjá því komist að reynsla, þekk- ing og skoðanir höfundar hafi þar nokkur áhrif. Tillögunum er ætlað að benda á leiðir til að ná betri árangri en gert er í dag. Ar- angri sem er meira í samræmi við nútíma hugmyndafræði og rétt- indabaráttu fatlaðs fólks um at- vinnuþátttöku sem flestra á al- mennum vinnumarkaði. Handverksfólk á Vinnustofu Svæðis- stjórnar Suðurlands. 1. Markmið í atvinnumál- um fatlaðra íslensk stjómvöld eiga að setja sér það markmið að innan 10 ára verði atvinnuhlutfall fatlaðra ein- staklinga á vinnualdri það sama og meðal annarra Islendinga á sarna aldri. Þetta markmið ætti í senn að vera raunhæft og í fullu samræmi við kröfur samtaka fatlaðra um samþætt samfélag og mannréttindi fatlaðs fólks. 2. Setja þarf löggjöf sem bannar mismunun Sett verði löggjöf sem tryggi réttindi þeirra hópa sem standa höllum fæti í samfélaginu (anti- discrimination legislation). Slík lagasetning hefur verið sam- þykkt í nokkrum Evrópuríkjum á liðnum ámm og eðlilegt er að sækja fyrirmyndir þangað um innihald og reynslu af lagasetn- ingunni. 3. Skapa þarf skilning og jákvætt viðhorf í samfélaginu Opinberir aðilar verða að beita sér fyrir því að auka þekkingu og skilning á þeirri földu eða duldu getu sem fatlaðir einstaklingar búa yfir. 4. Aukin fjárframlög Aðgerðir til að ná ofangreindu markmiði munu kosta fjármuni en sé litið til þess kostnaðar sem hlýst af því að aðhafast of lítið verður að líta svo á að þeim fjár- munum sé vel varið. Framlög op- inberra aðila til atvinnumála fatl- aðs fólks í dag gera ekki meira en að halda óbreyttu ástandi en það þarf meira til ef auka á atvinnu- þátttöku fatlaðra einstaklinga á almennum vinnumarkaði. 5. Beina þarf fjármagni opinberra aðila að aðferðum, starfsemi og starfseiningum sem skila árangri Stjórnvöld þurfa að beina fjár- magni og kröftum að aðferðum, starfsemi og starfseiningum sem sýnt hafa fram á að skila árangri við að tryggja fötluðum einstakl- ingum atvinnu. Fjárveitingar verða að vera árangurstengdar og hvetja til þess að unnið sé mark- visst að því að ná þeim markmið- um sem sett eru fram um þátt- töku fatlaðra einstaklinga á al- mennum vinnumarkaði. 6. Atvinnumál fatlaðra einstaklinga eiga að vera á sama stað í stjórnkerfínu og at- vinnumál annarra þjóðfélags- þegna I samræmi við þá hugsun sem liggur til grundvallar kröfunni um samfélag samþættingar og mannréttinda með fullri þátttöku allra verður að skipa atvinnumál- um fatlaðra einstaklinga á þann hátt að þau séu á sama stað í tímarit öryrkjabandalagsins 33

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.