Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 39

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 39
Sjálfsbjörgu mm . W ■4 > ‘.i fet,'l»’ % * W , JQRL JR- 1 IV.\Ó i Jafnréttisganga fatlaðra í Reykjavík 19. september 1978 Um þessar mundir eru liðin 25 ár frá því að fatlað fólk í Reykjavík og stuðningsmenn þess efndu til einhverrar fjölmennustu kröfugöngu sem farin hefur verið í borginni. Þá voru tals- verðar hræringar í stjórnmál- um á íslandi. Meirihluti sjálf- stæðismanna í Reykjavík féll þá um vorið og Olafur Jóhann- esson myndaði vinstristjórn sem varð að vísu skammlíf. Margir í röðum fatlaðra töldu að þá væri lag til þess að krefj- ast úrbóta í ýmsum málum. Einn þeirra sem tóku þátt í þessari baráttu var Rafn Bene- diktsson. Grein sú sem hér fylgir er byggð á samantekt hans auk eftirmála sem Guð- ríður Ólafsdóttir tók saman. A stjómarfundi í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra í Reykjavík, sem haldinn var 10. júlí 1978, var skipuð nefnd til að ræða málefni fatlaðra við nýkjörna borgar- stjóm. í nefndinni áttu sæti: Rafn Benediktsson, Sigurður Guð- mundsson, Sigursveinn Kristins- son, Amór Pétursson og Magnús Kjartansson. Nefndin tók þegar til starfa og hélt næstu vikumar marga fundi til að ræða þau mál- efni sem vera skyldu umræðu- grundvöllur við borgarstjórn. Nefndarmenn komu sér saman um eftirfarandi ályktun um ljóra mikilvægustu málaflokk- ana: 1. Löghelgaður forgangs- réttur fatlaðra til starfa verði tryggður í verki með skipuleg- um vinnubrögðum. 2. Vinnumiðlun borgar- innar verði endurskipulögð í þessu skyni (sbr.Könnun á vinnugetu og atvinnumögu- leikum aldraðra og öryrkja eft- ir Jón Bjömsson sálfræðing). 3. Meginstefnan verði sú að fatlað fólk geti unnið á al- mennum vinnustöðum, en fyrir þá sem læknar telja að ekki geti starfað þannig verði stofnaðir vinnustaðir á vegum borgarinn- tímarit öryrkjabandalagsins 39

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.